Loksins komið að því að ljúka Dettifossvegi Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2019 21:40 Frá lagningu Dettifossvegar um Ásheiði sumarið 2016. Séð norður til Kelduhverfis og Öxarfjarðar. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Meira en áratug eftir að framkvæmdir hófust sér loksins fyrir endann á lagningu nýs Dettifossvegar. Tilboð í gerð síðasta áfangans hafa nú verið opnuð hjá Vegagerðinni og er reiknað með verklokum eftir tvö ár. Sagt var frá tilboðunum í frétt Stöðvar 2. Gerð nýs Dettifossvegar hófst árið 2008 og voru þá vonir bundnar við að lagningu þessa 55 kílómetra vegar myndi ljúka á nokkrum árum. Fyrsti áfanginn var frá hringveginum um Mývatnsöræfi að Dettifossi en með honum varð vesturbakkinn helsta aðkomuleið ferðamanna að fossinum í stað austurbakkans.Frá gerð fyrsta áfangans árið 2009, sem var 25 kílómetra kafli frá hringveginum um Mývatnsöræfi að Dettifossi. Herðubreið við sjóndeildarhringinn til vinstri.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Framhald verksins lenti hins vegar reglulega í niðurskurði og sumarið 2016 var helmingur vegarins ennþá niðurgrafinn moldarslóði. Fyrir ferðaþjónustu í Norður-Þingeyjarsýslu var hálfur Dettifossvegur sagður verri en enginn en fleiri áfangar hafa síðan bæst við frá árinu 2014. Sjá nánar hér: Hálfur Dettifossvegur verri en enginn. Og núna er loksins komið að því að ljúka tengingunni norður í Ásbyrgi og einnig þeim köflum sem greiða leið ferðamanna að fleiri náttúruperlum í Jökulsárgljúfrum, eins og Hólmatungum, Vesturdal og Hljóðaklettum.Dettifossvegur er ennþá mjór, niðurgrafinn moldarslóði á löngum kafla milli Ásbyrgis, Hljóðakletta og Dettifoss.Mynd/Friðrik Þór Halldórsson.Tilboð í lokaáfangana hafa nú verið opnuð en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 850 milljónir króna. Aðeins bárust tvö tilboð; frá G. Hjálmarssyni á Akureyri upp á 902 milljónir króna, sex prósent yfir kostnaðaráætlun, og frá Þ.S. verktökum á Egilsstöðum, upp á 987 milljónir króna, eða 16 prósent yfir áætlun.Tvö tilboð bárust í verkið.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Í verkinu felst að leggja burðarlag og klæðingu á 7,2 km kafla á Dettifossvegi ofan Vesturdals, sem byggður var upp í fyrra, og byggja nýjan 4,2 km langan veg neðan Vesturdals. Ennfremur að leggja þrjá nýja tengivegi út frá Dettifossvegi; 2,7 km langan veg niður í Hólmatungur, 1,6 km langan veg niður í Vesturdal og 1,5 km langan veg upp á Langavatnshöfða. Auk þess skal gera nokkra áningarstaði.Demantshringurinn svokallaði verður loksins boðlegur valkostur fyrir ferðamenn á venjulegum fólksbílum þegar uppbyggingu Dettifossvegar lýkur.Grafík/Vísir.Líklegt má telja að Vegagerðin gangi til viðræðna við lægstbjóðanda, G. Hjálmarsson, en verktakinn sá meðal annars um stærsta hluta jarðvinnu í kringum Þeistareykjavirkjun. Samkvæmt upplýsingum Hauks Jónssonar, deildarstjóra Vegagerðarinnar á Norðursvæði Vegagerðarinnar er reiknað með verklokum árið 2021. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Samgöngur Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Niðurskurðarhnífur skar Dettifossveg Bundið slitlag sem bætist við þjóðvegakerfið á þessu ári verður að öllum líkindum það minnsta í nærri fjörutíu ár. 2. apríl 2015 09:00 Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. 2. júlí 2016 22:28 Hálfur Dettifossvegur verri en enginn Ferðaþjónustuaðilar á norðausturhorni landsins óttast hrun, þegar bara hálfur Dettifossvegur verður opnaður meðfram Jökulsárgljúfrum næsta sumar, og segja að ferðamennirnir muni sleppa Ásbyrgi og byggðunum við norðurströndina. 25. október 2009 11:24 Dettifossvegur "niðurgrafinn moldarvegur“ sem annar engan veginn eftirspurn Húsavíkurstofa, sem er sameiginlegur vettvangur ferðaþjónustuaðila á Húsavík, hefur sent frá sér ályktun vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. 6. mars 2017 16:37 Demantshringurinn virki sem segull fyrir Norðurland Setja á aukinn kraft í að markaðssetja Demantshringinn svokallaða á Norðurlandi. Forsenda þess er að Dettifossvegur verði uppbyggður og fær öllum bílum yfir vetrartímann. 26. maí 2019 21:00 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Meira en áratug eftir að framkvæmdir hófust sér loksins fyrir endann á lagningu nýs Dettifossvegar. Tilboð í gerð síðasta áfangans hafa nú verið opnuð hjá Vegagerðinni og er reiknað með verklokum eftir tvö ár. Sagt var frá tilboðunum í frétt Stöðvar 2. Gerð nýs Dettifossvegar hófst árið 2008 og voru þá vonir bundnar við að lagningu þessa 55 kílómetra vegar myndi ljúka á nokkrum árum. Fyrsti áfanginn var frá hringveginum um Mývatnsöræfi að Dettifossi en með honum varð vesturbakkinn helsta aðkomuleið ferðamanna að fossinum í stað austurbakkans.Frá gerð fyrsta áfangans árið 2009, sem var 25 kílómetra kafli frá hringveginum um Mývatnsöræfi að Dettifossi. Herðubreið við sjóndeildarhringinn til vinstri.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Framhald verksins lenti hins vegar reglulega í niðurskurði og sumarið 2016 var helmingur vegarins ennþá niðurgrafinn moldarslóði. Fyrir ferðaþjónustu í Norður-Þingeyjarsýslu var hálfur Dettifossvegur sagður verri en enginn en fleiri áfangar hafa síðan bæst við frá árinu 2014. Sjá nánar hér: Hálfur Dettifossvegur verri en enginn. Og núna er loksins komið að því að ljúka tengingunni norður í Ásbyrgi og einnig þeim köflum sem greiða leið ferðamanna að fleiri náttúruperlum í Jökulsárgljúfrum, eins og Hólmatungum, Vesturdal og Hljóðaklettum.Dettifossvegur er ennþá mjór, niðurgrafinn moldarslóði á löngum kafla milli Ásbyrgis, Hljóðakletta og Dettifoss.Mynd/Friðrik Þór Halldórsson.Tilboð í lokaáfangana hafa nú verið opnuð en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 850 milljónir króna. Aðeins bárust tvö tilboð; frá G. Hjálmarssyni á Akureyri upp á 902 milljónir króna, sex prósent yfir kostnaðaráætlun, og frá Þ.S. verktökum á Egilsstöðum, upp á 987 milljónir króna, eða 16 prósent yfir áætlun.Tvö tilboð bárust í verkið.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Í verkinu felst að leggja burðarlag og klæðingu á 7,2 km kafla á Dettifossvegi ofan Vesturdals, sem byggður var upp í fyrra, og byggja nýjan 4,2 km langan veg neðan Vesturdals. Ennfremur að leggja þrjá nýja tengivegi út frá Dettifossvegi; 2,7 km langan veg niður í Hólmatungur, 1,6 km langan veg niður í Vesturdal og 1,5 km langan veg upp á Langavatnshöfða. Auk þess skal gera nokkra áningarstaði.Demantshringurinn svokallaði verður loksins boðlegur valkostur fyrir ferðamenn á venjulegum fólksbílum þegar uppbyggingu Dettifossvegar lýkur.Grafík/Vísir.Líklegt má telja að Vegagerðin gangi til viðræðna við lægstbjóðanda, G. Hjálmarsson, en verktakinn sá meðal annars um stærsta hluta jarðvinnu í kringum Þeistareykjavirkjun. Samkvæmt upplýsingum Hauks Jónssonar, deildarstjóra Vegagerðarinnar á Norðursvæði Vegagerðarinnar er reiknað með verklokum árið 2021. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Samgöngur Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Niðurskurðarhnífur skar Dettifossveg Bundið slitlag sem bætist við þjóðvegakerfið á þessu ári verður að öllum líkindum það minnsta í nærri fjörutíu ár. 2. apríl 2015 09:00 Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. 2. júlí 2016 22:28 Hálfur Dettifossvegur verri en enginn Ferðaþjónustuaðilar á norðausturhorni landsins óttast hrun, þegar bara hálfur Dettifossvegur verður opnaður meðfram Jökulsárgljúfrum næsta sumar, og segja að ferðamennirnir muni sleppa Ásbyrgi og byggðunum við norðurströndina. 25. október 2009 11:24 Dettifossvegur "niðurgrafinn moldarvegur“ sem annar engan veginn eftirspurn Húsavíkurstofa, sem er sameiginlegur vettvangur ferðaþjónustuaðila á Húsavík, hefur sent frá sér ályktun vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. 6. mars 2017 16:37 Demantshringurinn virki sem segull fyrir Norðurland Setja á aukinn kraft í að markaðssetja Demantshringinn svokallaða á Norðurlandi. Forsenda þess er að Dettifossvegur verði uppbyggður og fær öllum bílum yfir vetrartímann. 26. maí 2019 21:00 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Niðurskurðarhnífur skar Dettifossveg Bundið slitlag sem bætist við þjóðvegakerfið á þessu ári verður að öllum líkindum það minnsta í nærri fjörutíu ár. 2. apríl 2015 09:00
Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. 2. júlí 2016 22:28
Hálfur Dettifossvegur verri en enginn Ferðaþjónustuaðilar á norðausturhorni landsins óttast hrun, þegar bara hálfur Dettifossvegur verður opnaður meðfram Jökulsárgljúfrum næsta sumar, og segja að ferðamennirnir muni sleppa Ásbyrgi og byggðunum við norðurströndina. 25. október 2009 11:24
Dettifossvegur "niðurgrafinn moldarvegur“ sem annar engan veginn eftirspurn Húsavíkurstofa, sem er sameiginlegur vettvangur ferðaþjónustuaðila á Húsavík, hefur sent frá sér ályktun vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. 6. mars 2017 16:37
Demantshringurinn virki sem segull fyrir Norðurland Setja á aukinn kraft í að markaðssetja Demantshringinn svokallaða á Norðurlandi. Forsenda þess er að Dettifossvegur verði uppbyggður og fær öllum bílum yfir vetrartímann. 26. maí 2019 21:00