Guðbjörg eftir fyrsta landsleikinn í rúma níu mánuði: „Líður eins og ég sé allavega fimm árum yngri“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2019 19:58 Guðbjörg lék sinn 64. landsleik í dag. vísir/getty Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð á milli stanganna hjá íslenska kvennalandsliðinu í sigrinum á Finnlandi, 0-2, í vináttulandsleik í Espoo í dag. Þetta var fyrsti landsleikur Guðbjargar í rúma níu mánuði, eða síðan Ísland gerði 1-1 jafntefli við Tékkland í lokaleik sínum í undankeppni HM 2019 í byrjun september í fyrra. Markvörðurinn gekkst skömmu síðar undir aðgerð á hásin og var frá í nokkra mánuði. „Það er gott að vera komin til baka eftir að hafa verið frá í hálft ár. Nú get ég loksins lagt Tékkaleikinn frá mér,“ sagði Guðbjörg eftir sigurinn í dag. „Það er mjög gott að klára þetta með sigri, halda hreinu og skora tvö góð mörk. Við héldum líka hreinu í síðasta leik. Hvað vörnina varðar var þetta frábær ferð,“ bætti Guðbjörg við en fyrri leikur Íslands og Finnlands endaði með markalausu jafntefli. Guðbjörg kveðst fegin að vera komin aftur út á völlinn og klæðast landsliðstreyjunni á ný eftir meiðslin erfiðu. „Þetta er geggjað. Mér líður eins og ég sé allavega fimm árum yngri. Mér var búið að vera illt í hásininni í tvö tímabil og þurfti að fara í þessa aðgerð. Það var annað hvort það eða hætta í fótbolta. Mér finnst ég vera í allt öðru standi núna,“ sagði Guðbjörg. Viðtalið við hana í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Guðbjörg Gunnarsdóttir lék sinn fyrsta leik með liðinu síðan gegn Tékklandi á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2019.#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/2Hp8aSiXb5 — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 17, 2019 EM 2021 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Elín Metta næst því að skora í markalausu jafntefli við Finna Ekkert mark var skorað í vináttulandsleik Íslands og Finnlands í Turku í dag. 13. júní 2019 17:15 Fimm breytingar á milli leikja | Áslaug Munda í byrjunarliðinu í fyrsta sinn Ísland og Finnland mætast í vináttulandsleik í Espoo í dag. 17. júní 2019 14:34 Dagný jafnaði við Ásthildi Dagný Brynjarsdóttir skoraði sitt 23. landsliðsmark þegar Ísland lagði Finnlandi að velli, 0-2, í vináttulandsleik í dag. 17. júní 2019 19:00 Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Ísland vann Finnland í síðasta leik sínum fyrir undankeppni EM 2021. 17. júní 2019 17:15 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð á milli stanganna hjá íslenska kvennalandsliðinu í sigrinum á Finnlandi, 0-2, í vináttulandsleik í Espoo í dag. Þetta var fyrsti landsleikur Guðbjargar í rúma níu mánuði, eða síðan Ísland gerði 1-1 jafntefli við Tékkland í lokaleik sínum í undankeppni HM 2019 í byrjun september í fyrra. Markvörðurinn gekkst skömmu síðar undir aðgerð á hásin og var frá í nokkra mánuði. „Það er gott að vera komin til baka eftir að hafa verið frá í hálft ár. Nú get ég loksins lagt Tékkaleikinn frá mér,“ sagði Guðbjörg eftir sigurinn í dag. „Það er mjög gott að klára þetta með sigri, halda hreinu og skora tvö góð mörk. Við héldum líka hreinu í síðasta leik. Hvað vörnina varðar var þetta frábær ferð,“ bætti Guðbjörg við en fyrri leikur Íslands og Finnlands endaði með markalausu jafntefli. Guðbjörg kveðst fegin að vera komin aftur út á völlinn og klæðast landsliðstreyjunni á ný eftir meiðslin erfiðu. „Þetta er geggjað. Mér líður eins og ég sé allavega fimm árum yngri. Mér var búið að vera illt í hásininni í tvö tímabil og þurfti að fara í þessa aðgerð. Það var annað hvort það eða hætta í fótbolta. Mér finnst ég vera í allt öðru standi núna,“ sagði Guðbjörg. Viðtalið við hana í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Guðbjörg Gunnarsdóttir lék sinn fyrsta leik með liðinu síðan gegn Tékklandi á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2019.#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/2Hp8aSiXb5 — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 17, 2019
EM 2021 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Elín Metta næst því að skora í markalausu jafntefli við Finna Ekkert mark var skorað í vináttulandsleik Íslands og Finnlands í Turku í dag. 13. júní 2019 17:15 Fimm breytingar á milli leikja | Áslaug Munda í byrjunarliðinu í fyrsta sinn Ísland og Finnland mætast í vináttulandsleik í Espoo í dag. 17. júní 2019 14:34 Dagný jafnaði við Ásthildi Dagný Brynjarsdóttir skoraði sitt 23. landsliðsmark þegar Ísland lagði Finnlandi að velli, 0-2, í vináttulandsleik í dag. 17. júní 2019 19:00 Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Ísland vann Finnland í síðasta leik sínum fyrir undankeppni EM 2021. 17. júní 2019 17:15 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Elín Metta næst því að skora í markalausu jafntefli við Finna Ekkert mark var skorað í vináttulandsleik Íslands og Finnlands í Turku í dag. 13. júní 2019 17:15
Fimm breytingar á milli leikja | Áslaug Munda í byrjunarliðinu í fyrsta sinn Ísland og Finnland mætast í vináttulandsleik í Espoo í dag. 17. júní 2019 14:34
Dagný jafnaði við Ásthildi Dagný Brynjarsdóttir skoraði sitt 23. landsliðsmark þegar Ísland lagði Finnlandi að velli, 0-2, í vináttulandsleik í dag. 17. júní 2019 19:00
Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Ísland vann Finnland í síðasta leik sínum fyrir undankeppni EM 2021. 17. júní 2019 17:15