Búið að semja um þinglok Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2019 18:31 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. vísir/vilhelm Samkomulag um þinglok og afgreiðslu mála á Alþingi náðist nú fyrir skömmu. Formaður Miðflokksins segist sáttur við niðurstöðuna en samið hefur verið um að fresta þriðja orkupakkanum fram á síðsumarþing í byrjun september og einnig verður gildistöku frumvarps um innflutning á hráu kjöti frestað til áramóta. RÚV greindi fyrst frá málinu í kvöld. Fundað hefur verið um þinglok á Alþingi í dag en í síðustu viku virtist sem samkomulag væri í höfn. Það strandaði hins vegar á Miðflokknum og var þingfundi frestað á föstudag án samninga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir í samtali við Vísi að niðurstaðan feli í sér að umræða um 3. Orkupakkann muni bíða fram í lok ágúst eða byrjun september. Í millitíðinni muni Miðflokknum, og öðrum flokkum hafi þeir áhuga, tækifæri til að láta vinna sérfræðiálit um málið. Þá verði gildistöku frumvarps um innflutning á hráu kjöti frestað fram að áramótum og tíminn notaður til að meta áhrif af boðuðum mótvægisaðgerðum stjórnvalda. „Ég er mjög sáttur við þessa niðurstöðu vegna þess að hún býr til þetta tækifæri til að menn geti sest betur yfir málin, skoðað allt sem hefur verið að koma fram varðandi orkupakkann, og svo vonandi tekið afstöðu sem byggist á bestu fáanlegum upplýsingum,“ segir Sigmundur. Hann segir að framhaldið velti á því hvað þingið vinni hratt næstu daga. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar liggur til dæmis ekki fyrir enn. Þinglok gætu þó orðið á morgun eða hinn, að sögn Sigmundar.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/VilhelmKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 í kvöldfréttum að samkomulagið væri í takt við það sem hún lagði sjálf til fyrir ekki svo löngu síðan. „Ég [vil] minna á að hér náðist samkomulag í síðustu viku við fjóra aðra flokka í stjórnarandstöðunni um tilteknar breytingar á tilteknum málum og að einu máli yrði frestað. Eðli þess samkomulags sem náði hér í dag er algjörlega sambærilegt því sem ég lagði til fyrir nokkrum vikum.“ Samkomulagið feli m.a. í sér að þriðji orkupakkinn verði afgreiddur á stuttu síðsumarþingi í lok ágúst og byrjun september, svokölluðum „stubbi“ á þinginu sem nú er að ljúka. Enginn sérfræðingahópur um málið verði hins vegar skipaður, líkt og Miðflokksmenn fóru fram á í síðustu viku, en á það hafi ekki verið fallist. Þá hafi miðflokkurinn lagt áherslu á eitt þingmannamál eins og aðrir stjórnarandstöðuflokkar. „Það sem að ég tel stóra málið í þessu samkomulagi er að aðilar gangast undir þá grundvallarreglu að vilji meirihlutans í þessu máli verði leiddur fram og þá tel ég það ekki öllu skipta nákvæmlega hvenær það verður gert,“ sagði Katrín.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Hundrað ára heiðursfólk fagnaði lífinu Fjölmenni var samankomið á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag þegar boðið var til veislu til heiðurs þeim sem fagna eitt hundrað ára afmæli á árinu. 18. júní 2019 16:12 Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur funda um þinglok Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. 18. júní 2019 11:13 Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira
Samkomulag um þinglok og afgreiðslu mála á Alþingi náðist nú fyrir skömmu. Formaður Miðflokksins segist sáttur við niðurstöðuna en samið hefur verið um að fresta þriðja orkupakkanum fram á síðsumarþing í byrjun september og einnig verður gildistöku frumvarps um innflutning á hráu kjöti frestað til áramóta. RÚV greindi fyrst frá málinu í kvöld. Fundað hefur verið um þinglok á Alþingi í dag en í síðustu viku virtist sem samkomulag væri í höfn. Það strandaði hins vegar á Miðflokknum og var þingfundi frestað á föstudag án samninga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir í samtali við Vísi að niðurstaðan feli í sér að umræða um 3. Orkupakkann muni bíða fram í lok ágúst eða byrjun september. Í millitíðinni muni Miðflokknum, og öðrum flokkum hafi þeir áhuga, tækifæri til að láta vinna sérfræðiálit um málið. Þá verði gildistöku frumvarps um innflutning á hráu kjöti frestað fram að áramótum og tíminn notaður til að meta áhrif af boðuðum mótvægisaðgerðum stjórnvalda. „Ég er mjög sáttur við þessa niðurstöðu vegna þess að hún býr til þetta tækifæri til að menn geti sest betur yfir málin, skoðað allt sem hefur verið að koma fram varðandi orkupakkann, og svo vonandi tekið afstöðu sem byggist á bestu fáanlegum upplýsingum,“ segir Sigmundur. Hann segir að framhaldið velti á því hvað þingið vinni hratt næstu daga. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar liggur til dæmis ekki fyrir enn. Þinglok gætu þó orðið á morgun eða hinn, að sögn Sigmundar.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/VilhelmKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 í kvöldfréttum að samkomulagið væri í takt við það sem hún lagði sjálf til fyrir ekki svo löngu síðan. „Ég [vil] minna á að hér náðist samkomulag í síðustu viku við fjóra aðra flokka í stjórnarandstöðunni um tilteknar breytingar á tilteknum málum og að einu máli yrði frestað. Eðli þess samkomulags sem náði hér í dag er algjörlega sambærilegt því sem ég lagði til fyrir nokkrum vikum.“ Samkomulagið feli m.a. í sér að þriðji orkupakkinn verði afgreiddur á stuttu síðsumarþingi í lok ágúst og byrjun september, svokölluðum „stubbi“ á þinginu sem nú er að ljúka. Enginn sérfræðingahópur um málið verði hins vegar skipaður, líkt og Miðflokksmenn fóru fram á í síðustu viku, en á það hafi ekki verið fallist. Þá hafi miðflokkurinn lagt áherslu á eitt þingmannamál eins og aðrir stjórnarandstöðuflokkar. „Það sem að ég tel stóra málið í þessu samkomulagi er að aðilar gangast undir þá grundvallarreglu að vilji meirihlutans í þessu máli verði leiddur fram og þá tel ég það ekki öllu skipta nákvæmlega hvenær það verður gert,“ sagði Katrín.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Hundrað ára heiðursfólk fagnaði lífinu Fjölmenni var samankomið á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag þegar boðið var til veislu til heiðurs þeim sem fagna eitt hundrað ára afmæli á árinu. 18. júní 2019 16:12 Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur funda um þinglok Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. 18. júní 2019 11:13 Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira
Hundrað ára heiðursfólk fagnaði lífinu Fjölmenni var samankomið á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag þegar boðið var til veislu til heiðurs þeim sem fagna eitt hundrað ára afmæli á árinu. 18. júní 2019 16:12
Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur funda um þinglok Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. 18. júní 2019 11:13
Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50