Gáttaður á glæfralegum framúrakstri rútubílstjóra við Þjórsá Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2019 21:54 Hér sést að litlu mátti muna að orðið hefði árekstur þar sem rútan ekur hratt á móti fólksbílnum. Skjáskot/Facebook Vörubílstjóri segist gáttaður á glæfralegum framúrakstri rútu á vegkafla við Þjórsá á Suðurlandi í kvöld. Atvikið náðist á myndband og hefur vakið töluverða hneykslan netverja. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Óskar F. Júlíusson vörubílstjóri var á leið frá Höfn í Hornafirði til Reykjavíkur þegar rútan ók fram úr honum um klukkan hálf 9 í kvöld. Óskar segir í samtali við Vísi að nýbúið sé að leggja klæðningu á veginn og því sé mikið um lausamöl á svæðinu. Hann fari því iðulega ekki mikið yfir 60 kílómetra hraða þegar hann ekur umræddan vegkafla. „Rútan fremst var nýbúin að taka fram úr mér á 90-100 kílómetra hraða með tilheyrandi steinkasti og svo kemur þessi snillingur. Eins og sést á myndbandinu beygi ég alveg út í kant og bremsa,“ segir Óskar í samtali við Vísi. „Manni var brugðið en þetta er að verða daglegt brauð hjá þessari stétt, hópferðabílstjórum. Það er svo mikið stress og læti í gangi að þetta er nánast daglegt að maður er að fá þá á ólöglegum hraða fram úr sér.“ Myndband af atvikunnáðist á upptökuvél í vörubíl Óskars. Hann birti myndbandið svo á Facebook-síðu sinni í kvöld og hefur það vakið töluverða hneykslan. Þá hefur því þegar verið deilt nokkuð víða en færslu Óskars má sjá hér að neðan. Í myndbandinu sést hvernig rútan, sem merkt er Hópbílum, tekur fram úr Óskari en fyrir framan hann er nokkurra bíla lest. Á móti rútunni kemur fólksbíll og litlu má muna að þar verði árekstur. Óskar hægir hins vegar á sér, rútan sveigir inn á hægri akrein og fólksbíllinn sem kemur á móti staðnæmist næstum því í vegkantinum. „Þetta er með því skuggalegra sem maður hefur lent í hvað þetta varðar. Ég hef alveg oft lent í framúrakstri sem er tæpur en þetta er það tæpasta sem maður hefur séð,“ segir Óskar. Guðjón Ármann Guðjónsson framkvæmdastjóri Hópbíla kvaðst ekki hafa séð myndbandið þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Þá sagði hann fyrirtækið fara eftir ákveðnum verklagsreglum en vildi ekki tjá sig frekar um málið.Myndbandið af framúrakstrinum má sjá í spilaranum hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Vörubílstjóri segist gáttaður á glæfralegum framúrakstri rútu á vegkafla við Þjórsá á Suðurlandi í kvöld. Atvikið náðist á myndband og hefur vakið töluverða hneykslan netverja. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Óskar F. Júlíusson vörubílstjóri var á leið frá Höfn í Hornafirði til Reykjavíkur þegar rútan ók fram úr honum um klukkan hálf 9 í kvöld. Óskar segir í samtali við Vísi að nýbúið sé að leggja klæðningu á veginn og því sé mikið um lausamöl á svæðinu. Hann fari því iðulega ekki mikið yfir 60 kílómetra hraða þegar hann ekur umræddan vegkafla. „Rútan fremst var nýbúin að taka fram úr mér á 90-100 kílómetra hraða með tilheyrandi steinkasti og svo kemur þessi snillingur. Eins og sést á myndbandinu beygi ég alveg út í kant og bremsa,“ segir Óskar í samtali við Vísi. „Manni var brugðið en þetta er að verða daglegt brauð hjá þessari stétt, hópferðabílstjórum. Það er svo mikið stress og læti í gangi að þetta er nánast daglegt að maður er að fá þá á ólöglegum hraða fram úr sér.“ Myndband af atvikunnáðist á upptökuvél í vörubíl Óskars. Hann birti myndbandið svo á Facebook-síðu sinni í kvöld og hefur það vakið töluverða hneykslan. Þá hefur því þegar verið deilt nokkuð víða en færslu Óskars má sjá hér að neðan. Í myndbandinu sést hvernig rútan, sem merkt er Hópbílum, tekur fram úr Óskari en fyrir framan hann er nokkurra bíla lest. Á móti rútunni kemur fólksbíll og litlu má muna að þar verði árekstur. Óskar hægir hins vegar á sér, rútan sveigir inn á hægri akrein og fólksbíllinn sem kemur á móti staðnæmist næstum því í vegkantinum. „Þetta er með því skuggalegra sem maður hefur lent í hvað þetta varðar. Ég hef alveg oft lent í framúrakstri sem er tæpur en þetta er það tæpasta sem maður hefur séð,“ segir Óskar. Guðjón Ármann Guðjónsson framkvæmdastjóri Hópbíla kvaðst ekki hafa séð myndbandið þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Þá sagði hann fyrirtækið fara eftir ákveðnum verklagsreglum en vildi ekki tjá sig frekar um málið.Myndbandið af framúrakstrinum má sjá í spilaranum hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira