Handbolti

Elvar: Við vitum að við erum góðir í sókn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Elvar á HM í janúar.
Elvar á HM í janúar. vísir/epa
Elvar Örn Jónsson hefur ekki áhyggjur af sóknarleik Íslands þrátt fyrir erfiðleika gegn Grikkjum ytra á miðvikudag.

Ísland mætir Tyrklandi í Laugardalshöll í kvöld í lokaleik undankeppni EM 2020. Ísland er enn með örlögin í eigin höndum, en strákarnir hefðu getað tryggt sætið gegn Grikkjum í vikunni.

„Við ætluðum okkur sigur, en það gerðist ekki. Þetta var ekki okkar besti leikur,“ sagði Elvar Örn við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu landsliðsins.

„Við lærum af þessu, verðum að mæta betri til leiks.“

Íslenska liðið var í erfiðleikum með að skora mörk í leiknum við Grikki, meðal annars fóru fjölmörg dauðafæri úrskeiðis.

„Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var flottur fannst mér, við vorum að opna og fá færi. Líka í seinni en vði vorum að klikka svolítið á dauðafærum.“

„Það koma kaflar í seinni hálfleik þar sem sóknin er stirð en ég hef ekki áhyggjur. Við vitum að við erum góðir í sókn og ætlum að sýna það.“

Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 16:00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.



Klippa: Elvar Örn: Vitum að við erum góðir í sókn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×