Segir vantraust eftiráskýringu sjálfstæðismanna Kjartan Kjartansson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 14. júní 2019 19:29 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að fullyrðingar um að vantraust á Miðflokknum innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafi spillt fyrir samkomulagi um þinglok hafi verið „eftiráskýring“ eftir uppákomu í flokknum. Þingflokksformenn Mið- og Sjálfstæðisflokks ræða áfram saman um þinglokin. Óvissa ríkir enn um þinglok eftir að Miðflokkurinn stóð einn utan samkomulags sem stjórnarandstaðan gerði við ríkisstjórnina um dagskrá þingsins í gær. Þingfundi var slitið síðdegis í dag og kemur þingið ekki saman aftur fyrr en á þriðjudag. Bergþór Ólason, starfandi þingflokksformaður Miðflokksins, segist í samtali við Vísi hafa fundað með Birgi Ármannssyni, formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins, nú í kvöld. Þeir verði áfram í samskiptum um helgina til að leita lausna um það sem út af stendur í samkomulaginu. Samkomulag við Miðflokkinn var sagt í burðarliðnum í gær en að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi hafnað því vegna vantrausts í garð hans. Samkvæmt heimildum Vísis var það handskrifuð athugasemd Sigmundar Davíðs á samningsdrögin um að einhver ákvæði þeirra væru „samkvæmt samtali“ sem sat í sjálfstæðismönnum. Þeim hafi fundist orðalagið of opið til túlkunar og að samkomulagið við Miðflokksmenn þyrfti að vera í fastari skorðum. „Það má segja að allir lausir endar auðvitað vekja áhyggjur. Það er auðvitað búið að vera svolítið sérstakt ástand hérna í þinginu út af málþófi Miðflokksins í þessum orkupakkamálum,“ sagði Birgir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Málþóf Miðflokksins um þriðja orkupakkann svonefnda hefur gert umræður um málið þær lengstu í sögu Alþingi. Í heildina hafa þær staðið yfir í 138 klukkustundir. Samkvæmt samkomulagsdrögunum hefði orkupakkamálið verið afgreitt á stuttu sumarþingi í ágúst.Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson.Vísir/vilhelmAthugasemdin ekki fyrirvari Spurður út í athugasemdina sem hann hripaði niður á samningsdrögin í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Sigmundur Davíð að ekki hafi verið um fyrirvara að ræða heldur hafi hann einfaldlega vísað til þess að samkomulagið væri í samræmi við samtal um gerð þess. Hann skýrði ekki frekar hver tilgangur hennar var. Þá gerði hann lítið úr vantrausti í garð flokks hans í ranni Sjálfstæðisflokksins og gaf í skyn að það væri aðeins „einn eða hugsanlega fleiri“ sjálfstæðismenn. „Þessi sömu þingmenn held ég að hafi fyrst og fremst búið þetta til sem eftiráskýringu eftir að það verður einhver uppákoma á þingflokksfundi sjálfstæðismanna,“ sagði Sigmundur Davíð.Bergþór Ólason er starfandi þingflokksformaður Miðflokksins.Vísir/VilhelmSérfræðingahópur helsti ásteytingarsteinninn Miðflokkurinn krefst þess að komið verði á fót sérfræðingahópi til að fara yfir þær áhyggjur sem hann hefur af samþykkt þriðja orkupakkans. Bergþór segir við Vísi að sérfræðingahópurinn sé helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum við sjálfstæðismenn um þinglok. Hann vildi ekki svara því hvort að sérfræðingahópurinn væri ófrávíkjanleg krafa Miðflokksins en að hann teldi það ekki ósanngjarna ósk. Ekki komi annað til greina en að nýta tímann fram að haustþingi til að svara spurningum um málið. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ekki samið um þinglok í dag Samkomulag um þinglok mun ekki nást í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Þingfundur er nú í gangi og er verið að greiða atkvæði um þau mál sem voru á dagskrá fyrr í dag. 14. júní 2019 16:03 Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53 „Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að fullyrðingar um að vantraust á Miðflokknum innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafi spillt fyrir samkomulagi um þinglok hafi verið „eftiráskýring“ eftir uppákomu í flokknum. Þingflokksformenn Mið- og Sjálfstæðisflokks ræða áfram saman um þinglokin. Óvissa ríkir enn um þinglok eftir að Miðflokkurinn stóð einn utan samkomulags sem stjórnarandstaðan gerði við ríkisstjórnina um dagskrá þingsins í gær. Þingfundi var slitið síðdegis í dag og kemur þingið ekki saman aftur fyrr en á þriðjudag. Bergþór Ólason, starfandi þingflokksformaður Miðflokksins, segist í samtali við Vísi hafa fundað með Birgi Ármannssyni, formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins, nú í kvöld. Þeir verði áfram í samskiptum um helgina til að leita lausna um það sem út af stendur í samkomulaginu. Samkomulag við Miðflokkinn var sagt í burðarliðnum í gær en að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi hafnað því vegna vantrausts í garð hans. Samkvæmt heimildum Vísis var það handskrifuð athugasemd Sigmundar Davíðs á samningsdrögin um að einhver ákvæði þeirra væru „samkvæmt samtali“ sem sat í sjálfstæðismönnum. Þeim hafi fundist orðalagið of opið til túlkunar og að samkomulagið við Miðflokksmenn þyrfti að vera í fastari skorðum. „Það má segja að allir lausir endar auðvitað vekja áhyggjur. Það er auðvitað búið að vera svolítið sérstakt ástand hérna í þinginu út af málþófi Miðflokksins í þessum orkupakkamálum,“ sagði Birgir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Málþóf Miðflokksins um þriðja orkupakkann svonefnda hefur gert umræður um málið þær lengstu í sögu Alþingi. Í heildina hafa þær staðið yfir í 138 klukkustundir. Samkvæmt samkomulagsdrögunum hefði orkupakkamálið verið afgreitt á stuttu sumarþingi í ágúst.Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson.Vísir/vilhelmAthugasemdin ekki fyrirvari Spurður út í athugasemdina sem hann hripaði niður á samningsdrögin í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Sigmundur Davíð að ekki hafi verið um fyrirvara að ræða heldur hafi hann einfaldlega vísað til þess að samkomulagið væri í samræmi við samtal um gerð þess. Hann skýrði ekki frekar hver tilgangur hennar var. Þá gerði hann lítið úr vantrausti í garð flokks hans í ranni Sjálfstæðisflokksins og gaf í skyn að það væri aðeins „einn eða hugsanlega fleiri“ sjálfstæðismenn. „Þessi sömu þingmenn held ég að hafi fyrst og fremst búið þetta til sem eftiráskýringu eftir að það verður einhver uppákoma á þingflokksfundi sjálfstæðismanna,“ sagði Sigmundur Davíð.Bergþór Ólason er starfandi þingflokksformaður Miðflokksins.Vísir/VilhelmSérfræðingahópur helsti ásteytingarsteinninn Miðflokkurinn krefst þess að komið verði á fót sérfræðingahópi til að fara yfir þær áhyggjur sem hann hefur af samþykkt þriðja orkupakkans. Bergþór segir við Vísi að sérfræðingahópurinn sé helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum við sjálfstæðismenn um þinglok. Hann vildi ekki svara því hvort að sérfræðingahópurinn væri ófrávíkjanleg krafa Miðflokksins en að hann teldi það ekki ósanngjarna ósk. Ekki komi annað til greina en að nýta tímann fram að haustþingi til að svara spurningum um málið.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ekki samið um þinglok í dag Samkomulag um þinglok mun ekki nást í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Þingfundur er nú í gangi og er verið að greiða atkvæði um þau mál sem voru á dagskrá fyrr í dag. 14. júní 2019 16:03 Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53 „Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ekki samið um þinglok í dag Samkomulag um þinglok mun ekki nást í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Þingfundur er nú í gangi og er verið að greiða atkvæði um þau mál sem voru á dagskrá fyrr í dag. 14. júní 2019 16:03
Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53
„Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04