Golf

Kylfingur með númer í nafninu vann Opna bandaríska

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lee6 með bikarinn.
Lee6 með bikarinn. vísir/getty
Jeongeun Lee6 frá Suður-Kóreu hrósaði sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem lauk í kvöld. Þetta er fyrsti sigur hennar á risamóti á ferlinum.



Ástæðan fyrir því að Lee6 er með tölu aftan við nafnið sitt er að á suður-kóresku mótaröðinni eru margir kylfingar sem bera sama nafn. Þær eru því aðgreindar með tölustöfum.

Lee6 lék á einu höggi undir pari í dag og samtals á sex höggum undir pari sem var vel við hæfi.



Hún var tveimur höggum á undan löndu sinni, So Yeon Ryu, og Angel Yin og Lexi Thompson frá Bandaríkjunum.

Céline Boutier frá Frakklandi og Yu Liu frá Kína voru efstar og jafnar fyrir lokahringinn. Þær léku hins vegar báðar á fjórum höggum yfir pari í dag og enduðu í 5.-9. sæti.

Lee6 var tveimur höggum á eftir efstu konum fyrir lokahringinn en lék vel í dag þrátt fyrir smá hikst á lokaholunum.

Fyrir sigurinn fékk Lee6 eina milljón Bandaríkjadala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×