Englendingar komnir áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júní 2019 20:45 Jodie Taylor skoraði eina mark leiksins í Le Havre. vísir/getty England er komið áfram í 16-liða úrslit heimsmeistaramóts kvenna eftir 1-0 sigur á Argentínu í Le Havre í D-riðli í kvöld. Englendingar voru miklu sterkari aðilinn í leiknum en þurftu að sýna þolinmæði gegn ólseigu argentínsku liði. Vanina Correa átti afbragðs góðan leik í marki Argentínu og varði vítaspyrnu frá Nikitu Parris eftir tæpan hálftíma. Correa varði nokkrum vel til viðbótar en hún kom engum vörnum við þegar Jodie Taylor skoraði eina mark leiksins á 61. mínútu. Hún setti boltann þá í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf Beth Mead. Fleiri urðu mörkin ekki og Englendingar fögnuðu sigri og sæti í 16-liða úrslitunum. England mætir Japan í lokaumferð riðlakeppninnar á meðan Argentína mætir Skotlandi. HM 2019 í Frakklandi
England er komið áfram í 16-liða úrslit heimsmeistaramóts kvenna eftir 1-0 sigur á Argentínu í Le Havre í D-riðli í kvöld. Englendingar voru miklu sterkari aðilinn í leiknum en þurftu að sýna þolinmæði gegn ólseigu argentínsku liði. Vanina Correa átti afbragðs góðan leik í marki Argentínu og varði vítaspyrnu frá Nikitu Parris eftir tæpan hálftíma. Correa varði nokkrum vel til viðbótar en hún kom engum vörnum við þegar Jodie Taylor skoraði eina mark leiksins á 61. mínútu. Hún setti boltann þá í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf Beth Mead. Fleiri urðu mörkin ekki og Englendingar fögnuðu sigri og sæti í 16-liða úrslitunum. England mætir Japan í lokaumferð riðlakeppninnar á meðan Argentína mætir Skotlandi.