Marta sú markahæsta í sögu HM eftir sigurmarkið gegn Ítalíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Marta fagnar sigurmarkinu.
Marta fagnar sigurmarkinu. vísir/getty
Brasilía er komið í 16-liða úrslitin á HM kvenna í Frakklandi eftir að hafa unnið 1-0 sigur á Ítalíu í lokaumferð C-riðilsins í kvöld.

Fyrsta og eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu á 74. mínútu en brasilíska goðsögnin Marta skoraði örugglega úr vítaspyrnuni.







Með markinu varð Marta sú markahæsta í sögu HM en hún hefur skorað saujtán mörk á þeim heimsmeistaramótum sem hún hefur tekið þátt í.

Sigurinn dugar Brasilíu þó bara í þriðja sætið en þeir áfram í 16-liða úrslitin sem eitt af liðunum með besta árangurinn í þriðja sætinu.

Ítalía endar á toppi riðilsins þrátt fyrir tap kvöldsins.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira