Frá Como í fossana á Suðurlandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2019 12:54 Stjörnuparið Rúrik og Nathalia við Como-vatn um helgina. Þau höfðu fataskipti áður en þau hlupu bak við íslenska fossa á Suðurlandinu. Instagram/@rurikgislason Lúsmý sem hrellt hefur landsmenn á suðvesturhorninu undanfarna daga virðist ekki hafa ná til ofurparsins Rúriks Gíslasonar og Nathaliu Soliani. Landsliðsmaðurinn og brasilíska fyrirsætan og kærasta hans eru komin til baka úr brúðkaupi Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa Þórs Sigurðssonar sem fram fór við Como vatn á Ítalíu á laugardaginn. Rúrik og Nathalia eiga það sameiginlegt að njóta mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og miðla því sem á daga þeirra drífur. Í gær rúntuðu þau um Þjóðveg 1 austur fyrir fjall og var greinilegt að Nathalia var heilluð af íslensku lúpínunni. Rúrik sat við stýrið og bauð meðal annars upp á íslenskt rapp og var stoppað hjá helstu kennileitum. Má nefna Seljalandsfoss þar sem gengið var aftur fyrir fossinn eins og lög gera ráð fyrir. Í framhaldinu var farið að hinum minna þekkta Gljúfrabúa þar sem Nathalia hló að Rúriki sem tókst ekki áfallalaust að stikla á steinum. Þau slökuðu svo á í heita pottinum á Hótel Rangá þar sem þau virðast hafa gist í nótt. Nathalia er í rómantískum gír og segir Ísland hafa stolið hjarta sínu í annað skiptið. Er hún væntanlega að vísa til þess að Rúrik hafi gert það í fyrsta skiptið. View this post on InstagramOh well ...Iceland stole my heart once , guess now one more time #SWIPE A post shared by NATHALIA SOLIANI (@nathaliasoliani_) on Jun 17, 2019 at 4:21pm PDT Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
Lúsmý sem hrellt hefur landsmenn á suðvesturhorninu undanfarna daga virðist ekki hafa ná til ofurparsins Rúriks Gíslasonar og Nathaliu Soliani. Landsliðsmaðurinn og brasilíska fyrirsætan og kærasta hans eru komin til baka úr brúðkaupi Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa Þórs Sigurðssonar sem fram fór við Como vatn á Ítalíu á laugardaginn. Rúrik og Nathalia eiga það sameiginlegt að njóta mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og miðla því sem á daga þeirra drífur. Í gær rúntuðu þau um Þjóðveg 1 austur fyrir fjall og var greinilegt að Nathalia var heilluð af íslensku lúpínunni. Rúrik sat við stýrið og bauð meðal annars upp á íslenskt rapp og var stoppað hjá helstu kennileitum. Má nefna Seljalandsfoss þar sem gengið var aftur fyrir fossinn eins og lög gera ráð fyrir. Í framhaldinu var farið að hinum minna þekkta Gljúfrabúa þar sem Nathalia hló að Rúriki sem tókst ekki áfallalaust að stikla á steinum. Þau slökuðu svo á í heita pottinum á Hótel Rangá þar sem þau virðast hafa gist í nótt. Nathalia er í rómantískum gír og segir Ísland hafa stolið hjarta sínu í annað skiptið. Er hún væntanlega að vísa til þess að Rúrik hafi gert það í fyrsta skiptið. View this post on InstagramOh well ...Iceland stole my heart once , guess now one more time #SWIPE A post shared by NATHALIA SOLIANI (@nathaliasoliani_) on Jun 17, 2019 at 4:21pm PDT
Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira