Pusha T hleypur í skarðið á Solstice vegna vegabréfsvandræða Rae Sremmurd Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2019 19:50 Pusha T á tónleikum. Vísir/getty Enn eru hrókeringar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice en vegna vandræða með vegabréf mun rapptvíeykið Rae Sremmurd ekki troða upp á hátíðinni líkt og tilkynnt var um fyrr í kvöld, en þeir hugðust leysa bresku söngkonuna Ritu Ora af hólmi, sem forfallaðist vegna veikinda. Í stað Rae Sremmurd mun bandaríski rapparinn Pusha T koma fram á Secret Solstice. „Það er óhætt að segja að það sé búið að vera nóg að gera á skrifstofu Secret Solstice í dag,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum Scret Solstice sem send var út á áttunda tímanum. Þar er málið rakið en eins og fram kom í fjölmiðlum í dag neyddist Rita Ora til þess að hætta við tónleika sína á Secret Solstice vegna veikinda. Í kjölfarið var strax gengið frá samningum við bræðurna í Rae Sremmurd. Þá kom hins vegar babb í bátinn. „[..] þegar allt var klappað og klárt og búið að senda tilkynningu á fjölmiðla kom í ljós að vegna vegabréfsvandræða kæmust ekki allir úr þeirra hópi til landsins,“ segir í tilkynningu. „Til allra lukku vorum við með fleiri í sigtinu og hafa náðst samningar við Rapparann Pusha T um að hlaupa í skarðið. […] Það er mikill fengur í því fyrir alla hip hop aðdáendur að fá þenna frábæra rappara til landsins.“ Pusha T er bandarískur rappari, lagahöfundur og tónlistarframleiðandi. Nýjasta plata rapparans, Daytona, var tilnefnd til Grammy-verðlauna sem rappplata ársins nú í ár. Hér að neðan má hlusta á lagið If you know you know úr smiðju rapparans. Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56 Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi. 19. júní 2019 16:03 Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira
Enn eru hrókeringar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice en vegna vandræða með vegabréf mun rapptvíeykið Rae Sremmurd ekki troða upp á hátíðinni líkt og tilkynnt var um fyrr í kvöld, en þeir hugðust leysa bresku söngkonuna Ritu Ora af hólmi, sem forfallaðist vegna veikinda. Í stað Rae Sremmurd mun bandaríski rapparinn Pusha T koma fram á Secret Solstice. „Það er óhætt að segja að það sé búið að vera nóg að gera á skrifstofu Secret Solstice í dag,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum Scret Solstice sem send var út á áttunda tímanum. Þar er málið rakið en eins og fram kom í fjölmiðlum í dag neyddist Rita Ora til þess að hætta við tónleika sína á Secret Solstice vegna veikinda. Í kjölfarið var strax gengið frá samningum við bræðurna í Rae Sremmurd. Þá kom hins vegar babb í bátinn. „[..] þegar allt var klappað og klárt og búið að senda tilkynningu á fjölmiðla kom í ljós að vegna vegabréfsvandræða kæmust ekki allir úr þeirra hópi til landsins,“ segir í tilkynningu. „Til allra lukku vorum við með fleiri í sigtinu og hafa náðst samningar við Rapparann Pusha T um að hlaupa í skarðið. […] Það er mikill fengur í því fyrir alla hip hop aðdáendur að fá þenna frábæra rappara til landsins.“ Pusha T er bandarískur rappari, lagahöfundur og tónlistarframleiðandi. Nýjasta plata rapparans, Daytona, var tilnefnd til Grammy-verðlauna sem rappplata ársins nú í ár. Hér að neðan má hlusta á lagið If you know you know úr smiðju rapparans.
Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56 Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi. 19. júní 2019 16:03 Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira
Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56
Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi. 19. júní 2019 16:03
Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53