Spieth lét kylfusveininn heyra það Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. júní 2019 14:30 Jordan Spieth var í vandræðum í gær vísir/getty Jordan Spieth er í baráttunni um að sleppa í gegnum niðurskurðinn á Opna bandaríska risamótinu í golfi eftir erfiðan fyrsta hring. Hann tók reiði sína út á kylfusveininum í gær. Spieth hefur ekki unnið golfmót síðan hann vann Opna breska risamótið í júlí 2017. Hann byrjaði vel á fyrsta hring á Pebble Beach vellinum í gær með fugli á annari holu en hann fór illa með holu 6, sem er par fimm hola, og fékk skolla á henni og tvo skolla á áttundu og níundu holu. Á áttundu holu gerði hann tvö stór mistök. Upphafshöggið var of fast, fór yfir brautina og rann ofan í vatnið. Þriðja höggið inn á flötina var aftur of fast og fór djúpt í kargann við hliðina á flötinn. Spieth var augljóslega pirraður og hann heyrðist vel taka reiði sína út á kylfusveininum Michael Greller í sjónvarpsútsendingunni í Bandaríkjunum.Jordan Spieth just completely called out his caddie on national TV. Whether the caddie misjudged it or not, that's a bush league move. At the end of the day, you're the one hitting the golf ball.#USOpenpic.twitter.com/lFSYQSGrvR — Danny Vietti (@DannyVietti) June 13, 2019 „Tvö fullkomin skot Michael. Þú komst mér í vatnið með einu og yfir flötina með hinu,“ á Spieth að hafa sagt. Hinn 25 ára Spieth náði að koma sér aftur á rétta braut, fór seinni níu skollalausar og náði í einn fugl, kláraði því hringinn á einu höggi yfir pari. Spieth hefur fengið nokkra gagnrýni fyrir þessi viðbrögð sín og svaraði fyrir sig í viðtali eftir hringinn. „Þegar þú hittir tvö skot nákvæmlega eins og þú vilt og eitt þeirra endar í vatninu og hitt yfir flötina, þá verð ég pirraður að við sem lið gátum ekki komið í veg fyrir að þetta gerðist,“ sagði Spieth. „Ég leit kannski út eins og vondi karlinn en ég vil að við séum í leik ef ég hitti boltann almennilega. En ég var úr leik í báðum þessum skotum.“ Spieth er jafn í 58. - 76. sæti fyrir annan hring, niðurskurðarlínan er oftast í kringum 70. sæti svo Spieth þarf að passa sig á öðrum hring svo hann fái að vera með út mótið. Bein útsending frá öðrum hring hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Jordan Spieth er í baráttunni um að sleppa í gegnum niðurskurðinn á Opna bandaríska risamótinu í golfi eftir erfiðan fyrsta hring. Hann tók reiði sína út á kylfusveininum í gær. Spieth hefur ekki unnið golfmót síðan hann vann Opna breska risamótið í júlí 2017. Hann byrjaði vel á fyrsta hring á Pebble Beach vellinum í gær með fugli á annari holu en hann fór illa með holu 6, sem er par fimm hola, og fékk skolla á henni og tvo skolla á áttundu og níundu holu. Á áttundu holu gerði hann tvö stór mistök. Upphafshöggið var of fast, fór yfir brautina og rann ofan í vatnið. Þriðja höggið inn á flötina var aftur of fast og fór djúpt í kargann við hliðina á flötinn. Spieth var augljóslega pirraður og hann heyrðist vel taka reiði sína út á kylfusveininum Michael Greller í sjónvarpsútsendingunni í Bandaríkjunum.Jordan Spieth just completely called out his caddie on national TV. Whether the caddie misjudged it or not, that's a bush league move. At the end of the day, you're the one hitting the golf ball.#USOpenpic.twitter.com/lFSYQSGrvR — Danny Vietti (@DannyVietti) June 13, 2019 „Tvö fullkomin skot Michael. Þú komst mér í vatnið með einu og yfir flötina með hinu,“ á Spieth að hafa sagt. Hinn 25 ára Spieth náði að koma sér aftur á rétta braut, fór seinni níu skollalausar og náði í einn fugl, kláraði því hringinn á einu höggi yfir pari. Spieth hefur fengið nokkra gagnrýni fyrir þessi viðbrögð sín og svaraði fyrir sig í viðtali eftir hringinn. „Þegar þú hittir tvö skot nákvæmlega eins og þú vilt og eitt þeirra endar í vatninu og hitt yfir flötina, þá verð ég pirraður að við sem lið gátum ekki komið í veg fyrir að þetta gerðist,“ sagði Spieth. „Ég leit kannski út eins og vondi karlinn en ég vil að við séum í leik ef ég hitti boltann almennilega. En ég var úr leik í báðum þessum skotum.“ Spieth er jafn í 58. - 76. sæti fyrir annan hring, niðurskurðarlínan er oftast í kringum 70. sæti svo Spieth þarf að passa sig á öðrum hring svo hann fái að vera með út mótið. Bein útsending frá öðrum hring hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira