Handbolti

Viktor Gísli: „Draumur í dós“

Víkingur Goði Sigurðarson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson
Viktor Gísli Hallgrímsson vísir/andri marinó
Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði í dag farseðil sinn inn á EM í handbolta 2020 með 32-22 sigri á Tyrkjum í Laugardalshöllinni. Viktor Gísli Hallgrímsson var stórkostlegur í leiknum en hann var með 51 prósenta markvörslu og fullt af stoðsendingum yfir allan völlinn.

„Þetta er náttúrulega bara geggjað sko. Draumur í dós,” sagði um Viktor um frammistöðu sína í leiknum.

Viktor er ennþá unglingur en hann er fæddur árið 2000. Hann hefur ekki ennþá farið á stórmót en það eru einhverjar líkur á að hann fái að taka þátt fyrir hönd Íslands í janúar.

„Ég er mjög spenntur fyrir EM. Það er auðvitað alltaf draumur að fara á stórmót með A-landsliðinu.” 

Viktor skrifaði á dögunum undir hjá danska úrvalsdeildarfélaginu GOG. Viktor ætlar sér að nýta tækifærið hjá GOG til að sanna sig frekar fyrir landsliðsþjálfurunum og tryggja veru sína í landsliðshópnum fyrir EM.

„Ég ætla að æfa vel og síðan standa mig vel í dönsku deildinni. Ég fer þangað út núna í lok sumars.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×