Arnór: „Svöruðum síðasta leik vel“ Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 16. júní 2019 18:19 Arnór Þór Gunnarsson vísir/andri marinó Íslenska karla landsliðið í handbolta vann 32-22 gegn Tyrkjum í dag í undankeppni EM í handbolta. Sigurinn tryggði liðinu á EM en þetta var síðasti leikurinn í undankeppninni. Arnór Þór Gunnarsson hægri hornamaður Íslands skilaði fínu dagsverki í dag en hann skoraði 6 mörk úr 6 tilraunum. „Ég er mjög ánægður. Við svöruðum síðasta leik vel. Við komum einbeittir inn í leikinn og ætluðum að vinna þennan leik. Við hefðum getað tapað leiknum með 10 mörkum en samt komist á EM. Við hugsuðum samt bara um að vinna leikinn og það er það sem skiptir mestu máli,” sagði Arnór Þór Gunnarsson hægri hornamaður íslenska landsliðsins eftir leik dagsins. Ísland endaði í öðru sæti í riðlinum. En þeir töpuðu einungis einum leik sem var heimaleikurinn gegn Norður-Makedóníu. Ísland gerði síðan jafntefli gegn Grikkjum og Norður-Makedóníu á útivelli. „Við töpum bara einum leik í allri undankeppnininni. Ég er auðvitað bara sáttur með það. Það er kannski bara heimaleikurinn hérna á móti Norður-Makedóníu sem svíður aðeins. Ef við hefðum unnið þann leik hefðum við verið efstir í riðlinum. Við verðum bara að halda áfram að byggja á því sem við höfum verið að gera og læra af mistökunum.” Einungis þrjú mörk skildu liðin að í hálfleik en síðan setti Ísland í fluggírinn í seinni hálfleik. Arnór var þó ekkert óánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik enda gerast góðir hlutir oft hægt. „Nútímahandbolti er bara orðinn þannig að það tekur tíma að brjóta upp varnir andstæðingsins. Það tók okkur 30 mínútur og svo gengum við bara á lagið í síðari hálfleik. “ Bjarki Már Elísson var stórkostlegur í seinni hálfleik, hann skoraði 11 mörk úr 13 skotum þrátt fyrir að spila bara þessar 30 mínútur. Flest mörk Bjarka komu úr hraðaupphlaupum eins og Arnór orðar síðan skemmtilega. „Við spiluðum frábæra vörn eiginlega allan leikinn og svo komu þessi hraðaupphlaup. Bjarki var á sníkjunni og skoraði sín 11 mörk þarna í seinni hálfleik. Sem er bara frábært hjá honum en svona er að vera á sníkjunni.” EM 2020 í handbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Íslenska karla landsliðið í handbolta vann 32-22 gegn Tyrkjum í dag í undankeppni EM í handbolta. Sigurinn tryggði liðinu á EM en þetta var síðasti leikurinn í undankeppninni. Arnór Þór Gunnarsson hægri hornamaður Íslands skilaði fínu dagsverki í dag en hann skoraði 6 mörk úr 6 tilraunum. „Ég er mjög ánægður. Við svöruðum síðasta leik vel. Við komum einbeittir inn í leikinn og ætluðum að vinna þennan leik. Við hefðum getað tapað leiknum með 10 mörkum en samt komist á EM. Við hugsuðum samt bara um að vinna leikinn og það er það sem skiptir mestu máli,” sagði Arnór Þór Gunnarsson hægri hornamaður íslenska landsliðsins eftir leik dagsins. Ísland endaði í öðru sæti í riðlinum. En þeir töpuðu einungis einum leik sem var heimaleikurinn gegn Norður-Makedóníu. Ísland gerði síðan jafntefli gegn Grikkjum og Norður-Makedóníu á útivelli. „Við töpum bara einum leik í allri undankeppnininni. Ég er auðvitað bara sáttur með það. Það er kannski bara heimaleikurinn hérna á móti Norður-Makedóníu sem svíður aðeins. Ef við hefðum unnið þann leik hefðum við verið efstir í riðlinum. Við verðum bara að halda áfram að byggja á því sem við höfum verið að gera og læra af mistökunum.” Einungis þrjú mörk skildu liðin að í hálfleik en síðan setti Ísland í fluggírinn í seinni hálfleik. Arnór var þó ekkert óánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik enda gerast góðir hlutir oft hægt. „Nútímahandbolti er bara orðinn þannig að það tekur tíma að brjóta upp varnir andstæðingsins. Það tók okkur 30 mínútur og svo gengum við bara á lagið í síðari hálfleik. “ Bjarki Már Elísson var stórkostlegur í seinni hálfleik, hann skoraði 11 mörk úr 13 skotum þrátt fyrir að spila bara þessar 30 mínútur. Flest mörk Bjarka komu úr hraðaupphlaupum eins og Arnór orðar síðan skemmtilega. „Við spiluðum frábæra vörn eiginlega allan leikinn og svo komu þessi hraðaupphlaup. Bjarki var á sníkjunni og skoraði sín 11 mörk þarna í seinni hálfleik. Sem er bara frábært hjá honum en svona er að vera á sníkjunni.”
EM 2020 í handbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira