Framganga stjórnarliða „ómakleg“ og „óklók“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2019 17:34 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir umræðuna hafa verið gagnlega. Fréttablaðið/GVA Þingmenn Viðreisnar eru allt annað en sáttir við að vera spyrtir saman við Miðflokkinn og margra vikna málþóf hans. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir undir liðnum störf þingsins að umræðurnar sem hún og aðrir stjórnarandstöðuflokkar hafi staðið fyrir í gær um endurskoðun á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára hefðu verið gagnlegar og málið sjálft mikilvægt. Það væri ekki smekklegt af hálfu stjórnarliða að tengja klukkustunda umræðu um fjármálastefnuna við margra vikna málþóf. „Og gerðu þar með lítið úr mikilvægi þessa máls og starfi þingsins almennt. Látum vera að stjórnarliðar hafi ekki treyst sér í þessa umræðu, að þeir hafi viljað að hún færi fyrst og fremst fram í þögn að afgreiðsla þessa vandræðalega máls yrði helst engin. Þeim varð auðvitað ekki að ósk sinni af því að við í stjórnarandstöðunni sinntum skyldum okkar en að viðbrögð stjórnarliða hafi verið að spyrða þá stjórnarandstöðuflokka sem hafa stutt haltrandi ríkisstjórn með ráðum og dáð í góðum málum við þetta yfirgengilega málþóf Miðflokksins, það, herra forseti, er ekki bara ósatt, ekki bara ómaklegt, sumir myndu segja ómerkilegt, það er verulega óklókt.“Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum.Vísir/vilhelmFlokksbróðir Hönnu Katrínar, Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, tekur í sama streng og segir framkomu stjórnarliða afskaplega leiðinlega. „Sem voru með ásakanir hér í mjög gagnlegri umræðu um nýja fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar í gær um að minnihutinn í nokkurra klukkustunda umræðu um þetta væru að stunda málþóf en sáu sér þó ekki fært að taka átt í umræðunni þrátt fyrir að vera hér að tipla um á göngum vel fram eftir kvöldi sem var miður“. Þorsteinn heldur áfram og segir: „En það sem mér finnst hins vegar öllu áhugaverðara í þeirri stöðu sem er uppi núna þegar þingi hefði átt að ljúka á morgun er það að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar liggur ekki fyrir. Breytingartillögur ríkisstjórnarinnar á eigin fjármálaáætlun“ Þorsteinn segir að hvorki gengur né rekur að semja um þinglok. Ríkisstjórnin komi algjörlega tómhent til viðræðna. „Þingflokksformenn sitja umboðslausir á fundum og hafa ekkert fram að færa og formenn stjórnarflokkanna hafa heldur ekkert fram að færa til lausnar. Kann að vera að ríkisstjórnin sé einfaldlega bara ekki tilbúin til þingloka, hún er ekki tilbúin með þau mál sem hún þarf að klára hér degi áður en að þing hefði átt að fara heim og þiggur þess vegna með þökkum þær tafir sem hafa orðið á þingstörfunum hingað til af því hún var ekki búin að vinna heimavinnuna Alþingi Tengdar fréttir Ræddu breytta fjármálastefnu inn í nóttina Þingfundur stóð til klukkan 00:45 í nótt á Alþingi og fór mesta púðrið í að ræða breytingar á fjármálastefnunni til ársins 2022. 4. júní 2019 06:55 Segir ríkisstjórnina hafa farið frjálslega með lög um opinber fjármál Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum. 31. maí 2019 10:02 Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Þingmenn Viðreisnar eru allt annað en sáttir við að vera spyrtir saman við Miðflokkinn og margra vikna málþóf hans. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir undir liðnum störf þingsins að umræðurnar sem hún og aðrir stjórnarandstöðuflokkar hafi staðið fyrir í gær um endurskoðun á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára hefðu verið gagnlegar og málið sjálft mikilvægt. Það væri ekki smekklegt af hálfu stjórnarliða að tengja klukkustunda umræðu um fjármálastefnuna við margra vikna málþóf. „Og gerðu þar með lítið úr mikilvægi þessa máls og starfi þingsins almennt. Látum vera að stjórnarliðar hafi ekki treyst sér í þessa umræðu, að þeir hafi viljað að hún færi fyrst og fremst fram í þögn að afgreiðsla þessa vandræðalega máls yrði helst engin. Þeim varð auðvitað ekki að ósk sinni af því að við í stjórnarandstöðunni sinntum skyldum okkar en að viðbrögð stjórnarliða hafi verið að spyrða þá stjórnarandstöðuflokka sem hafa stutt haltrandi ríkisstjórn með ráðum og dáð í góðum málum við þetta yfirgengilega málþóf Miðflokksins, það, herra forseti, er ekki bara ósatt, ekki bara ómaklegt, sumir myndu segja ómerkilegt, það er verulega óklókt.“Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum.Vísir/vilhelmFlokksbróðir Hönnu Katrínar, Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, tekur í sama streng og segir framkomu stjórnarliða afskaplega leiðinlega. „Sem voru með ásakanir hér í mjög gagnlegri umræðu um nýja fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar í gær um að minnihutinn í nokkurra klukkustunda umræðu um þetta væru að stunda málþóf en sáu sér þó ekki fært að taka átt í umræðunni þrátt fyrir að vera hér að tipla um á göngum vel fram eftir kvöldi sem var miður“. Þorsteinn heldur áfram og segir: „En það sem mér finnst hins vegar öllu áhugaverðara í þeirri stöðu sem er uppi núna þegar þingi hefði átt að ljúka á morgun er það að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar liggur ekki fyrir. Breytingartillögur ríkisstjórnarinnar á eigin fjármálaáætlun“ Þorsteinn segir að hvorki gengur né rekur að semja um þinglok. Ríkisstjórnin komi algjörlega tómhent til viðræðna. „Þingflokksformenn sitja umboðslausir á fundum og hafa ekkert fram að færa og formenn stjórnarflokkanna hafa heldur ekkert fram að færa til lausnar. Kann að vera að ríkisstjórnin sé einfaldlega bara ekki tilbúin til þingloka, hún er ekki tilbúin með þau mál sem hún þarf að klára hér degi áður en að þing hefði átt að fara heim og þiggur þess vegna með þökkum þær tafir sem hafa orðið á þingstörfunum hingað til af því hún var ekki búin að vinna heimavinnuna
Alþingi Tengdar fréttir Ræddu breytta fjármálastefnu inn í nóttina Þingfundur stóð til klukkan 00:45 í nótt á Alþingi og fór mesta púðrið í að ræða breytingar á fjármálastefnunni til ársins 2022. 4. júní 2019 06:55 Segir ríkisstjórnina hafa farið frjálslega með lög um opinber fjármál Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum. 31. maí 2019 10:02 Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Ræddu breytta fjármálastefnu inn í nóttina Þingfundur stóð til klukkan 00:45 í nótt á Alþingi og fór mesta púðrið í að ræða breytingar á fjármálastefnunni til ársins 2022. 4. júní 2019 06:55
Segir ríkisstjórnina hafa farið frjálslega með lög um opinber fjármál Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum. 31. maí 2019 10:02
Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15