Helgi Áss segir fisk undir steini vegna brottvikningar Jakob Bjarnar skrifar 13. júní 2019 11:07 Helgi Áss telur einsýnt að eitthvað búi að baki því að hann var látinn fara frá Háskóla Íslands en þar hefur hann verið vel liðinn kennari. Skrifstofa rektors segir málið ekki svo einfalt. Kristinn Ingvarsson Háskóli Íslands hefur látið Helga Áss Grétarsson dósent við lagadeildina fara. Uppgefin ástæða, að sögn Helga, er sú að hann hafi ekki birt nógu mikið af fræðigreinum á ritstýrðum vettvangi, en Helgi hefur verið dósent við skólann nú í sjö ár. Áður var hann hjá Lagastofnun í sex ár. Hann telur sig hafa lagt mikið af mörkum í kennslumálum og hefur þótt vinsæll kennari. „Auðvitað liggur meira að baki, það er alveg á hreinu,“ segir Helgi í samtali við Vísi.Mun eiga sér eftirmál Ekki þarf að hafa komið til áminningar í þessu tilfelli því um er að ræða ákvörðun um fastráðningu. Þá þurfa slík mál ekki að fara í slíkan farveg. Helgi segist ætla að skoða stöðu sína betur. „Málsmeðferðin er þess eðlis að ég hef ástæðu til að halda áfram með málið. Það var ekki farið eftir ákveðnum reglum að teknu tilliti til þess í hvaða farveg málið fór, ekki tekin ákvörðun fyrr en seint, mér var haldið í óvissu og svo framvegis.“ Hann segir þannig starfslokin eiga sér sinn aðdraganda og muni þannig sjálfsagt eiga sín eftirmál. Síðar verður frekari ljósi varpað á þau málefni. Helgi segir það verða að koma í ljós, hann þurfi nú að fara að leita sér að öðrum verkefnum.Og farir þá kannski að tefla meira en verið hefur?„Það er aldrei að vita,“ segir Helgi sem er stórmeistari í skák.Uppfært 11:40: Háskólinn segir málið hafa verið í ferli Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu rektors þá varðar málið umsókn einstaklings sem gegnt hefur tímabundinni stöðu við skólann um ótímabundna ráðningu. Þar innan dyra líta menn svo ekki á að um brottrekstur hafi verið að ræða heldur var málið til afgreiðslu að teknu tilliti til þeirrar spurningar. „Umsókn þar að lútandi er í viðeigandi ferli innan skólans en endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir. Að öðru leiti tjáir háskólinn sig ekki um málefni einstakra starfsmanna en vísar í reglur Háskóla Íslands um framgang og ótímabundnar ráðningar akademískra starfsmanna.“ Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Sjá meira
Háskóli Íslands hefur látið Helga Áss Grétarsson dósent við lagadeildina fara. Uppgefin ástæða, að sögn Helga, er sú að hann hafi ekki birt nógu mikið af fræðigreinum á ritstýrðum vettvangi, en Helgi hefur verið dósent við skólann nú í sjö ár. Áður var hann hjá Lagastofnun í sex ár. Hann telur sig hafa lagt mikið af mörkum í kennslumálum og hefur þótt vinsæll kennari. „Auðvitað liggur meira að baki, það er alveg á hreinu,“ segir Helgi í samtali við Vísi.Mun eiga sér eftirmál Ekki þarf að hafa komið til áminningar í þessu tilfelli því um er að ræða ákvörðun um fastráðningu. Þá þurfa slík mál ekki að fara í slíkan farveg. Helgi segist ætla að skoða stöðu sína betur. „Málsmeðferðin er þess eðlis að ég hef ástæðu til að halda áfram með málið. Það var ekki farið eftir ákveðnum reglum að teknu tilliti til þess í hvaða farveg málið fór, ekki tekin ákvörðun fyrr en seint, mér var haldið í óvissu og svo framvegis.“ Hann segir þannig starfslokin eiga sér sinn aðdraganda og muni þannig sjálfsagt eiga sín eftirmál. Síðar verður frekari ljósi varpað á þau málefni. Helgi segir það verða að koma í ljós, hann þurfi nú að fara að leita sér að öðrum verkefnum.Og farir þá kannski að tefla meira en verið hefur?„Það er aldrei að vita,“ segir Helgi sem er stórmeistari í skák.Uppfært 11:40: Háskólinn segir málið hafa verið í ferli Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu rektors þá varðar málið umsókn einstaklings sem gegnt hefur tímabundinni stöðu við skólann um ótímabundna ráðningu. Þar innan dyra líta menn svo ekki á að um brottrekstur hafi verið að ræða heldur var málið til afgreiðslu að teknu tilliti til þeirrar spurningar. „Umsókn þar að lútandi er í viðeigandi ferli innan skólans en endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir. Að öðru leiti tjáir háskólinn sig ekki um málefni einstakra starfsmanna en vísar í reglur Háskóla Íslands um framgang og ótímabundnar ráðningar akademískra starfsmanna.“
Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Sjá meira