Segir Bradley Cooper og Lady Gaga eiga einstakt samband Sylvía Hall skrifar 12. júní 2019 22:12 Margir netverjar halda í þá von að Bradley Cooper og Lady Gaga taki saman. Vísir/Getty Sambandsslit Bradley Cooper og fyrirsætunnar Irinu Shayk vöktu mikla athygli nú á dögunum. Fregnir af sambandsslitum þeirra bárust fjórum mánuðum eftir að greint var frá því að Lady Gaga hefði slitið trúlofun sinni við unnusta sinn Christian Carino. Cooper og Lady Gaga léku saman í myndinni A Star Is Born sem kom út á síðasta ári. Myndin var tilnefnd til átta Óskarsverðlauna og vann verðlaun fyrir besta lagið Shallow sem Cooper og Lady Gaga sungu saman. Samband þeirra vakti mikla athygli í kjölfar útgáfu myndarinnar þar sem þau kepptust við að lofa hvort annað í viðtölum. Umtalið náði nýjum hæðum eftir atriði þeirra á Óskarsverðlaunahátíðinni sjálfri þar sem netverjar voru dolfallnir yfir hversu vel þau náðu saman á sviðinu.Heimildarmaður People staðfestir að þau eigi einstakt samband. Cooper tengist henni sterkum vinaböndum og þau nái ótrúlega vel saman. Það sé þó of snemmt til að segja til um hvort sambandið þróist út í ástarsamband. Þá segir hann sögusagnir um ástarsamband þeirra á milli ekki hafa hjálpað hjónabandi hans, sérstaklega í ljósi þess hversu mikið hann þurfti að ferðast í tengslum við myndina og kynningarherferð hennar. „Eftir verðlaunahátíðatímabilið hægði Cooper á sér til þess að einbeita sér að fjölskyldunni og eyddi hverjum degi með þeim,“ segir heimildarmaðurinn en Cooper og Shayk eiga hina tveggja ára gömlu Leu De Seine saman. Þau hafi þó ekki eytt miklum tíma saman stuttu áður en þau ákváðu að skilja. „[Irina] er ekki að einbeita sér að því að vera stjarna eða frægðinni, hún vill bara vernda fjölskylduna sína. Bradley vinnur mjög mikið og er að reyna að nýta sér öll atvinnutækifæri akkúrat núna.“ Hollywood Tengdar fréttir Tilfinningaþrunginn flutningur Gaga og Cooper á Shallow einn af hápunktum Óskarsins Margir biðu með eftirvæntingu eftir flutningi þeirra Lady Gaga og Bradley Cooper á laginu Shallow úr myndinni A Star is Born á Óskarsverðlaununum í nótt. 25. febrúar 2019 08:21 Jimmy Kimmel spurði Lady Gaga hvort hún væri ástfangin af Bradley Cooper Lady Gaga vann Óskarinn á sunnudagskvöldið fyrir besta lagið í kvikmynd og biðu margir með eftirvæntingu eftir flutningi hennar og Bradley Cooper á laginu Shallow úr myndinni A Star is Born á hátíðinni. 28. febrúar 2019 12:30 Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Tónlistarkonan Lady Gaga hreppti þrenn verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar af tvenn fyrir lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born. 11. febrúar 2019 10:32 Samband Bradley Cooper og Irinu Shayk varð aldrei samt eftir A Star is Born Samband leikarans Bradley Cooper og fyrirsætunnar Irinu Shayk varð aldrei samt eftir að stórmyndin A Star is Born kom út, Cooper leikstýrði myndinni auk þess sem að hann lék eitt aðalhlutverka myndarinnar á móti söngkonunni Lady Gaga. 10. júní 2019 20:50 Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira
Sambandsslit Bradley Cooper og fyrirsætunnar Irinu Shayk vöktu mikla athygli nú á dögunum. Fregnir af sambandsslitum þeirra bárust fjórum mánuðum eftir að greint var frá því að Lady Gaga hefði slitið trúlofun sinni við unnusta sinn Christian Carino. Cooper og Lady Gaga léku saman í myndinni A Star Is Born sem kom út á síðasta ári. Myndin var tilnefnd til átta Óskarsverðlauna og vann verðlaun fyrir besta lagið Shallow sem Cooper og Lady Gaga sungu saman. Samband þeirra vakti mikla athygli í kjölfar útgáfu myndarinnar þar sem þau kepptust við að lofa hvort annað í viðtölum. Umtalið náði nýjum hæðum eftir atriði þeirra á Óskarsverðlaunahátíðinni sjálfri þar sem netverjar voru dolfallnir yfir hversu vel þau náðu saman á sviðinu.Heimildarmaður People staðfestir að þau eigi einstakt samband. Cooper tengist henni sterkum vinaböndum og þau nái ótrúlega vel saman. Það sé þó of snemmt til að segja til um hvort sambandið þróist út í ástarsamband. Þá segir hann sögusagnir um ástarsamband þeirra á milli ekki hafa hjálpað hjónabandi hans, sérstaklega í ljósi þess hversu mikið hann þurfti að ferðast í tengslum við myndina og kynningarherferð hennar. „Eftir verðlaunahátíðatímabilið hægði Cooper á sér til þess að einbeita sér að fjölskyldunni og eyddi hverjum degi með þeim,“ segir heimildarmaðurinn en Cooper og Shayk eiga hina tveggja ára gömlu Leu De Seine saman. Þau hafi þó ekki eytt miklum tíma saman stuttu áður en þau ákváðu að skilja. „[Irina] er ekki að einbeita sér að því að vera stjarna eða frægðinni, hún vill bara vernda fjölskylduna sína. Bradley vinnur mjög mikið og er að reyna að nýta sér öll atvinnutækifæri akkúrat núna.“
Hollywood Tengdar fréttir Tilfinningaþrunginn flutningur Gaga og Cooper á Shallow einn af hápunktum Óskarsins Margir biðu með eftirvæntingu eftir flutningi þeirra Lady Gaga og Bradley Cooper á laginu Shallow úr myndinni A Star is Born á Óskarsverðlaununum í nótt. 25. febrúar 2019 08:21 Jimmy Kimmel spurði Lady Gaga hvort hún væri ástfangin af Bradley Cooper Lady Gaga vann Óskarinn á sunnudagskvöldið fyrir besta lagið í kvikmynd og biðu margir með eftirvæntingu eftir flutningi hennar og Bradley Cooper á laginu Shallow úr myndinni A Star is Born á hátíðinni. 28. febrúar 2019 12:30 Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Tónlistarkonan Lady Gaga hreppti þrenn verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar af tvenn fyrir lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born. 11. febrúar 2019 10:32 Samband Bradley Cooper og Irinu Shayk varð aldrei samt eftir A Star is Born Samband leikarans Bradley Cooper og fyrirsætunnar Irinu Shayk varð aldrei samt eftir að stórmyndin A Star is Born kom út, Cooper leikstýrði myndinni auk þess sem að hann lék eitt aðalhlutverka myndarinnar á móti söngkonunni Lady Gaga. 10. júní 2019 20:50 Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira
Tilfinningaþrunginn flutningur Gaga og Cooper á Shallow einn af hápunktum Óskarsins Margir biðu með eftirvæntingu eftir flutningi þeirra Lady Gaga og Bradley Cooper á laginu Shallow úr myndinni A Star is Born á Óskarsverðlaununum í nótt. 25. febrúar 2019 08:21
Jimmy Kimmel spurði Lady Gaga hvort hún væri ástfangin af Bradley Cooper Lady Gaga vann Óskarinn á sunnudagskvöldið fyrir besta lagið í kvikmynd og biðu margir með eftirvæntingu eftir flutningi hennar og Bradley Cooper á laginu Shallow úr myndinni A Star is Born á hátíðinni. 28. febrúar 2019 12:30
Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Tónlistarkonan Lady Gaga hreppti þrenn verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar af tvenn fyrir lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born. 11. febrúar 2019 10:32
Samband Bradley Cooper og Irinu Shayk varð aldrei samt eftir A Star is Born Samband leikarans Bradley Cooper og fyrirsætunnar Irinu Shayk varð aldrei samt eftir að stórmyndin A Star is Born kom út, Cooper leikstýrði myndinni auk þess sem að hann lék eitt aðalhlutverka myndarinnar á móti söngkonunni Lady Gaga. 10. júní 2019 20:50