Kristófer Acox segist ekki vera spaði: „Ég er bara saklaus mömmustrákur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júní 2019 14:00 Birna María og Kristófer Acox ræddu málin í GYM. Stöð 2 Körfuknattleiksmaðurinn Kristófer Acox ætti að vera flestum íþróttaáhugamönnum landsins kunnur. Hann er leikmaður KR í Dominos-deildinni og hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn með liðinu síðastliðin þrjú ár. Kristófer var gestur Birnu Maríu í fyrsta þætti annarrar þáttaraðar af spjallþættinum GYM, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum í sumar. Birna og Kristófer fóru um víðan völl í þættinum og fá áhorfendur meðal annars að sjá hve gríðarlegum stökkkrafti þessi magnaði íþróttamaður býr yfir. Þá lætur hann einnig í ljós óánægju sína með að hlaupa í ræktinni, en kappinn segir fátt leiðinlegra en að hlaupa á brettinu. Aðra sögu sé þó að segja um hlaup með bolta. Áhorfendur fá þá einnig að kynnast mýkri hlið kappans en á teygjusvæðinu segir Kristófer Birnu frá því að hann njóti þess ekkert sérstaklega að láta taka myndir af sér, nema þá mögulega með ungum aðdáendum eða í myndatökum fyrir styrktaraðila sína. Eftir að hafa fengið að kynnast Kristófer betur viðurkenndi Birna að það vekti hjá henni furðu hversu litlir stjörnustælar væru í kappanum. Hún hafi búist við að hann væri meiri „sjomli.“ „Ég er bara saklaus mömmustrákur, ég er enginn spaði. Ég var bara í Kvennó,“ segir Kristófer þá. Hluta þáttarins má sjá hér að neðan en þættina í heild sinni má sjá á sunnudagskvöldum á Stöð 2 klukkan 20:40 eða á Stöð 2 Maraþon. Dominos-deild karla GYM Heilsa Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Körfuknattleiksmaðurinn Kristófer Acox ætti að vera flestum íþróttaáhugamönnum landsins kunnur. Hann er leikmaður KR í Dominos-deildinni og hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn með liðinu síðastliðin þrjú ár. Kristófer var gestur Birnu Maríu í fyrsta þætti annarrar þáttaraðar af spjallþættinum GYM, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum í sumar. Birna og Kristófer fóru um víðan völl í þættinum og fá áhorfendur meðal annars að sjá hve gríðarlegum stökkkrafti þessi magnaði íþróttamaður býr yfir. Þá lætur hann einnig í ljós óánægju sína með að hlaupa í ræktinni, en kappinn segir fátt leiðinlegra en að hlaupa á brettinu. Aðra sögu sé þó að segja um hlaup með bolta. Áhorfendur fá þá einnig að kynnast mýkri hlið kappans en á teygjusvæðinu segir Kristófer Birnu frá því að hann njóti þess ekkert sérstaklega að láta taka myndir af sér, nema þá mögulega með ungum aðdáendum eða í myndatökum fyrir styrktaraðila sína. Eftir að hafa fengið að kynnast Kristófer betur viðurkenndi Birna að það vekti hjá henni furðu hversu litlir stjörnustælar væru í kappanum. Hún hafi búist við að hann væri meiri „sjomli.“ „Ég er bara saklaus mömmustrákur, ég er enginn spaði. Ég var bara í Kvennó,“ segir Kristófer þá. Hluta þáttarins má sjá hér að neðan en þættina í heild sinni má sjá á sunnudagskvöldum á Stöð 2 klukkan 20:40 eða á Stöð 2 Maraþon.
Dominos-deild karla GYM Heilsa Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira