Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Valur 3-2 │ Mögnuð endurkoma KR Guðlaugur Valgeirsson skrifar 19. júní 2019 22:00 KR-ingar fagna marki í sumar vísir/bára KR tók á móti Íslandsmeisturum Vals í kvöld á Meistaravöllum en leikurinn var hluti af 9.umferð sem klárast í júlí. Valsmenn komust í 0-2 snemma í seinni hálfleik en KR-ingum tókst að snúa leiknum sér í vil og vinna frábæran sigur, 3-2. KR byrjaði betur og var sterkari aðilinn fyrstu 15 mínútur og það var því köld vatnsgusa í andlit þeirra þegar Valsmenn komust yfir eftir 16 mínútur. Þá unnu þeir boltann á miðjunni og sóttu hratt. Kristinn Freyr Sigurðsson og Andri Adolphsson léku boltanum vel á milli sín sem endaði á því að Kristinn Freyr var í góðu færi og átti skot að marki sem Beitir náði ekki að verja, 0-1 fyrir Val. KR tók aftur völdin eftir því og Valsmenn lögðust aftar á völlinn og treystu á skyndisóknir. Þeir voru nálægt því að jafna leikinn en Valsmenn björguðu á línu rétt fyrir hálfleik. Staðan í hálfleik 0-1 fyrir gestina. Það blés ekki byrlega fyrir KR í byrjun seinni hálfleiks en miðvörðurinn ungi Finnur Tómas Pálmason gerði sig þá sekan um mikil mistök þegar hann átti misheppnaða sendingu sem Valsmenn komust inn í. Þeir voru fljótir að komast í færi en Ólafur Karl Finsen fékk pláss fyrir utan teig KR og lét vaða, gott skot sem Beitir réð ekki við og staðan orðin 0-2! En KR-ingar gáfust ekki upp. Atli Sigurjónsson átti frábæra hornspyrnu á 58.mínútu sem Arnþór Ingi Kristinsson fleytti áfram og Pálmi Rafn Pálmason fyrirliði KR stýrði í markið, staðan orðin 1-2 í þessum frábæra leik. Eftir þetta fengu KR meiri trú á verkefninu og þeir keyrðu á Valsmenn. Það skilaði jöfnunarmarki aðeins 4 mínútum seinna þegar Alex Freyr Hilmarsson skoraði með góðu skoti. Fyrirgjöf frá hægri rataði á Tobias Thomsen sem kassaði boltann niður á Alex Freyr sem hamraði boltanum í markið, óverjandi fyrir Hannes Þór Halldórsson í marki Vals. Það var eiginlega aldrei spurning hvort liðið myndi klára þennan leik en KR liðið var með öll völd á vellinum og það var í rauninni aðeins tímaspursmál hvenær þeir myndu ná sigurmarkinu. Það kom loksins á 77.mínútu þegar þeir fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Þá mætti Pablo Punyed á svæðið og setti boltann í slánna og inn! Stórkostlegt mark hjá varamanninum og KR komið yfir í leiknum! Valsmenn reyndu hvað þeir gátu að jafna en því miður fyrir þá gekk það ekki og KR innbyrti sigur í kvöld! Frábær endurkoma hjá þeim og þeir fara á toppinn með 20 stig. Af hverju vann KR? Þeir voru sterkari aðilinn nánast allan leikinn en það vantaði eitthvað upp á að klára færin en eftir fyrsta markið var þetta einhvern veginn aldrei spurning. Þeir höfðu trú á verkefninu og sýndu karakter. Hverjir stóðu upp úr? Hjá heimamönnum var Tobias Thomsen öflugur, hann skoraði ekki í kvöld en hann vann vel fyrir liðið. Atli Sigurjónsson átti margar hættulegar hornspyrnur og meðal annars kom fyrsta mark KR upp úr einni. Hjá gestunum var Andri Adolphsson flottur, hann lagði upp bæði mörkin og skilaði fínu dagsverki. Ólafur Karl Finsen átti einnig fínan leik. Hvað gekk illa? Hjá KR gekk illa að klára færin í fyrri hálfleik en eftir fyrsta mark þeirra gekk allt upp. Hjá Val hrundi leikur liðsins eftir annað mark þeirra og þeir bökkuðu alltof mikið og ætluðum að halda fengnum hlut. Hvað gerist næst? KR fer í heimsókn í Kaplakrika næstkomandi sunnudag og mæta þar FH. Íslandsmeistarar Vals fá Grindavík í heimsókn einnig næsta sunnudag. Rúnar: Fengum trú eftir fyrsta markið okkar Rúnar Kristinsson þjálfari KR var hæstánægður með sína menn eftir endurkomusigur þeirra gegn Val í kvöld. Þeir lentu 0-2 undir snemma í seinni hálfleiknum