Þó að stressið í kringum brúðkaup geti verið mikið hjá tilvonandi brúðhjónum er ekki snefill af stressi í kringum landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson, framherjann Alfreð Finnbogason, varnartröllið Sverri Inga Ingason, markvörðinn Ögmund Kristinsson og kantmennina Jóhann Berg Guðmundsson og Rúrik Gíslason.
Landsliðsfélagarnir skelltu sér í morgun í skemmtisiglingu um hið glæsilega Como-vatn og greindu þeir flestir frá ferðinni í Instagram Story í dag.
