Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Sylvía Hall skrifar 19. júní 2019 12:56 Rita Ora segist hlakka til Secret Solstice 2020. Vísir/Getty Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. Þar kemur fram að hún hafi þurft að aflýsa tónleikum sínum af læknisráði en hún hefur verið með sýkingu í brjóstholi. „Ég er mjög leið yfir því að þurfa að tilkynna öllum þeim sem ætluðu á Secret Solstice á Íslandi að ég mun ekki geta komið fram eins og áætlað var. Ég er búin að vera að glíma við þráláta sýkingu í brjóstholi og læknar mínir hafa ráðlagt mér að taka tíma til þess að ná mér,“ skrifar Ora í tilkynningunni. Hún segist hafa hlakkað til þess að vera hluti af hátíðinni og þessi ákvörðun hafi ekki verið auðveld enda sé það alltaf leiðinlegt að þurfa að aflýsa tónleikum. „Ég var svo spennt að koma til Íslands og vera hluti af þessari hátíð,“ skrifar söngkonan og bætir við að hún sé ætíð þakklát fyrir tækifæri til þess að koma fram enda sé það ástríða hennar. Það sé sérstaklega erfitt að valda aðdáendum sínum vonbrigðum. „Mér þykir það leitt að vera ekki þarna! Ég elska ykkur öll og takk fyrir stuðninginn. Ég hlakka til að halda upp á Solstice 2020 með ykkur!“ Tilkynningu frá aðstandendum Solstice má sjá að neðan auk tilkynningunnar frá Ritu OraÁ mánudaginn fréttu aðstandendur Secret Solstice hátíðarinnar af því að Rita Ora væri veik og gæti hugsanlega ekki komið fram á hátíðinni, þó ekki væri komin endanleg staðfesting frá henni fór strax af stað vinna í varaáætlun ef svo færi að hún kæmist. Rétt í þessu fengum við það síðan endanlega staðfest að vegna sýkingar kæmist hún ekki á hátíðina.Það er auðvitað mjög slæmt að fá svona fréttir rétt fyrir hátíðina en aðstandendur eru með nokkra stóra listamenn sem geta komið í hennar stað og líklega verður að hægt að tilkynna hver það verður fyrir lok dags í dag hver verður fyrir valinu.Rita sjálf er góður vinur okkar og henni þykir þetta ofboðslega leiðiðnilegt enda hafði hún áætlað að eyða nokkrum dögum með vinum sínum hér og njóta lífsina á Íslandi, þegar er búið að semja um að Rita Ora mun koma fram á Secret Solstice hátíðinni næsta sumar. Secret Solstice Tengdar fréttir Rita Ora og Martin Garrix koma fram á Secret Solstice Martin Garrix, Rita Ora, Pussy Riot, Morcheeba og Boy Pablo munu koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Soltice en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar í Laugardalnum. 21. desember 2018 13:45 Martin Garrix ökklabrotinn og spilar ekki á Solstice í ár Hollenski plötusnúðurinn Martin Garrix mun ekki stíga á svið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice eins og áætlað hafði verið. 10. júní 2019 21:06 Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. Þar kemur fram að hún hafi þurft að aflýsa tónleikum sínum af læknisráði en hún hefur verið með sýkingu í brjóstholi. „Ég er mjög leið yfir því að þurfa að tilkynna öllum þeim sem ætluðu á Secret Solstice á Íslandi að ég mun ekki geta komið fram eins og áætlað var. Ég er búin að vera að glíma við þráláta sýkingu í brjóstholi og læknar mínir hafa ráðlagt mér að taka tíma til þess að ná mér,“ skrifar Ora í tilkynningunni. Hún segist hafa hlakkað til þess að vera hluti af hátíðinni og þessi ákvörðun hafi ekki verið auðveld enda sé það alltaf leiðinlegt að þurfa að aflýsa tónleikum. „Ég var svo spennt að koma til Íslands og vera hluti af þessari hátíð,“ skrifar söngkonan og bætir við að hún sé ætíð þakklát fyrir tækifæri til þess að koma fram enda sé það ástríða hennar. Það sé sérstaklega erfitt að valda aðdáendum sínum vonbrigðum. „Mér þykir það leitt að vera ekki þarna! Ég elska ykkur öll og takk fyrir stuðninginn. Ég hlakka til að halda upp á Solstice 2020 með ykkur!“ Tilkynningu frá aðstandendum Solstice má sjá að neðan auk tilkynningunnar frá Ritu OraÁ mánudaginn fréttu aðstandendur Secret Solstice hátíðarinnar af því að Rita Ora væri veik og gæti hugsanlega ekki komið fram á hátíðinni, þó ekki væri komin endanleg staðfesting frá henni fór strax af stað vinna í varaáætlun ef svo færi að hún kæmist. Rétt í þessu fengum við það síðan endanlega staðfest að vegna sýkingar kæmist hún ekki á hátíðina.Það er auðvitað mjög slæmt að fá svona fréttir rétt fyrir hátíðina en aðstandendur eru með nokkra stóra listamenn sem geta komið í hennar stað og líklega verður að hægt að tilkynna hver það verður fyrir lok dags í dag hver verður fyrir valinu.Rita sjálf er góður vinur okkar og henni þykir þetta ofboðslega leiðiðnilegt enda hafði hún áætlað að eyða nokkrum dögum með vinum sínum hér og njóta lífsina á Íslandi, þegar er búið að semja um að Rita Ora mun koma fram á Secret Solstice hátíðinni næsta sumar.
Secret Solstice Tengdar fréttir Rita Ora og Martin Garrix koma fram á Secret Solstice Martin Garrix, Rita Ora, Pussy Riot, Morcheeba og Boy Pablo munu koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Soltice en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar í Laugardalnum. 21. desember 2018 13:45 Martin Garrix ökklabrotinn og spilar ekki á Solstice í ár Hollenski plötusnúðurinn Martin Garrix mun ekki stíga á svið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice eins og áætlað hafði verið. 10. júní 2019 21:06 Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Rita Ora og Martin Garrix koma fram á Secret Solstice Martin Garrix, Rita Ora, Pussy Riot, Morcheeba og Boy Pablo munu koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Soltice en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar í Laugardalnum. 21. desember 2018 13:45
Martin Garrix ökklabrotinn og spilar ekki á Solstice í ár Hollenski plötusnúðurinn Martin Garrix mun ekki stíga á svið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice eins og áætlað hafði verið. 10. júní 2019 21:06
Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53