Handbolti

Erlingur með Holland á EM í fyrsta skipti í sögunni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Erlingur er þjálfari karlaliðs íBV og hollenska landsliðsins
Erlingur er þjálfari karlaliðs íBV og hollenska landsliðsins vísir/vilhelm
Erlingur Richardsson stýrði Hollandi inn á EM í handbolta í fyrsta skipti í sögunni í dag.

Holland vann Lettland, sem hafði nú þegar tryggt sæti sitt á EM, 25-21 í lokaleik sínum í undankeppninni. Holland var 13-11 yfir í hálfleik og gaf Lettum ekki færi á því að jafna leikinn.

Sigurinn tryggði Hollendingum þriðja sætið í riðlinum en Holland var eitt fjögurra bestu liðanna í þriðja sæti og fer því inn í lokakeppni EM.

Pólland tryggði sæti sitt á EM með þriggja marka sigri á Ísrael. Sviss hélt öðru sætinu í riðli tvö þrátt fyrir eins marks tap gegn Serbíu. Serbar fylgja Svisslendingum þó á EM sem eitt af bestu liðunum í þriðja sæti.

Í riðli fimm var allt opið fyrir þessa lokaumferð, fyrir utan það að Finnar voru úr leik. Bosnía og Herzegóvína vann eins marks útisigur á Tékkum á meðan Hvítrússar unnu Finna 40-15. Öll liðin enduðu með átta stig og fara öll áfram á EM.

Svartfjallaland vann 27-21 sigur á Úkraínu og tryggði sér annað sæti í riðli 8 en Úkraínumenn fara áfram úr þriðja sætinu.

Þau 24 lið sem spila í lokakeppni EM í Noregi, Svíþjóð og Austurríki eru:

Austurríki

Bosnía og Herzegóvína

Hvíta-Rússland

Króatía

Tékkland

Danmörk

Spánn

Frakkland

Þýskaland

Ungverjaland

ÍSLAND

Lettland

Norður-Makedónía

Svartfjallaland

Holland

Noregur

Pólland

Portúgal

Rússland

Slóvenía

Serbía

Sviss

Svíþjóð

Úkraína




Fleiri fréttir

Sjá meira


×