Bryan Singer greiðir 150 þúsund dollara vegna ásökunar um nauðgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2019 15:15 Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Bryan Singer hefur fallist á að greiða 150 þúsund dollara til þess að útkljá ásökun á hendur honum um að hafa nauðgað 17 ára pilti árið 2003. Verði greiðslan samþykkt fellur niður málsókn gegn honum vegna meintrar nauðgunar. Upphæðin nemur tæplega 19 milljónum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Það var í desember 2017 sem Cesar Sanchez-Guzman fór í mál við Singer. Sagði hann leikstjórann hafa nauðgað sér í partýi á snekkju í Seattle árið 2003. Ásökunin var sett fram skömmu eftir að Singer hafði verið rekinn sem leikstjóri Queen-myndarinnar Bohemian Rhapsody. Singer hefur alltaf neitað því að hafa nauðgað Sanchez-Guzman og lögmaður hans hefur ítrekað í tengslum við sektargreiðsluna nú að leikstjórinn heldur enn fram sakleysi sínu. Sanchez-Guzman var úrskurðaður gjaldþrota árið 2014 en gjaldþrotamál hans var opnað á ný í fyrra í kjölfar ásakana hans á hendur Singer. Sagði skiptastjóri þrotabús Sanchez-Guzman að ásökunin á hendur Singer hefðu ekki verið komnar fram þegar búinu var skipt upp á sínum tíma. Allur ágóði af málsókninni ætti því með réttu að renna til þeirra sem Sanchez-Guzman gat ekki gert upp við í gjaldþrotinu. „Ákvörðunin um að leysa málið með þessum hætti með skiptastjóranum er eingöngu viðskiptalegs eðlis, þar sem málaferlin hefðu gætu vel reynst dýrari en upphæðin sem skiptastjórinn fór fram á til að gera upp við þá sem áttu skuldir inni hjá skuldaranum þegar hann var úrskurðaður gjaldþrota,“ segir lögmaður Singer. Leikstjórinn hefur grætt að minnsta kosti 40 milljónir dollara á verðlaunamyndinni Bohemian Rhapsody þrátt fyrir að hafa verið rekinn frá verkefninu, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið. Bandaríkin Hollywood MeToo Tengdar fréttir Hætta við tilnefningu Bohemian Rhapsody vegna ásakana um kynferðisbrot Fjórir menn stigu fram í vikunni og sökuðu Bryan Singer, leikstjóra myndarinnar, um að hafa brotið kynferðislega gegn þeim. 25. janúar 2019 14:24 Bryan Singer sakaður um kynferðisbrot gegn fjórum piltum Mennirnir stíga fram í langri grein í The Atlantic í dag. 23. janúar 2019 14:39 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Bryan Singer hefur fallist á að greiða 150 þúsund dollara til þess að útkljá ásökun á hendur honum um að hafa nauðgað 17 ára pilti árið 2003. Verði greiðslan samþykkt fellur niður málsókn gegn honum vegna meintrar nauðgunar. Upphæðin nemur tæplega 19 milljónum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Það var í desember 2017 sem Cesar Sanchez-Guzman fór í mál við Singer. Sagði hann leikstjórann hafa nauðgað sér í partýi á snekkju í Seattle árið 2003. Ásökunin var sett fram skömmu eftir að Singer hafði verið rekinn sem leikstjóri Queen-myndarinnar Bohemian Rhapsody. Singer hefur alltaf neitað því að hafa nauðgað Sanchez-Guzman og lögmaður hans hefur ítrekað í tengslum við sektargreiðsluna nú að leikstjórinn heldur enn fram sakleysi sínu. Sanchez-Guzman var úrskurðaður gjaldþrota árið 2014 en gjaldþrotamál hans var opnað á ný í fyrra í kjölfar ásakana hans á hendur Singer. Sagði skiptastjóri þrotabús Sanchez-Guzman að ásökunin á hendur Singer hefðu ekki verið komnar fram þegar búinu var skipt upp á sínum tíma. Allur ágóði af málsókninni ætti því með réttu að renna til þeirra sem Sanchez-Guzman gat ekki gert upp við í gjaldþrotinu. „Ákvörðunin um að leysa málið með þessum hætti með skiptastjóranum er eingöngu viðskiptalegs eðlis, þar sem málaferlin hefðu gætu vel reynst dýrari en upphæðin sem skiptastjórinn fór fram á til að gera upp við þá sem áttu skuldir inni hjá skuldaranum þegar hann var úrskurðaður gjaldþrota,“ segir lögmaður Singer. Leikstjórinn hefur grætt að minnsta kosti 40 milljónir dollara á verðlaunamyndinni Bohemian Rhapsody þrátt fyrir að hafa verið rekinn frá verkefninu, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið.
Bandaríkin Hollywood MeToo Tengdar fréttir Hætta við tilnefningu Bohemian Rhapsody vegna ásakana um kynferðisbrot Fjórir menn stigu fram í vikunni og sökuðu Bryan Singer, leikstjóra myndarinnar, um að hafa brotið kynferðislega gegn þeim. 25. janúar 2019 14:24 Bryan Singer sakaður um kynferðisbrot gegn fjórum piltum Mennirnir stíga fram í langri grein í The Atlantic í dag. 23. janúar 2019 14:39 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Hætta við tilnefningu Bohemian Rhapsody vegna ásakana um kynferðisbrot Fjórir menn stigu fram í vikunni og sökuðu Bryan Singer, leikstjóra myndarinnar, um að hafa brotið kynferðislega gegn þeim. 25. janúar 2019 14:24
Bryan Singer sakaður um kynferðisbrot gegn fjórum piltum Mennirnir stíga fram í langri grein í The Atlantic í dag. 23. janúar 2019 14:39