Þrjú mörk tekin af Brössunum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. júní 2019 07:15 Myndbandsdómgæslan hafði áhrif á leik Brasilíu og Venesúela vísir/getty Myndbandsdómgæsla hefur látið mikið fyrir sér fara á stórmótum sumarsins í fótbolta, HM kvenna og Suður-Ameríkukeppninni. Hún tók tvö mörk af Brasilíumönnum í nótt. Brasilía byrjaði mótið á því að vinna Bólivíu en frammistaðan var þó ekki framúrskarandi. Stuðningsmenn þeirra voru ekkert sérstaklega sáttir eftir þann leik og bauluðu á liðið eftir leik Brasilíu gegn Venesúela í nótt. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli í leik þar sem Brasilía átti aðeins eitt skot á markið í fyrri hálfleik þrátt fyrir að hafa verið 75 prósent með boltan. Philippe Coutinho, Roberto Firmino og Gabriel Jesus náðu þó allir að koma boltanum í marknetið ekkert af þeim fékk að standa. Myndbandsdómarinn tók mörk Coutinho og Jesus af, mark Jesus vegna rangstöðu og í marki Coutinho var dæmt brot í aðdraganda marksins. Mark Firmino náði dómari leiksins sjálfur að dæma af vegna rangstöðu án hjálpar frá myndbandsdómaranum. „VAR náði þessu rétt. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta,“ sagði landsliðsþjálfari Brasilíu, Tite, eftir leikinn. Brasilía er þrátt fyrir allt á toppi riðils A því Perú og Venesúela gerðu jafntefli í opnunarleik sínum. Perú og Brasilía mætast í svo í lokaleik riðlakeppninnar. Copa América Fótbolti
Myndbandsdómgæsla hefur látið mikið fyrir sér fara á stórmótum sumarsins í fótbolta, HM kvenna og Suður-Ameríkukeppninni. Hún tók tvö mörk af Brasilíumönnum í nótt. Brasilía byrjaði mótið á því að vinna Bólivíu en frammistaðan var þó ekki framúrskarandi. Stuðningsmenn þeirra voru ekkert sérstaklega sáttir eftir þann leik og bauluðu á liðið eftir leik Brasilíu gegn Venesúela í nótt. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli í leik þar sem Brasilía átti aðeins eitt skot á markið í fyrri hálfleik þrátt fyrir að hafa verið 75 prósent með boltan. Philippe Coutinho, Roberto Firmino og Gabriel Jesus náðu þó allir að koma boltanum í marknetið ekkert af þeim fékk að standa. Myndbandsdómarinn tók mörk Coutinho og Jesus af, mark Jesus vegna rangstöðu og í marki Coutinho var dæmt brot í aðdraganda marksins. Mark Firmino náði dómari leiksins sjálfur að dæma af vegna rangstöðu án hjálpar frá myndbandsdómaranum. „VAR náði þessu rétt. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta,“ sagði landsliðsþjálfari Brasilíu, Tite, eftir leikinn. Brasilía er þrátt fyrir allt á toppi riðils A því Perú og Venesúela gerðu jafntefli í opnunarleik sínum. Perú og Brasilía mætast í svo í lokaleik riðlakeppninnar.