en snéru leiknum sér í vil og unnu að lokum 3-2. „Ég er mjög ánægður með það hvernig við komum til baka. Við vorum staðráðnir í hálfleik að við ætluðum að snúa þessu við og það hræddi okkur aðeins þegar þeir skoruðu annað markið en við ætluðum að loka fyrir markið.” „Í stöðunni 2-0 var þetta erfitt en við höfðum trú og um leið og við minnkum muninn og ennþá hálftími eftir þá fannst mér við taka öll völd og strákarnir fengu þessa trú sem vantaði í fyrri hálfleik þar sem við vorum ekkert sérstaklega góðir þar sem var hræðsla í okkur.” „Þó að staða þeirra í deildinni er eins og hún er þá eru Valsmenn frábærir í fótbolta og þeir voru góðir í leiknum en við sýndum karakter og vorum með þessa geggjuðu áhorfendur hérna í dag sem gáfu okkur mikið og við erum þakklátir.” Finnur Tómas gerði sig sekan um stór mistök sem skapaði mark 2 hjá Val, Rúnar var þakklátur fyrir að það skyldi ekki hafa úrslitaáhrif í leiknum. „Það hafði sem betur fer engin áhrif en svona læra menn og þegar við þorum loksins að gefa ungum strákum séns þá er mikilvægt að geta gert mistök og stígið aftur upp. Þrátt fyrir mistökin var hann mjög góður eftir það og lét þetta ekki á sig fá.” „Við náðum að snúa þessu við fyrir hann og sem betur fer situr hann ekki eftir með skömmina heima hjá sér og fúll með þessi mistök, auðvitað er hann fúll með mistökin en sem betur fer sýndum við karakter og unnum þennan leik.” Rúnar talaði um að þriðja markið hafi breytt leiknum sínum mönnum í vil. „Það er þetta þriðja mark sem skiptir okkur gífurlega miklu máli, eftir það höfum við trú á þessu og ennþá hálftími eftir. Við vorum búnir að ógna með hornspyrnum og nokkrum skotum en mér fannst vanta smá trú en hún kom sem betur fer í seinni hálfleik.” „Kom smá bakslag eftir annað mark þeirra en við sem betur fer kláruðum leikinn vel og náðum að koma til baka.” Hann sagði að lokum að það eru allir leikir erfiðir fyrir KR liðið en þeir hafa nú unnið Val og ÍA í seinustu tveimur leikjum sínum og fara síðan í heimsókn í krikann í næsta leik þar sem þeir mæta FH. „Þetta sögðu menn líka eftir leikinn gegn ÍA að þetta væri mikilvægur sigur en þetta eru allt erfiðir leikir og mikilvægir sigrar. Við töpuðum í Grindavík og við erum ekki búnir að vinna alla leiki.” „Deildin er jöfn og sterk og það eru frábær lið í þessari deild og ef Valur spilar svona áfram þá taka þeir fullt af stigum. FH næst úti og við töpuðum þar seinast 4-0 og við þurfum að laga það fyrir leikinn á sunnudaginn,” sagði Rúnar að lokum. Óli Jó: Erum í fallbaráttu og verðum að virða það Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals var myrkur í máli og svekktur eftir tap sinna manna gegn KR í kvöld. Hann átti erfitt með að útskýra hvað hefði úrskeiðis í kvöld. „Erfitt að segja fljótt eftir leik en við vorum í basli með að halda boltanum, sérstaklega eftir að við komumst í 2-0 og þá þorðum við ekki að spila þann bolta sem við erum vanir að spila og duttum alltof langt til baka.” Valsmenn voru í góðum málum eftir 50 mínútur í leiknum og voru líklegir að taka öll þrjú stigin, Óli sagði að það væri mjög svekkjandi að hafa misst þetta niður og tapað leiknum. „Mér finnst við vera með ágætis tök á leiknum og ekki í neinum teljandi vandræðum þannig. Þeir voru meira með boltann sem var uppleggið fyrir leik en við verðum að fara halda boltanum en við þorðum því ekki í kvöld.” Óli sagði ekki flókin ástæða fyrir því af hverju Sigurður Egill Lárusson var tekinn útaf eftir aðeins 55 mínútur en hann var meiddur. Hann sagði að lokum að liðið er ennþá í fallbaráttu og það verður bara að átta sig á því og haga sér samkvæmt því. „Við þurfum að fara tengja sigra, við erum í fallbaráttu og við verðum að virða það og haga okkur samkvæmt því,” sagði Óli að lokum. Pepsi Max-deild karla
KR tók á móti Íslandsmeisturum Vals í kvöld á Meistaravöllum en leikurinn var hluti af 9.umferð sem klárast í júlí. Valsmenn komust í 0-2 snemma í seinni hálfleik en KR-ingum tókst að snúa leiknum sér í vil og vinna frábæran sigur, 3-2. KR byrjaði betur og var sterkari aðilinn fyrstu 15 mínútur og það var því köld vatnsgusa í andlit þeirra þegar Valsmenn komust yfir eftir 16 mínútur. Þá unnu þeir boltann á miðjunni og sóttu hratt. Kristinn Freyr Sigurðsson og Andri Adolphsson léku boltanum vel á milli sín sem endaði á því að Kristinn Freyr var í góðu færi og átti skot að marki sem Beitir náði ekki að verja, 0-1 fyrir Val. KR tók aftur völdin eftir því og Valsmenn lögðust aftar á völlinn og treystu á skyndisóknir. Þeir voru nálægt því að jafna leikinn en Valsmenn björguðu á línu rétt fyrir hálfleik. Staðan í hálfleik 0-1 fyrir gestina. Það blés ekki byrlega fyrir KR í byrjun seinni hálfleiks en miðvörðurinn ungi Finnur Tómas Pálmason gerði sig þá sekan um mikil mistök þegar hann átti misheppnaða sendingu sem Valsmenn komust inn í. Þeir voru fljótir að komast í færi en Ólafur Karl Finsen fékk pláss fyrir utan teig KR og lét vaða, gott skot sem Beitir réð ekki við og staðan orðin 0-2! En KR-ingar gáfust ekki upp. Atli Sigurjónsson átti frábæra hornspyrnu á 58.mínútu sem Arnþór Ingi Kristinsson fleytti áfram og Pálmi Rafn Pálmason fyrirliði KR stýrði í markið, staðan orðin 1-2 í þessum frábæra leik. Eftir þetta fengu KR meiri trú á verkefninu og þeir keyrðu á Valsmenn. Það skilaði jöfnunarmarki aðeins 4 mínútum seinna þegar Alex Freyr Hilmarsson skoraði með góðu skoti. Fyrirgjöf frá hægri rataði á Tobias Thomsen sem kassaði boltann niður á Alex Freyr sem hamraði boltanum í markið, óverjandi fyrir Hannes Þór Halldórsson í marki Vals. Það var eiginlega aldrei spurning hvort liðið myndi klára þennan leik en KR liðið var með öll völd á vellinum og það var í rauninni aðeins tímaspursmál hvenær þeir myndu ná sigurmarkinu. Það kom loksins á 77.mínútu þegar þeir fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Þá mætti Pablo Punyed á svæðið og setti boltann í slánna og inn! Stórkostlegt mark hjá varamanninum og KR komið yfir í leiknum! Valsmenn reyndu hvað þeir gátu að jafna en því miður fyrir þá gekk það ekki og KR innbyrti sigur í kvöld! Frábær endurkoma hjá þeim og þeir fara á toppinn með 20 stig. Af hverju vann KR? Þeir voru sterkari aðilinn nánast allan leikinn en það vantaði eitthvað upp á að klára færin en eftir fyrsta markið var þetta einhvern veginn aldrei spurning. Þeir höfðu trú á verkefninu og sýndu karakter. Hverjir stóðu upp úr? Hjá heimamönnum var Tobias Thomsen öflugur, hann skoraði ekki í kvöld en hann vann vel fyrir liðið. Atli Sigurjónsson átti margar hættulegar hornspyrnur og meðal annars kom fyrsta mark KR upp úr einni. Hjá gestunum var Andri Adolphsson flottur, hann lagði upp bæði mörkin og skilaði fínu dagsverki. Ólafur Karl Finsen átti einnig fínan leik. Hvað gekk illa? Hjá KR gekk illa að klára færin í fyrri hálfleik en eftir fyrsta mark þeirra gekk allt upp. Hjá Val hrundi leikur liðsins eftir annað mark þeirra og þeir bökkuðu alltof mikið og ætluðum að halda fengnum hlut. Hvað gerist næst? KR fer í heimsókn í Kaplakrika næstkomandi sunnudag og mæta þar FH. Íslandsmeistarar Vals fá Grindavík í heimsókn einnig næsta sunnudag. Rúnar: Fengum trú eftir fyrsta markið okkar Rúnar Kristinsson þjálfari KR var hæstánægður með sína menn eftir endurkomusigur þeirra gegn Val í kvöld. Þeir lentu 0-2 undir snemma í seinni hálfleiknum en snéru leiknum sér í vil og unnu að lokum 3-2. „Ég er mjög ánægður með það hvernig við komum til