Logi ósáttur við frammistöðuna í Grikklandi: „Hryllingur að horfa á þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2019 22:15 Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk gegn Grikkjum. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta var stálheppið að fá stig gegn Grikklandi á útivelli í undankeppni EM 2020 í dag. Ísland var 26-28 undir þegar lokamínútan gekk í garð en bjargaði stigi með því að skora tvö síðustu mörk leiksins. Lokatölur 28-28. Íslenska liðið var þremur mörkum yfir í hálfleik, 12-15, en frammistaða þess í seinni hálfleik var afar slök. Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Logi Geirsson lét gamminn geysa á RÚV eftir leikinn í dag. „Manni er bara nóg boðið. Þetta var bara of mikið af rugli. Þetta er ekki boðleg frammistaða. Hver er andlegur styrkur liðsins í þessari stöðu? Ég veit við erum með marga leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref en stýringin á liðinu og allt var hreinasta hörmung,“ sagði Logi. „Vörnin virkaði ekki. Við vorum ekki með neina ferska fætur. Janus Daði [Smárason] sem var mikilvægasti leikmaður þegar Álaborg varð danskur meistari um síðustu helgi spilaði ekkert. Hann er ótrúlega sterkur á fótunum og hefði tætt þessa gæja í sig. Það var svo margt sem var að. Þetta var hörmuleg frammistaða.“ Logi sagði að úrræðaleysi íslenska liðsins í leiknum í dag hafi verið algjört. „Það var ekkert plan B. Það var bara plan A. Það var hryllingur að horfa á þetta. Aron [Pálmarsson] hefði mátt vera miklu betri. Ég hefði viljað fá miklu meira frá honum þótt hann hafi aðeins vaknað undir lokin. Vörnin var léleg, við náðum engum hraðaupphlaupum og engri seinni bylgju. Þetta var rosalega vont. Þetta er ekkert firmamót í Sandgerði. Þetta er landsliðið,“ sagði Logi. Ísland mætir Tyrklandi í Laugardalshöllinni í lokaumferð undankeppninnar á sunnudaginn. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Grikkland - Ísland 28-28 | Björguðu jafntefli gegn Grikkjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði jafntefli við Grikki ytra í undankeppni EM 2020. Ísland mun nú leika úrslitaleik um beint sæti á EM gegn Tyrkjum á sunnudag. 12. júní 2019 18:45 Lettar komnir á EM í fyrsta sinn Fimm lið tryggðu sér sæti á EM 2020 í handbolta karla í dag. 12. júní 2019 19:45 Norður-Makedónía komin á EM eftir nauman sigur í Tyrklandi Kiril Lazarov og félagar eru komnir á EM 2020 í handbolta. 12. júní 2019 17:50 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta var stálheppið að fá stig gegn Grikklandi á útivelli í undankeppni EM 2020 í dag. Ísland var 26-28 undir þegar lokamínútan gekk í garð en bjargaði stigi með því að skora tvö síðustu mörk leiksins. Lokatölur 28-28. Íslenska liðið var þremur mörkum yfir í hálfleik, 12-15, en frammistaða þess í seinni hálfleik var afar slök. Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Logi Geirsson lét gamminn geysa á RÚV eftir leikinn í dag. „Manni er bara nóg boðið. Þetta var bara of mikið af rugli. Þetta er ekki boðleg frammistaða. Hver er andlegur styrkur liðsins í þessari stöðu? Ég veit við erum með marga leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref en stýringin á liðinu og allt var hreinasta hörmung,“ sagði Logi. „Vörnin virkaði ekki. Við vorum ekki með neina ferska fætur. Janus Daði [Smárason] sem var mikilvægasti leikmaður þegar Álaborg varð danskur meistari um síðustu helgi spilaði ekkert. Hann er ótrúlega sterkur á fótunum og hefði tætt þessa gæja í sig. Það var svo margt sem var að. Þetta var hörmuleg frammistaða.“ Logi sagði að úrræðaleysi íslenska liðsins í leiknum í dag hafi verið algjört. „Það var ekkert plan B. Það var bara plan A. Það var hryllingur að horfa á þetta. Aron [Pálmarsson] hefði mátt vera miklu betri. Ég hefði viljað fá miklu meira frá honum þótt hann hafi aðeins vaknað undir lokin. Vörnin var léleg, við náðum engum hraðaupphlaupum og engri seinni bylgju. Þetta var rosalega vont. Þetta er ekkert firmamót í Sandgerði. Þetta er landsliðið,“ sagði Logi. Ísland mætir Tyrklandi í Laugardalshöllinni í lokaumferð undankeppninnar á sunnudaginn.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Grikkland - Ísland 28-28 | Björguðu jafntefli gegn Grikkjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði jafntefli við Grikki ytra í undankeppni EM 2020. Ísland mun nú leika úrslitaleik um beint sæti á EM gegn Tyrkjum á sunnudag. 12. júní 2019 18:45 Lettar komnir á EM í fyrsta sinn Fimm lið tryggðu sér sæti á EM 2020 í handbolta karla í dag. 12. júní 2019 19:45 Norður-Makedónía komin á EM eftir nauman sigur í Tyrklandi Kiril Lazarov og félagar eru komnir á EM 2020 í handbolta. 12. júní 2019 17:50 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira
Umfjöllun: Grikkland - Ísland 28-28 | Björguðu jafntefli gegn Grikkjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði jafntefli við Grikki ytra í undankeppni EM 2020. Ísland mun nú leika úrslitaleik um beint sæti á EM gegn Tyrkjum á sunnudag. 12. júní 2019 18:45
Lettar komnir á EM í fyrsta sinn Fimm lið tryggðu sér sæti á EM 2020 í handbolta karla í dag. 12. júní 2019 19:45
Norður-Makedónía komin á EM eftir nauman sigur í Tyrklandi Kiril Lazarov og félagar eru komnir á EM 2020 í handbolta. 12. júní 2019 17:50