Gylfi og Alexandra gengu í það heilaga Andri Eysteinsson skrifar 15. júní 2019 22:09 Alexandra Helga og Gylfi Þór á EM 2016. Getty Það hefur vart farið fram hjá neinum að brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur fór fram í dag. Engu var til sparað og var brúðkaupið haldið í stórkostlegu umhverfi við Como-vatn í norðurhluta Ítalíu. Ítalska höllin Villa Balbiano við bæinn Ossuccio við Como-vatn varð fyrir valinu og var þar haldin glæsileg brúðkaupsathöfn ásamt því að slegið var upp veislu.Aron Can, Bríet og Jökull úr Kaleo fluttu öll lög fyrir hjónin.InstagramMikill fjöldi prúðbúinna gesta var á svæðinu og má þar nefna landsliðsmenn á borð við Aron Einar Gunnarsson, Rúrik Gíslason og Alfreð Finnbogason, ásamt eiginkonum og kærustum. Þá voru á svæðinu einnig vinkonur Alexöndru eins og Trendnet bloggarana Fanney Ingvarsdóttur, ungfrú Ísland 2010 og Pöttru Sriyanonge, fyrirsætuna og markaðsstjóra World Class, Birgittu Líf Björnsdóttur auk fleiri þekktra íslenskra andlita. Þá voru meðal gesta fyrrverandi liðsfélagar Gylfa. Velski fyrrverandi landsliðsmaðurinn Simon Church, sem lék með Gylfa hjá Reading var meðal gesta ásamt fyrrverandi fyrirliða Tottenham, varnarmanninum Ledley King sem gerði sér ferð til Ítalíu ásamt eiginkonu sinni Amy King. Þá var einnig á svæðinu leikkonan Julie Benz sem gerði garðinn frægan með leik sínum í Dexter þáttunum, þar sem hún lék Ritu Bennett, auk þess að hún lék hlutverk Dörlu í Buffy the Vampire Slayer. Benz samgladdist Gylfa og Alexöndru ásamt eiginkanni sínum Rich Orosco sem starfar hjá bandaríska knattspyrnuliðinu Los Angeles FC.Sóli Hólm, Jón Jónsson og Friðrik Dór skemmtu brúðkaupsgestum við Como-vatn.InstagramEftir athöfnina fallegu var komið að veisluhöldunum. Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór voru veislustjórar og stigu á svið, það gerði einnig skemmtikrafturinn Sóli Hólm en fyrr um daginn hafði söngkonan Bríet flutt sína fögru tóna. Síðar í athöfninni var komið að hvítklæddum Jökli úr Kaleo sem lék á gítar og flutti nokkur lög. Síðar um kvöldið þegar leikar tóku að æsast steig rapparinn Aron Can á svið, söngkonan Bríet sneri þá aftur og fluttu þau lag sitt, FEIMIN(N). Þá hefur einnig sést til rapparans úr Kópavogi, Herra Hnetusmjörs í veislunni.Aron Einar Gunnarsson, Ledley King. Herra Hnetusmjör og Sverrir Ingi Ingason.Instagram/AronGunnarsson Ingason15Til heiðurs brúðhjónunum var boðið upp á glæsilega flugeldasýningu við vatnið fallega. Hægt var að fylgjast með gangi mála á Instagram með hashtaginu #LexaSig. Sjá má valdar myndir af Instagram hér að neðan. View this post on Instagram#lexasig A post shared by Hörður Magnússon (@hordurmagnusson) on Jun 15, 2019 at 9:16am PDT View this post on InstagramVið getum vel vanist því að fara í brúðkaup á Ítalíu á hverju ári. #lexasig A post shared by Fanney Ingvarsdóttir (@fanneyingvars) on Jun 15, 2019 at 12:34pm PDT View this post on Instagram#LexaSig A post shared by Elsa Harðar (@elsahardar) on Jun 15, 2019 at 7:05am PDT View this post on InstagramWhat a wedding #lexasig A post shared by Margrét Vala Björgvinsdóttir (@margretvalab) on Jun 15, 2019 at 11:38am PDT View this post on InstagramCelebrating love in Lake Como @alexandrahelga + @gylfisig23 A post shared by Julie Benz (@juliebenzmft) on Jun 14, 2019 at 9:15pm PDT