baka. Við vorum staðráðnir í hálfleik að við ætluðum að snúa þessu við og það hræddi okkur aðeins þegar þeir skoruðu annað markið en við ætluðum að loka fyrir markið.” „Í stöðunni 2-0 var þetta erfitt en við höfðum trú og um leið og við minnkum muninn og ennþá hálftími eftir þá fannst mér við taka öll völd og strákarnir fengu þessa trú sem vantaði í fyrri hálfleik þar sem við vorum ekkert sérstaklega góðir þar sem var hræðsla í okkur.” „Þó að staða þeirra í deildinni er eins og hún er þá eru Valsmenn frábærir í fótbolta og þeir voru góðir í leiknum en við sýndum karakter og vorum með þessa geggjuðu áhorfendur hérna í dag sem gáfu okkur mikið og við erum þakklátir.” Finnur Tómas gerði sig sekan um stór mistök sem skapaði mark 2 hjá Val, Rúnar var þakklátur fyrir að það skyldi ekki hafa úrslitaáhrif í leiknum. „Það hafði sem betur fer engin áhrif en svona læra menn og þegar við þorum loksins að gefa ungum strákum séns þá er mikilvægt að geta gert mistök og stígið aftur upp. Þrátt fyrir mistökin var hann mjög góður eftir það og lét þetta ekki á sig fá.” „Við náðum að snúa þessu við fyrir hann og sem betur fer situr hann ekki eftir með skömmina heima hjá sér og fúll með þessi mistök, auðvitað er hann fúll með mistökin en sem betur fer sýndum við karakter og unnum þennan leik.” Rúnar talaði um að þriðja markið hafi breytt leiknum sínum mönnum í vil. „Það er þetta þriðja mark sem skiptir okkur gífurlega miklu máli, eftir það höfum við trú á þessu og ennþá hálftími eftir. Við vorum búnir að ógna með hornspyrnum og nokkrum skotum en mér fannst vanta smá trú en hún kom sem betur fer í seinni hálfleik.” „Kom smá bakslag eftir annað mark þeirra en við sem betur fer kláruðum leikinn vel og náðum að koma til baka.” Hann sagði að lokum að það eru allir leikir erfiðir fyrir KR liðið en þeir hafa nú unnið Val og ÍA í seinustu tveimur leikjum sínum og fara síðan í heimsókn í krikann í næsta leik þar sem þeir mæta FH. „Þetta sögðu menn líka eftir leikinn gegn ÍA að þetta væri mikilvægur sigur en þetta eru allt erfiðir leikir og mikilvægir sigrar. Við töpuðum í Grindavík og við erum ekki búnir að vinna alla leiki.” „Deildin er jöfn og sterk og það eru frábær lið í þessari deild og ef Valur spilar svona áfram þá taka þeir fullt af stigum. FH næst úti og við töpuðum þar seinast 4-0 og við þurfum að laga það fyrir leikinn á sunnudaginn,” sagði Rúnar að lokum. Óli Jó: Erum í fallbaráttu og verðum að virða það Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals var myrkur í máli og svekktur eftir tap sinna manna gegn KR í kvöld. Hann átti erfitt með að útskýra hvað hefði úrskeiðis í kvöld. „Erfitt að segja fljótt eftir leik en við vorum í basli með að halda boltanum, sérstaklega eftir að við komumst í 2-0 og þá þorðum við ekki að spila þann bolta sem við erum vanir að spila og duttum alltof langt til baka.” Valsmenn voru í góðum málum eftir 50 mínútur í leiknum og voru líklegir að taka öll þrjú stigin, Óli sagði að það væri mjög svekkjandi að hafa misst þetta niður og tapað leiknum. „Mér finnst við vera með ágætis tök á leiknum og ekki í neinum teljandi vandræðum þannig. Þeir voru meira með boltann sem var uppleggið fyrir leik en við verðum að fara halda boltanum en við þorðum því ekki í kvöld.” Óli sagði ekki flókin ástæða fyrir því af hverju Sigurður Egill Lárusson var tekinn útaf eftir aðeins 55 mínútur en hann var meiddur. Hann sagði að lokum að liðið er ennþá í fallbaráttu og það verður bara að átta sig á því og haga sér samkvæmt því. „Við þurfum að fara tengja sigra, við erum í fallbaráttu og við verðum að virða það og haga okkur samkvæmt því,” sagði Óli að lokum.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti