Handbolti

Þægileg staða fyrir lokaumferðina hjá Íslandi

Hjörvar Ólafsson skrifar
Elvar Örn skoraði níu mörk í fyrri leiknum gegn Tyrklandi.
Elvar Örn skoraði níu mörk í fyrri leiknum gegn Tyrklandi. vísir/getty
Handbolti Íslenska karlalandsliðið í handbolta fær á morgun Tyrkland í heimsókn í Laugardalshöllina í lokaumferð í undankeppni fyrir EM 2020. Íslenska liðinu mistókst að gulltryggja sætið í lokakeppni mótsins með sigri gegn Grikklandi í síðustu umferð undankeppninnar.

Jöfnunarmark Arnórs Þórs Gunnarssonar á lokaandartökum leiksins þýðir hins vegar að jafntefli eða sigur fleytir Íslandi örugglega í lokakeppnina 11. skiptið í röð.

Þá mun tap sem er með minna en 11 marka mun og 11 marka tap með lægri markatölu en 33-22 mun ekki koma að sök. Fyrri leikur liðanna sem fram fór ytra í lok október endaði með öruggum 33-22 sigri íslenska liðsins. Þá var Elvar Örn Jónsson markahæstur hjá Íslandi með níu mörk.

Fyrir lokaumferðina trónir Norður-Makedónía á toppi riðilsins með sjö stig og hefur tryggt sér sæti í lokakeppinni. Ísland er svo í öðru sæti með sex stig og Tyrkland kemur þar á eftir með fjögur stig. Grikkland rekur svo lestina með þrjú stig og er úr leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×