BHM endurgreiðir ekki ónotuð gjafabréf Ari Brynjólfsson skrifar 15. júní 2019 08:00 Orlofssjóður BHM, líkt og sjóðir fjölda annarra stéttarfélaga, seldi gjafabréf í flug með WOW air allt þar til flugfélagið fór í þrot. Alls keyptu félagsmenn í BHM gjafabréf fyrir rúmlega 38 milljónir árið áður. Fréttablaðið/Ernir Orlofssjóður BHM hyggst ekki endurgreiða ónotuð gjafabréf frá WOW air. Er þeim sjóðfélögum sem eiga ónotað gjafabréf bent á að gera almenna kröfu í þrotabú flugfélagsins. Líkt og fjölmörg stéttarfélög bauð BHM félagsmönnum sínum að kaupa gjafabréf hjá flugfélögum. Hjá BHM var hægt að kaupa gjafabréf hjá WOW air frá 2016 þangað til í mars síðastliðnum þegar flugfélagið fór í þrot. Var þá hægt að kaupa 30 þúsund króna gjafabréf fyrir rúmar 20 þúsund krónur. VR, SFR og Sameyki hafa öll heitið því að endurgreiða ónotuð gjafabréf sem sjóðfélagar hafa keypt í gegnum þau. Öll þessi stéttarfélög miða við ár aftur í tímann, eða við gildistímann fram að gjaldþroti flugfélagsins. Athygli vekur að þegar VR kynnti gjafabréfið á sínum tíma var sjóðfélögum bent á að lesa skilmálana vel. Lilja Grétarsdóttir, formaður orlofssjóðs BHM, segir að stjórnin hafi farið gaumgæfilega yfir málið. Leitað hafi verið ráðgjafar hjá Neytendasamtökunum, lögmönnum og skiptastjóra þrotabús WOW air. Niðurstaðan var að ekki séu forsendur fyrir því að sjóðurinn endurgreiði gjafabréfin. „Það var farið yfir það hjá sjóðnum að á árinu fyrir gjaldþrot WOW var veltan í gjafabréfum hjá sjóðnum rúmlega 38 milljónir. Það er ekki líklegt að ekkert af þeim hafi verið notað,“ segir Lilja. Ef miðað er við að gjafabréfið kosti 20 þúsund krónur má gera ráð fyrir að sjóðfélagar hafi keypt tæplega 1.900 gjafabréf hjá WOW air í gengum BHM á árinu fyrir fall flugfélagsins. Stjórnin veit ekki hversu mörg gjafabréf hafa verið nýtt. „Það getum við aldrei vitað. WOW air skuldaði fyrirtækinu sem sá um bókunarkerfið þeirra umtalsverðar fjárhæðir, þannig að því var lokað. Það hefði orðið að bera traust til þess að þeir sem kæmu fram gerðu það með heiðarlegum hætti. Það hefði verið mikil óvissa með þessi bréf.“ Samkvæmt ársreikningi BHM var eigið fé orlofssjóðsins 1,1 milljarður, þar af er stór hluti bundinn í fasteignum. Rekstrarhagnaður síðasta árs nam 97,7 milljónum króna. Á sjóðurinn 91,2 milljónir króna í haldbæru fé. Þó svo að stjórnin harmi ákvörðun um slíkt myndi, að mati stjórnar, endurgreiðsla skapa varhugavert fordæmi. Lilja segir það mismunandi eftir sjóðum hversu mikið sé undir, orlofssjóður BHM hafi verið með mikil viðskipti með gjafabréfin. Það hafi verið samdóma álit allra sem stjórnin leitaði til að sjóðnum bæri ekki skylda til að taka þetta á sig. „Þegar þú kaupir þessi bréf þá blasa við skilmálar um að í engu tilviki séu þau endurgreidd,“ segir Lilja. Það má segja að það hefði verið afbrigðilegra að ákveða, af svona sjóði sem er að sýsla um fé stórs hóps, að setja svona mikla peninga til handa litlum hópi. Það færi í raun gegn þeim reglum sem um þetta gilda. Eftir að hafa velt þessu máli fyrir okkur þá komumst við að þessari niðurstöðu.“ Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Orlofssjóður BHM hyggst ekki endurgreiða ónotuð gjafabréf frá WOW air. Er þeim sjóðfélögum sem eiga ónotað gjafabréf bent á að gera almenna kröfu í þrotabú flugfélagsins. Líkt og fjölmörg stéttarfélög bauð BHM félagsmönnum sínum að kaupa gjafabréf hjá flugfélögum. Hjá BHM var hægt að kaupa gjafabréf hjá WOW air frá 2016 þangað til í mars síðastliðnum þegar flugfélagið fór í þrot. Var þá hægt að kaupa 30 þúsund króna gjafabréf fyrir rúmar 20 þúsund krónur. VR, SFR og Sameyki hafa öll heitið því að endurgreiða ónotuð gjafabréf sem sjóðfélagar hafa keypt í gegnum þau. Öll þessi stéttarfélög miða við ár aftur í tímann, eða við gildistímann fram að gjaldþroti flugfélagsins. Athygli vekur að þegar VR kynnti gjafabréfið á sínum tíma var sjóðfélögum bent á að lesa skilmálana vel. Lilja Grétarsdóttir, formaður orlofssjóðs BHM, segir að stjórnin hafi farið gaumgæfilega yfir málið. Leitað hafi verið ráðgjafar hjá Neytendasamtökunum, lögmönnum og skiptastjóra þrotabús WOW air. Niðurstaðan var að ekki séu forsendur fyrir því að sjóðurinn endurgreiði gjafabréfin. „Það var farið yfir það hjá sjóðnum að á árinu fyrir gjaldþrot WOW var veltan í gjafabréfum hjá sjóðnum rúmlega 38 milljónir. Það er ekki líklegt að ekkert af þeim hafi verið notað,“ segir Lilja. Ef miðað er við að gjafabréfið kosti 20 þúsund krónur má gera ráð fyrir að sjóðfélagar hafi keypt tæplega 1.900 gjafabréf hjá WOW air í gengum BHM á árinu fyrir fall flugfélagsins. Stjórnin veit ekki hversu mörg gjafabréf hafa verið nýtt. „Það getum við aldrei vitað. WOW air skuldaði fyrirtækinu sem sá um bókunarkerfið þeirra umtalsverðar fjárhæðir, þannig að því var lokað. Það hefði orðið að bera traust til þess að þeir sem kæmu fram gerðu það með heiðarlegum hætti. Það hefði verið mikil óvissa með þessi bréf.“ Samkvæmt ársreikningi BHM var eigið fé orlofssjóðsins 1,1 milljarður, þar af er stór hluti bundinn í fasteignum. Rekstrarhagnaður síðasta árs nam 97,7 milljónum króna. Á sjóðurinn 91,2 milljónir króna í haldbæru fé. Þó svo að stjórnin harmi ákvörðun um slíkt myndi, að mati stjórnar, endurgreiðsla skapa varhugavert fordæmi. Lilja segir það mismunandi eftir sjóðum hversu mikið sé undir, orlofssjóður BHM hafi verið með mikil viðskipti með gjafabréfin. Það hafi verið samdóma álit allra sem stjórnin leitaði til að sjóðnum bæri ekki skylda til að taka þetta á sig. „Þegar þú kaupir þessi bréf þá blasa við skilmálar um að í engu tilviki séu þau endurgreidd,“ segir Lilja. Það má segja að það hefði verið afbrigðilegra að ákveða, af svona sjóði sem er að sýsla um fé stórs hóps, að setja svona mikla peninga til handa litlum hópi. Það færi í raun gegn þeim reglum sem um þetta gilda. Eftir að hafa velt þessu máli fyrir okkur þá komumst við að þessari niðurstöðu.“
Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira