Youtube-stjarna opnar sig um kynhneigð sína í einlægu myndbandi Sylvía Hall skrifar 19. júní 2019 09:58 Eugene Lee Yang á fjáröflunarsamkomu fyrir The Trevor Project. Vísir/Getty Eugene Lee Yang opnar sig í fyrsta sinn um kynhneigð sína í nýju myndbandi en hann hefur slegið í gegn sem hluti af hópnum The Try Guys á Buzzfeed. Hópurinn gefur út þætti þar sem þeir prófa allt á milli himins og jarðar, allt frá hárvörum yfir í það að smakka allan matseðilinn á KFC.Yang, sem er 33 ára gamall, ólst upp í Texas og er af asískum uppruna. Hann segir bakgrunn sinn hafa gert sér erfitt fyrir að horfast í augu við þá staðreynd að hann væri samkynhneigður maður. Í samtali við The Advocate segir Lee að hann hafi fljótlega gert sér grein fyrir því að hann væri í það minnsta í einhverskonar jaðarhópi. „Ég var áður að vinna úr þeirri staðreynd að ég vissi ekki að ég væri asískur í mörg ár. Einu skilaboðin um það voru frá jafnöldrum mínum á neikvæðan hátt og það lét mig sjálfkrafa detta inn í það hugarfar að mér fannst ég öðruvísi. Öryggi mitt var aldrei eitthvað sem ég tók sem gefnum hlut,“ segir Lee. Hann segir þá upplifun hafa litað hvernig hann horfði á kynhneigð sína því hann hafði áður horft upp á þá meðferð sem hinsegin krakkar fengu í skólanum sínum og það hafi ekki verið falleg sjón. „Það var mikið í samfélaginu sem ýttu mér í þá átt að fara mjög varlega.“Myndbandið gert til þess að vekja athygli á sjálfsvígum hinsegin ungmenna Nú eru fjórir dagar síðan myndbandið var birt á YouTube og hefur það fengið hátt í tíu milljónir áhorfa. Lee er handritshöfundur, leikstjóri og danshöfundur myndbandsins en í myndbandinu tjáir hann sig alfarið í gegnum dans við undirspil lagsins A Moment Apart.Myndbandið heitir einfaldlega I‘m Gay og segir Lee það vera hann að tjá sig á afar persónulegan hátt. Þá er myndbandið einnig fjáröflunarverkefni fyrir The Trevor Project sem vinnur að því að fækka sjálfsvígum á meðal hinsegin ungmenna og hafa nú þegar safnast yfir 65 þúsund dollarar í þágu verkefnisins. „Ég hélt aftur af mér vegna ótta og skammar sem kom í kjölfar bakgrunns míns en ég lofa að gefa ykkur allan minn sannleika í því sem ég geri í framtíðinni,“ segir Lee.I created this music video as my personal way of coming out as a proud gay man who has many unheard, specific stories to tell. I withheld because of fear and shame shaped by my background but I promise to give my full truth in the rest of my life's work.https://t.co/bLTX7c4fwvpic.twitter.com/0nLLAWR5FC — Eugene Lee Yang (@EugeneLeeYang) June 15, 2019 Hinsegin Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
Eugene Lee Yang opnar sig í fyrsta sinn um kynhneigð sína í nýju myndbandi en hann hefur slegið í gegn sem hluti af hópnum The Try Guys á Buzzfeed. Hópurinn gefur út þætti þar sem þeir prófa allt á milli himins og jarðar, allt frá hárvörum yfir í það að smakka allan matseðilinn á KFC.Yang, sem er 33 ára gamall, ólst upp í Texas og er af asískum uppruna. Hann segir bakgrunn sinn hafa gert sér erfitt fyrir að horfast í augu við þá staðreynd að hann væri samkynhneigður maður. Í samtali við The Advocate segir Lee að hann hafi fljótlega gert sér grein fyrir því að hann væri í það minnsta í einhverskonar jaðarhópi. „Ég var áður að vinna úr þeirri staðreynd að ég vissi ekki að ég væri asískur í mörg ár. Einu skilaboðin um það voru frá jafnöldrum mínum á neikvæðan hátt og það lét mig sjálfkrafa detta inn í það hugarfar að mér fannst ég öðruvísi. Öryggi mitt var aldrei eitthvað sem ég tók sem gefnum hlut,“ segir Lee. Hann segir þá upplifun hafa litað hvernig hann horfði á kynhneigð sína því hann hafði áður horft upp á þá meðferð sem hinsegin krakkar fengu í skólanum sínum og það hafi ekki verið falleg sjón. „Það var mikið í samfélaginu sem ýttu mér í þá átt að fara mjög varlega.“Myndbandið gert til þess að vekja athygli á sjálfsvígum hinsegin ungmenna Nú eru fjórir dagar síðan myndbandið var birt á YouTube og hefur það fengið hátt í tíu milljónir áhorfa. Lee er handritshöfundur, leikstjóri og danshöfundur myndbandsins en í myndbandinu tjáir hann sig alfarið í gegnum dans við undirspil lagsins A Moment Apart.Myndbandið heitir einfaldlega I‘m Gay og segir Lee það vera hann að tjá sig á afar persónulegan hátt. Þá er myndbandið einnig fjáröflunarverkefni fyrir The Trevor Project sem vinnur að því að fækka sjálfsvígum á meðal hinsegin ungmenna og hafa nú þegar safnast yfir 65 þúsund dollarar í þágu verkefnisins. „Ég hélt aftur af mér vegna ótta og skammar sem kom í kjölfar bakgrunns míns en ég lofa að gefa ykkur allan minn sannleika í því sem ég geri í framtíðinni,“ segir Lee.I created this music video as my personal way of coming out as a proud gay man who has many unheard, specific stories to tell. I withheld because of fear and shame shaped by my background but I promise to give my full truth in the rest of my life's work.https://t.co/bLTX7c4fwvpic.twitter.com/0nLLAWR5FC — Eugene Lee Yang (@EugeneLeeYang) June 15, 2019
Hinsegin Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira