Guðmundur: „Misnotuðum allt of mörg dauðafæri“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júní 2019 20:00 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. Vísir Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Tyrkjum í Laugardalshöll á morgun og þarf sigur til þess að tryggja sig inn á EM. Íslenska liðið mætti Grikkjum á miðvikudag ytra og var heppið að sleppa með jafntefli. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er búinn að fara vel yfir þann leik. „Mér fannst í sjálfu sér fyrri hálfleikurinn nokkuð vel leikinn. Það komu auðvitað einhver mistök í vörn en eftir 21 mínútu voru þeir búnir að gera sex mörk á okkur svo vörnin var að halda vel,“ sagði Guðmundur við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu landsliðsins. „Við byrjum síðari hálfleik bara afspyrnu illa. Þeir gera þrjú mörk á tveimur og hálfri mínútu. Það var mjög dýrt að hleypa þeim þannig lagað inn í leikinn og alls ekki það sem við ætluðum okkur.“ „Svo getum við sagt sem svo að það eiga sér stað einstaklingsmistök í vörninni þar sem við töpum maður á móti manni, þeir eru mjög erfiðir þar og mjög hraðir. Við misnotum allt of mörg dauðafæri, ein átta dauðafæri í seinni hálfleik, og það er bara of mikið.“ Var það eitthvað einbeitingarleysi sem var ástæðan á baki frammistöðunnar, eða hver er skýringin að mati Guðmunds? „Í fyrsta lagi, ekki það að ég ætli að fara að afsaka mig eitthvað gagnvart svona hlutum, en ferðalagið í kringum þennan leik þegar allt er talið er 50 klukkutímar. Það tók okkur 36 klukkutíma að koma okkur á þennan stað, fellt niður flug og þetta var mjög erfitt. Það er eitt.“ „Við töluðum um það mjög gaumgæfilega í hálfleik að við ætluðum að mæta á fullu í seinni hálfleikinn, við áttuðum okkur á því að þetta var erfiður útivöllur, þess vegna var ég mjög ósáttur með einbeitinguna í síðari hálfleik að þessu leiti,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið við Guðmund má sjá hér að neðan.Klippa: Guðmundur: Þurfum að koma báðum fótum á EM EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Ísland enn í lykilstöðu eftir óvænt jafntefli í Grikklandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta fór langleiðina á EM 2020 í gær þrátt fyrir að hafa verið stálheppið að fá stig gegn Grikkjum á útivelli. 13. júní 2019 08:00 Þægileg staða fyrir lokaumferðina hjá Íslandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því tyrkneska í lokaumferð undankeppni EM 2020 á morgun. 15. júní 2019 02:00 Skelfilegt gengi Íslands á útivelli heldur áfram Íslenska landsliðsins í handbolta hefur átt erfitt uppdráttar fyrir utan landsteinanna undanfarin misseri. 13. júní 2019 09:30 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Tyrkjum í Laugardalshöll á morgun og þarf sigur til þess að tryggja sig inn á EM. Íslenska liðið mætti Grikkjum á miðvikudag ytra og var heppið að sleppa með jafntefli. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er búinn að fara vel yfir þann leik. „Mér fannst í sjálfu sér fyrri hálfleikurinn nokkuð vel leikinn. Það komu auðvitað einhver mistök í vörn en eftir 21 mínútu voru þeir búnir að gera sex mörk á okkur svo vörnin var að halda vel,“ sagði Guðmundur við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu landsliðsins. „Við byrjum síðari hálfleik bara afspyrnu illa. Þeir gera þrjú mörk á tveimur og hálfri mínútu. Það var mjög dýrt að hleypa þeim þannig lagað inn í leikinn og alls ekki það sem við ætluðum okkur.“ „Svo getum við sagt sem svo að það eiga sér stað einstaklingsmistök í vörninni þar sem við töpum maður á móti manni, þeir eru mjög erfiðir þar og mjög hraðir. Við misnotum allt of mörg dauðafæri, ein átta dauðafæri í seinni hálfleik, og það er bara of mikið.“ Var það eitthvað einbeitingarleysi sem var ástæðan á baki frammistöðunnar, eða hver er skýringin að mati Guðmunds? „Í fyrsta lagi, ekki það að ég ætli að fara að afsaka mig eitthvað gagnvart svona hlutum, en ferðalagið í kringum þennan leik þegar allt er talið er 50 klukkutímar. Það tók okkur 36 klukkutíma að koma okkur á þennan stað, fellt niður flug og þetta var mjög erfitt. Það er eitt.“ „Við töluðum um það mjög gaumgæfilega í hálfleik að við ætluðum að mæta á fullu í seinni hálfleikinn, við áttuðum okkur á því að þetta var erfiður útivöllur, þess vegna var ég mjög ósáttur með einbeitinguna í síðari hálfleik að þessu leiti,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið við Guðmund má sjá hér að neðan.Klippa: Guðmundur: Þurfum að koma báðum fótum á EM
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Ísland enn í lykilstöðu eftir óvænt jafntefli í Grikklandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta fór langleiðina á EM 2020 í gær þrátt fyrir að hafa verið stálheppið að fá stig gegn Grikkjum á útivelli. 13. júní 2019 08:00 Þægileg staða fyrir lokaumferðina hjá Íslandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því tyrkneska í lokaumferð undankeppni EM 2020 á morgun. 15. júní 2019 02:00 Skelfilegt gengi Íslands á útivelli heldur áfram Íslenska landsliðsins í handbolta hefur átt erfitt uppdráttar fyrir utan landsteinanna undanfarin misseri. 13. júní 2019 09:30 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira
Ísland enn í lykilstöðu eftir óvænt jafntefli í Grikklandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta fór langleiðina á EM 2020 í gær þrátt fyrir að hafa verið stálheppið að fá stig gegn Grikkjum á útivelli. 13. júní 2019 08:00
Þægileg staða fyrir lokaumferðina hjá Íslandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því tyrkneska í lokaumferð undankeppni EM 2020 á morgun. 15. júní 2019 02:00
Skelfilegt gengi Íslands á útivelli heldur áfram Íslenska landsliðsins í handbolta hefur átt erfitt uppdráttar fyrir utan landsteinanna undanfarin misseri. 13. júní 2019 09:30