Ítalía Tímamót Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Það hefur vart farið fram hjá neinum að brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur fór fram í dag. Engu var til sparað og var brúðkaupið haldið í stórkostlegu umhverfi við Como-vatn í norðurhluta Ítalíu. Ítalska höllin Villa Balbiano við bæinn Ossuccio við Como-vatn varð fyrir valinu og var þar haldin glæsileg brúðkaupsathöfn ásamt því að slegið var upp veislu.Aron Can, Bríet og Jökull úr Kaleo fluttu öll lög fyrir hjónin.InstagramMikill fjöldi prúðbúinna gesta var á svæðinu og má þar nefna landsliðsmenn á borð við Aron Einar Gunnarsson, Rúrik Gíslason og Alfreð Finnbogason, ásamt eiginkonum og kærustum. Þá voru á svæðinu einnig vinkonur Alexöndru eins og Trendnet bloggarana Fanney Ingvarsdóttur, ungfrú Ísland 2010 og Pöttru Sriyanonge, fyrirsætuna og markaðsstjóra World Class, Birgittu Líf Björnsdóttur auk fleiri þekktra íslenskra andlita. Þá voru meðal gesta fyrrverandi liðsfélagar Gylfa. Velski fyrrverandi landsliðsmaðurinn Simon Church, sem lék með Gylfa hjá Reading var meðal gesta ásamt fyrrverandi fyrirliða Tottenham, varnarmanninum Ledley King sem gerði sér ferð til Ítalíu ásamt eiginkonu sinni Amy King. Þá var einnig á svæðinu leikkonan Julie Benz sem gerði garðinn frægan með leik sínum í Dexter þáttunum, þar sem hún lék Ritu Bennett, auk þess að hún lék hlutverk Dörlu í Buffy the Vampire Slayer. Benz samgladdist Gylfa og Alexöndru ásamt eiginkanni sínum Rich Orosco sem starfar hjá bandaríska knattspyrnuliðinu Los Angeles FC.Sóli Hólm, Jón Jónsson og Friðrik Dór skemmtu brúðkaupsgestum við Como-vatn.InstagramEftir athöfnina fallegu var komið að veisluhöldunum. Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór voru veislustjórar og stigu á svið, það gerði einnig skemmtikrafturinn Sóli Hólm en fyrr um daginn hafði söngkonan Bríet flutt sína fögru tóna. Síðar í athöfninni var komið að hvítklæddum Jökli úr Kaleo sem lék á gítar og flutti nokkur lög. Síðar um kvöldið þegar leikar tóku að æsast steig rapparinn Aron Can á svið, söngkonan Bríet sneri þá aftur og fluttu þau lag sitt, FEIMIN(N). Þá hefur einnig sést til rapparans úr Kópavogi, Herra Hnetusmjörs í veislunni.Aron Einar Gunnarsson, Ledley King. Herra Hnetusmjör og Sverrir Ingi Ingason.Instagram/AronGunnarsson Ingason15Til heiðurs brúðhjónunum var boðið upp á glæsilega flugeldasýningu við vatnið fallega. Hægt var að fylgjast með gangi mála á Instagram með hashtaginu #LexaSig. Sjá má valdar myndir af Instagram hér að neðan. View this post on Instagram#lexasig A post shared by Hörður Magnússon (@hordurmagnusson) on Jun 15, 2019 at 9:16am PDT View this post on InstagramVið getum vel vanist því að fara í brúðkaup á Ítalíu á hverju ári. #lexasig A post shared by Fanney Ingvarsdóttir (@fanneyingvars) on Jun 15, 2019 at 12:34pm PDT View this post on Instagram#LexaSig A post shared by Elsa Harðar (@elsahardar) on Jun 15, 2019 at 7:05am PDT View this post on InstagramWhat a wedding #lexasig A post shared by Margrét Vala Björgvinsdóttir (@margretvalab) on Jun 15, 2019 at 11:38am PDT View this post on InstagramCelebrating love in Lake Como @alexandrahelga + @gylfisig23 A post shared by Julie Benz (@juliebenzmft) on Jun 14, 2019 at 9:15pm PDT
Ítalía Tímamót Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira