Nýir forsetar og svið hjá Háskólanum í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júní 2019 15:25 Háskólinn í Reykjavík. vísir/vilhelm Nýir sviðsforsetar og deildarforsetar hafa verið ráðnir til Háskólans í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum. Breytingarnar eru tilkomnar vegna stofnunar nýrra sviða, þ.e. samfélagssviðs, tæknisviðs, iðn- og tæknifræðideildar, sálfræðideildar og íþróttafræðideildar. Nýju forsetarnir hafa allir starfað hjá HR undanfarin ár og verið í forsvari hjá deildum við skólann. Dr. Ragnhildur Helgadóttir er sviðsforseti nýs samfélagssviðs Háskólans í Reykjavík. Innan samfélagssviðs HR eru viðskiptadeild, lagadeild, sálfræðideild og íþróttadeild. Ragnhildur hefur verið prófessor við lagadeild frá 2006 og var deildarforseti frá 2014 til 2019. Sérgreinar Ragnhildar eru stjórnskipunarréttur og réttarsaga. Hún hefur gefið út fjölda bóka og vísindagreina á sérsviðum sínum og um almannatryggingar og stjórnsýslurétt, nú síðast ritstýrði hún og skrifaði í greinasafn vegna fullveldisafmælisins og skrifaði í norrænt rit um pólitísk áhrif íslenskra lögfræðinga sem hóps í sögulegu ljósi. Meðfram starfi hjá HR hefur hún m.a. verið formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs, í samninganefnd Íslands við ESB og ad hoc formaður í nefnd um dómarastörf auk þess að kenna við Háskólana í Montreal og Ottawa í Kanada, Paris II (Pantheon-Assas) í París og Toulouse - Capitole í Toulouse. Hún hefur dæmt í einstökum málum í héraði, Hæstarétti og Mannréttindadómstól Evrópu. Dr. Gísli Hjálmtýsson er sviðsforseti nýs tæknisviðs Háskólans í Reykjavík. Innan tæknisviðs eru tölvunarfræðideild, verkfræðideild og iðn- og tæknifræðideild. Gísli hefur gegnt stöðu deildarforseta tölvunarfræðideildar HR frá árinu 2017. Hann hefur yfir þrjátíu ára reynslu sem frumkvöðull og stjórnandi á sviði upplýsingatækni og nýsköpunar. Hann hefur verið framkvæmdastjóri og meðal eigenda Thule Investments frá árinu 2004 og leitt fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum. Hann hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, á Íslandi, í Evrópu og USA, allt frá nýsköpunarfyrirtækjum til skráðra félaga. Gísli lauk doktorsprófi í tölvunarfræði frá University of California, Santa Barbara árið 1995 og B.Sc-gráðu í stærðfræði og tölvunarfræði frá University of Rochester 1992. Eftir doktorspróf starfaði Gísli hjá AT&T Bell Laboratories. Frá árinu 2001-2007 var hann prófessor í tölvunarfræði og forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Hann hefur birt yfir áttatíu vísindagreinar og haldið erindi á fjölmörgum ráðstefnum, hjá háskólum og fyrirtækjum. Gísli á yfir 20 einkaleyfi og er meðlimur í IEEE og ACM. Hera Grímsdóttir er deildarforseti nýrrar iðn- og tæknifræðideildar Háskólans í Reykjavík. Hera hefur starfað sem sviðstjóri byggingasviðs Háskólans í Reykjavík frá árinu 2015 en kennt við háskólann frá árinu 2013, fyrst sem stundakennari. Að auki hefur Hera kennt verkefnastjórnun hjá Opna Háskólanum og kennt námskeið úti í atvinnulífinu í fjölmörg ár. Hún er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík frá 2017 og tók meistaragráðu frá sama skóla í byggingarverkfræði með áherslu á framkvæmdastjórnun árið 2013. Hún lauk B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2004. Hera hefur víðtæka reynslu af úr atvinnulífinu og starfaði hjá EFLU verkfræðistofu frá árinu 2004, fyrst á orkusviði og síðar á sviði verkefnastýringar. Árið 2011 hóf hún störf hjá Össuri þar sem hún stýrði m.a. fjölmörgum alþjóðlegum Bionics gerviútlima-verkefnum og kom að því að setja nýja spelkuvörulínu á markað. Þá hefur Hera margra ára reynslu af stjórnun og stjórnarsetu. Hera hefur síðustu ár lagt áherslu á öfluga tengingu atvinnulífs og tæknimenntunar við Háskólann í Reykjavík og leitt mörg verkefni í samstarfi við atvinnulífið. Dr. Luca Aceto er nýr deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Hann tekur við starfinu af Dr. Gísla Hjálmtýssyni, sviðsforseta tæknisviðs HR. Luca hefur gegnt stöðu prófessors við tölvunarfræðideild HR frá árinu 2004. Frá september 2017 hefur hann einnig gegnt stöðu prófessors við Gran Sasso Science Institute, L'Aquila á Ítalíu og stýrt vísindastarfi og alþjóðlegu doktorsnámi í tölvunarfræði þar. Áður en hann hóf störf við HR var hann m.a. dósent við Álaborgarháskóla (1996-2006) og lektor við University of Sussex (1992-1996). Luca er kjörinn félagi í Upplýsingatæknideild Evrópuakademíunnar (Informatics Section of Academia Europaea) og var forseti European Association for Theoretical Computer Science frá 2012 til 2016. Luca hlaut doktorsgráðu í tölvunarfræði frá University of Sussex árið 1991 og meistaragráðu frá University of Pisa árið 1986. Hann er formaður ritstjórnar LIPIcs (Leibniz International Proceedings in Informatics) og situr í framkvæmdastjórn, ráðgjafanefnd og ritstjórnum fjölda annarra vísindatímarita sem fjalla um tölvunarfræði. Meginviðfangsefni Luca Aceto í rannsóknum tengjast fræðilegum eiginleikum samhliða vinnslu, með áherslu á mál sem lýsa algebrískum ferlum og hvernig slík mál styðja við leiðir til að skilgreina og vinna með kerfi, rökfræði, merkingarfræði og jöfnurökfræði í tölvunarfræði. Hann hefur skrifað tvær fræðibækur, tíu bókarkafla og ritstýrt 30 bindum vísindatímarita. auk þess að birta mikinn fjölda ritrýndra vísindagreina og útdrátta. Dr. Hafrún Kristjánsdóttir hefur tekið við stöðu deildarforseta nýrrar íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík. Hafrún var skipuð dósent við tækni og verkfræðideild HR fyrr á þessu ári og hefur gegnt stöðu sviðsstjóra íþróttafræðisviðs frá árinu 2013. Hún lauk doktorsprófi í líf og læknavísindum árið 2015 frá Háskóla Íslands, Cand Psych gráðu í sálfræði 2005 og B.Sc. gráðu í sálfræði frá sama skóla. Hafrún hefur víðtæka og fjölbreytta reynslu innan íþróttahreyfingarinnar og hefur birt fjölda greina á sviði íþróttasálfræði, klínískrar sálfræði og íþróttafræði. Hún hefur á síðustu árum meðal annars leitt eða tekið þátt í rannsóknarverkefnum um höfuðáverka í íþróttum, geðheilsu íþróttamanna, kynjajafnrétti í íþróttum og sálfræðilegra færni íslenskra afreksíþróttamanna. Dr. Bryndís Björk Ásgeirsóttir hefur verið ráðin forseti nýrrar sálfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Hún hefur starfað við HR frá árinu 2005, veitt námsbrautum í sálfræði forstöðu og gegnt stöðu dósents og sviðsstjóra sálfræðisviðs frá árinu 2015. Bryndís Björk lauk doktorsprófi í sálfræði árið 2011 frá Institute of Psychiatry, King´College London, meistaragráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og B.Sc. gráðu í sálfræði frá sama skóla árið 1999. Bryndís Björk hefur birt fjölda vísindagreina í alþjóðlegum ritum um geðheilsu og áhrif streituvaldandi atburða og reynslu á líðan og hegðun ungmenna. Þá hefur hún rannsakað verndandi þætti í lífi ungs fólks sem hefur verið beitt kynferðislegu ofbeldi eða heimilisofbeldi og hvernig bæta má lífsánægju og vellíðan. Hún hefur stundað rannsóknir við Rannsóknir og greiningu frá árinu 1999 og gegndi starfi framkvæmdarstjóra þar á árunum 2000 til 2002. Bryndís Björk hefur tekið virkan þátt í nefndarstarfi á vegum ríkis og sveitarfélaga er varðar málefni barna og ungmenna á Íslandi og situr nú í stjórnum Bataskóla Íslands og Bergsins, stuðnings- og ráðgjafaseturs fyrir ungt fólk. Bryndís Björk hefur á undanförnum árum leitt rannsóknarverkefni um áhrif foreldrastuðnings í lífi barna sem sækja meðferð hjá Barnahúsi og leiðir nú ásamt Dr. Rannveigu S. Sigurvinsdóttur viðamikla rannsókn á geðheilsu Íslendinga. Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Nýir sviðsforsetar og deildarforsetar hafa verið ráðnir til Háskólans í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum. Breytingarnar eru tilkomnar vegna stofnunar nýrra sviða, þ.e. samfélagssviðs, tæknisviðs, iðn- og tæknifræðideildar, sálfræðideildar og íþróttafræðideildar. Nýju forsetarnir hafa allir starfað hjá HR undanfarin ár og verið í forsvari hjá deildum við skólann. Dr. Ragnhildur Helgadóttir er sviðsforseti nýs samfélagssviðs Háskólans í Reykjavík. Innan samfélagssviðs HR eru viðskiptadeild, lagadeild, sálfræðideild og íþróttadeild. Ragnhildur hefur verið prófessor við lagadeild frá 2006 og var deildarforseti frá 2014 til 2019. Sérgreinar Ragnhildar eru stjórnskipunarréttur og réttarsaga. Hún hefur gefið út fjölda bóka og vísindagreina á sérsviðum sínum og um almannatryggingar og stjórnsýslurétt, nú síðast ritstýrði hún og skrifaði í greinasafn vegna fullveldisafmælisins og skrifaði í norrænt rit um pólitísk áhrif íslenskra lögfræðinga sem hóps í sögulegu ljósi. Meðfram starfi hjá HR hefur hún m.a. verið formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs, í samninganefnd Íslands við ESB og ad hoc formaður í nefnd um dómarastörf auk þess að kenna við Háskólana í Montreal og Ottawa í Kanada, Paris II (Pantheon-Assas) í París og Toulouse - Capitole í Toulouse. Hún hefur dæmt í einstökum málum í héraði, Hæstarétti og Mannréttindadómstól Evrópu. Dr. Gísli Hjálmtýsson er sviðsforseti nýs tæknisviðs Háskólans í Reykjavík. Innan tæknisviðs eru tölvunarfræðideild, verkfræðideild og iðn- og tæknifræðideild. Gísli hefur gegnt stöðu deildarforseta tölvunarfræðideildar HR frá árinu 2017. Hann hefur yfir þrjátíu ára reynslu sem frumkvöðull og stjórnandi á sviði upplýsingatækni og nýsköpunar. Hann hefur verið framkvæmdastjóri og meðal eigenda Thule Investments frá árinu 2004 og leitt fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum. Hann hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, á Íslandi, í Evrópu og USA, allt frá nýsköpunarfyrirtækjum til skráðra félaga. Gísli lauk doktorsprófi í tölvunarfræði frá University of California, Santa Barbara árið 1995 og B.Sc-gráðu í stærðfræði og tölvunarfræði frá University of Rochester 1992. Eftir doktorspróf starfaði Gísli hjá AT&T Bell Laboratories. Frá árinu 2001-2007 var hann prófessor í tölvunarfræði og forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Hann hefur birt yfir áttatíu vísindagreinar og haldið erindi á fjölmörgum ráðstefnum, hjá háskólum og fyrirtækjum. Gísli á yfir 20 einkaleyfi og er meðlimur í IEEE og ACM. Hera Grímsdóttir er deildarforseti nýrrar iðn- og tæknifræðideildar Háskólans í Reykjavík. Hera hefur starfað sem sviðstjóri byggingasviðs Háskólans í Reykjavík frá árinu 2015 en kennt við háskólann frá árinu 2013, fyrst sem stundakennari. Að auki hefur Hera kennt verkefnastjórnun hjá Opna Háskólanum og kennt námskeið úti í atvinnulífinu í fjölmörg ár. Hún er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík frá 2017 og tók meistaragráðu frá sama skóla í byggingarverkfræði með áherslu á framkvæmdastjórnun árið 2013. Hún lauk B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2004. Hera hefur víðtæka reynslu af úr atvinnulífinu og starfaði hjá EFLU verkfræðistofu frá árinu 2004, fyrst á orkusviði og síðar á sviði verkefnastýringar. Árið 2011 hóf hún störf hjá Össuri þar sem hún stýrði m.a. fjölmörgum alþjóðlegum Bionics gerviútlima-verkefnum og kom að því að setja nýja spelkuvörulínu á markað. Þá hefur Hera margra ára reynslu af stjórnun og stjórnarsetu. Hera hefur síðustu ár lagt áherslu á öfluga tengingu atvinnulífs og tæknimenntunar við Háskólann í Reykjavík og leitt mörg verkefni í samstarfi við atvinnulífið. Dr. Luca Aceto er nýr deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Hann tekur við starfinu af Dr. Gísla Hjálmtýssyni, sviðsforseta tæknisviðs HR. Luca hefur gegnt stöðu prófessors við tölvunarfræðideild HR frá árinu 2004. Frá september 2017 hefur hann einnig gegnt stöðu prófessors við Gran Sasso Science Institute, L'Aquila á Ítalíu og stýrt vísindastarfi og alþjóðlegu doktorsnámi í tölvunarfræði þar. Áður en hann hóf störf við HR var hann m.a. dósent við Álaborgarháskóla (1996-2006) og lektor við University of Sussex (1992-1996). Luca er kjörinn félagi í Upplýsingatæknideild Evrópuakademíunnar (Informatics Section of Academia Europaea) og var forseti European Association for Theoretical Computer Science frá 2012 til 2016. Luca hlaut doktorsgráðu í tölvunarfræði frá University of Sussex árið 1991 og meistaragráðu frá University of Pisa árið 1986. Hann er formaður ritstjórnar LIPIcs (Leibniz International Proceedings in Informatics) og situr í framkvæmdastjórn, ráðgjafanefnd og ritstjórnum fjölda annarra vísindatímarita sem fjalla um tölvunarfræði. Meginviðfangsefni Luca Aceto í rannsóknum tengjast fræðilegum eiginleikum samhliða vinnslu, með áherslu á mál sem lýsa algebrískum ferlum og hvernig slík mál styðja við leiðir til að skilgreina og vinna með kerfi, rökfræði, merkingarfræði og jöfnurökfræði í tölvunarfræði. Hann hefur skrifað tvær fræðibækur, tíu bókarkafla og ritstýrt 30 bindum vísindatímarita. auk þess að birta mikinn fjölda ritrýndra vísindagreina og útdrátta. Dr. Hafrún Kristjánsdóttir hefur tekið við stöðu deildarforseta nýrrar íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík. Hafrún var skipuð dósent við tækni og verkfræðideild HR fyrr á þessu ári og hefur gegnt stöðu sviðsstjóra íþróttafræðisviðs frá árinu 2013. Hún lauk doktorsprófi í líf og læknavísindum árið 2015 frá Háskóla Íslands, Cand Psych gráðu í sálfræði 2005 og B.Sc. gráðu í sálfræði frá sama skóla. Hafrún hefur víðtæka og fjölbreytta reynslu innan íþróttahreyfingarinnar og hefur birt fjölda greina á sviði íþróttasálfræði, klínískrar sálfræði og íþróttafræði. Hún hefur á síðustu árum meðal annars leitt eða tekið þátt í rannsóknarverkefnum um höfuðáverka í íþróttum, geðheilsu íþróttamanna, kynjajafnrétti í íþróttum og sálfræðilegra færni íslenskra afreksíþróttamanna. Dr. Bryndís Björk Ásgeirsóttir hefur verið ráðin forseti nýrrar sálfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Hún hefur starfað við HR frá árinu 2005, veitt námsbrautum í sálfræði forstöðu og gegnt stöðu dósents og sviðsstjóra sálfræðisviðs frá árinu 2015. Bryndís Björk lauk doktorsprófi í sálfræði árið 2011 frá Institute of Psychiatry, King´College London, meistaragráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og B.Sc. gráðu í sálfræði frá sama skóla árið 1999. Bryndís Björk hefur birt fjölda vísindagreina í alþjóðlegum ritum um geðheilsu og áhrif streituvaldandi atburða og reynslu á líðan og hegðun ungmenna. Þá hefur hún rannsakað verndandi þætti í lífi ungs fólks sem hefur verið beitt kynferðislegu ofbeldi eða heimilisofbeldi og hvernig bæta má lífsánægju og vellíðan. Hún hefur stundað rannsóknir við Rannsóknir og greiningu frá árinu 1999 og gegndi starfi framkvæmdarstjóra þar á árunum 2000 til 2002. Bryndís Björk hefur tekið virkan þátt í nefndarstarfi á vegum ríkis og sveitarfélaga er varðar málefni barna og ungmenna á Íslandi og situr nú í stjórnum Bataskóla Íslands og Bergsins, stuðnings- og ráðgjafaseturs fyrir ungt fólk. Bryndís Björk hefur á undanförnum árum leitt rannsóknarverkefni um áhrif foreldrastuðnings í lífi barna sem sækja meðferð hjá Barnahúsi og leiðir nú ásamt Dr. Rannveigu S. Sigurvinsdóttur viðamikla rannsókn á geðheilsu Íslendinga.
Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira