Sumarhreinsun fram undan hjá Solskjær á Old Trafford Hjörvar Ólafsson skrifar 19. júní 2019 15:00 Það er strembið verkefni sem býður Ole Gunnar Solskjær næstu árin við að byggja upp lið sem á að geta gert atlögu að titlum næstu árin. Óvíst er hvert framhaldið er hjá stærstu stjörnum liðsins og gamall leikmannahópur liðsins þarf nauðsynlega á endurnýjun að halda vísir/getty Norðmannsins Ole Gunnar Solskjær bíður ærið verkefni á Old Trafford í sumar en þar þarf hann að reisa við laskað stórveldi sem leikur utan Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla næsta vetur og hefur undanfarin ár verið fjarri því að vera líklegur kandídat til þess að berjast um enska meistaratitilinn. Stórstjörnur United stóðu sig fæstar í stykkinu á síðustu leiktíð og útlit er fyrir að ný sveit muni mæta til Manchester og fá þá ábyrgð á sínar herðar að færa bros á varir stuðningsmanna Manchester United. Þessa stundina er óvissa um framtíð nokkurra leikmanna sem myndað hafa hryggjarstykkið í liðinu en þeir eiga í samningaviðræðum við Ed Woodward, framkvæmdastjóra félagsins. Þannig er óvissa um hvort David De Gea semji til langframa við félagið eður ei, Paul Pogba hefur farið fram á mikla launahækkun til að halda honum hjá félaginu og lýst yfir áhuga á að fá nýja áskorun. Þá er ekki útséð með hvort Marcus Rashford vilji festa sig til framtíðar. Þar að auki hefur verið ýjað að því að Romelu Lukaku og Alexis Sánchez sem áttu að bera uppi sóknarleikinn á síðasta tímabili fari frá félaginu sem þýðir að liðið vantar sárlega góða leikmenn til að leiða sóknina næstu árin. Nú þegar hefur félagið tilkynnt að þjónustu Antonio Valencia og Ander Herrera við félagið sé lokið í bili hið minnsta og spurning hver framtíð leikmanna á borð við Eric Bailly, Marcos Rojo, Matteo Darmian, Nemanja Matic, Fred, Juan Mata verður. Ole Gunnar er byrjaður á sumarkaupunum en hann fékk velska vængmanninn Daniel James til liðs við sig frá Swansea City og þá hefur Crystal Palace hafnað tveimur tilboðum í bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka. Á stuttum tíma hefur erkifjendunum í Manchester City tekist að stinga nágranna sína af og þarf United að styrkja hópinn allverulega í þessum félagaskiptaglugga til að nálgast nágranna sína og erkifjendur. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Sjá meira
Norðmannsins Ole Gunnar Solskjær bíður ærið verkefni á Old Trafford í sumar en þar þarf hann að reisa við laskað stórveldi sem leikur utan Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla næsta vetur og hefur undanfarin ár verið fjarri því að vera líklegur kandídat til þess að berjast um enska meistaratitilinn. Stórstjörnur United stóðu sig fæstar í stykkinu á síðustu leiktíð og útlit er fyrir að ný sveit muni mæta til Manchester og fá þá ábyrgð á sínar herðar að færa bros á varir stuðningsmanna Manchester United. Þessa stundina er óvissa um framtíð nokkurra leikmanna sem myndað hafa hryggjarstykkið í liðinu en þeir eiga í samningaviðræðum við Ed Woodward, framkvæmdastjóra félagsins. Þannig er óvissa um hvort David De Gea semji til langframa við félagið eður ei, Paul Pogba hefur farið fram á mikla launahækkun til að halda honum hjá félaginu og lýst yfir áhuga á að fá nýja áskorun. Þá er ekki útséð með hvort Marcus Rashford vilji festa sig til framtíðar. Þar að auki hefur verið ýjað að því að Romelu Lukaku og Alexis Sánchez sem áttu að bera uppi sóknarleikinn á síðasta tímabili fari frá félaginu sem þýðir að liðið vantar sárlega góða leikmenn til að leiða sóknina næstu árin. Nú þegar hefur félagið tilkynnt að þjónustu Antonio Valencia og Ander Herrera við félagið sé lokið í bili hið minnsta og spurning hver framtíð leikmanna á borð við Eric Bailly, Marcos Rojo, Matteo Darmian, Nemanja Matic, Fred, Juan Mata verður. Ole Gunnar er byrjaður á sumarkaupunum en hann fékk velska vængmanninn Daniel James til liðs við sig frá Swansea City og þá hefur Crystal Palace hafnað tveimur tilboðum í bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka. Á stuttum tíma hefur erkifjendunum í Manchester City tekist að stinga nágranna sína af og þarf United að styrkja hópinn allverulega í þessum félagaskiptaglugga til að nálgast nágranna sína og erkifjendur.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Sjá meira