Sumarsmellur Ingó og Gumma Tóta kveikti í Bjarka Má Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 16. júní 2019 18:37 Bjarki Már Elísson vísir/andri marinó Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði í dag farseðil sinn inn á EM í handbolta 2020 með 32-22 sigri á Tyrkjum í Laugardalshöllinni. Bjarki Már Elísson var frábær í dag með 11 mörk úr 13 tilraunum. „Okkur langaði bara að fara með sigur inn í sumarfrí. Það var vont bragð í munninum eftir leikinn við Grikki. Við ætluðum okkur að fara með góða skapið inn í sumarfrí og við náðum því,” sagði Bjarki Már Elísson eftir leik dagsins. Bjarki Már spilaði bara í seinni hálfleik í dag en skoraði samt 11 mörk. En ætli hann hafi skorað svona mörg mörk í einum hálfleik áður? „Ég man ekki til þess. Þetta er ánægjulegt bara. Skemmtilegt að fá öll þessi auðveldu mörk, ég er mjög sáttur.” Mörg af þessum mörkum komu úr hraðaupphlaupum þar sem Viktor Gísli Hallgrímsson markmaður Íslands gaf boltann á Bjarka. Viktor var að verja vel og fann Bjarki oft á ferðinni. Bjarki var í stuði eftir að hafa heyrt góða tónlist í hálfleik. „Þegar hann ver boltann og sendir fram er það mjög gaman, annars ekki. Ég var búinn að segja við hann áður en seinni hálfleikurinn byrjaði að ég væri í stuði í dag. Ég var í stuði vegna þess að í hálfleik heyrði ég nýja sumarlagið með Kingó Veðurguð og Gumma Tóta. Þá sagði ég honum að vera tilbúinn að henda honum fram á mig og það var mjög gaman.” Arnór Þór Gunnarsson herbergisfélagi Bjarka í landsliðinu sagði skömmu áður í viðtali við Vísi að Bjarki hafi verið á sníkjunni í leik dagsins. Að vera á sníkjunni er að sníkja sér fram í skyndisóknir til að vera á undan vörninni tilbaka. „Já ég er sammála því. Ég lærða það af honum, hann er alltaf á sníkjunni sko. Ég er búinn að vera með honum í herbergi núna í 2 ár í landsliðinu. Ég er búinn að læra helstu brellurnar við að vera á sníkjunni hann er mjög góður í því.” EM 2020 í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði í dag farseðil sinn inn á EM í handbolta 2020 með 32-22 sigri á Tyrkjum í Laugardalshöllinni. Bjarki Már Elísson var frábær í dag með 11 mörk úr 13 tilraunum. „Okkur langaði bara að fara með sigur inn í sumarfrí. Það var vont bragð í munninum eftir leikinn við Grikki. Við ætluðum okkur að fara með góða skapið inn í sumarfrí og við náðum því,” sagði Bjarki Már Elísson eftir leik dagsins. Bjarki Már spilaði bara í seinni hálfleik í dag en skoraði samt 11 mörk. En ætli hann hafi skorað svona mörg mörk í einum hálfleik áður? „Ég man ekki til þess. Þetta er ánægjulegt bara. Skemmtilegt að fá öll þessi auðveldu mörk, ég er mjög sáttur.” Mörg af þessum mörkum komu úr hraðaupphlaupum þar sem Viktor Gísli Hallgrímsson markmaður Íslands gaf boltann á Bjarka. Viktor var að verja vel og fann Bjarki oft á ferðinni. Bjarki var í stuði eftir að hafa heyrt góða tónlist í hálfleik. „Þegar hann ver boltann og sendir fram er það mjög gaman, annars ekki. Ég var búinn að segja við hann áður en seinni hálfleikurinn byrjaði að ég væri í stuði í dag. Ég var í stuði vegna þess að í hálfleik heyrði ég nýja sumarlagið með Kingó Veðurguð og Gumma Tóta. Þá sagði ég honum að vera tilbúinn að henda honum fram á mig og það var mjög gaman.” Arnór Þór Gunnarsson herbergisfélagi Bjarka í landsliðinu sagði skömmu áður í viðtali við Vísi að Bjarki hafi verið á sníkjunni í leik dagsins. Að vera á sníkjunni er að sníkja sér fram í skyndisóknir til að vera á undan vörninni tilbaka. „Já ég er sammála því. Ég lærða það af honum, hann er alltaf á sníkjunni sko. Ég er búinn að vera með honum í herbergi núna í 2 ár í landsliðinu. Ég er búinn að læra helstu brellurnar við að vera á sníkjunni hann er mjög góður í því.”
EM 2020 í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira