Stál og hnífur komst næstum ekki með Arnar Tómas skrifar 29. júní 2019 08:00 Alls mun Bubbi taka fyrir tíu af plötum sínum í hlaðvarpinu. „Það var ekkert algengt á þessum tíma að fólk væri að tala svona beinskeytt um hlutina. Ég hugsaði að þetta væri gæi sem ætti framtíðina fyrir sér,“ segir Sigurður Árnason, upptökumaður og bassaleikari, um fyrstu kynni sín af Bubba Morthens í öðrum þætti hlaðvarpsins Sögur af plötum. Í þættinum rekja þeir félagar söguna að baki fyrstu plötu Bubba, Ísbjarnarblús. „Hlutirnir fóru að gerast. Alltaf var góður fílingur, alltaf vorum við í góðu skapi, alltaf var nóg af grasi. Þegar maður slappaði af og hlustaði á árangurinn fékk maður sér alltaf reyk. Þetta voru alveg stórkostlegir tímar,“ segir Sigurður sem minnist tímanna vel. Platan var tekin upp hjá útgáfufyrirtækinu SG-hljómplötum sem var í eigu tónlistar- og útvarpsmannsins Svavars Gests. Bubbi og Sigurður lýsa því hversu erfitt gat verið að vinna með Svavari. „Mín upplifun af honum var að hann var svo leiðinlegur. Rosalega þurr,“ segir Bubbi og þakkar Sigurði fyrir að hafa „lagað Excel-skjalið“, en tökur í stúdíóinu stóðu yfir mun lengur en það sem skrásettur tímafjöldi sagði til um. Sigurður segir svo frá því hvernig þekktasta lag Bubba komst næstum því ekki á plötuna. „Þegar þú tókst Stál og hnífur þá vorum við bara tveir uppi í stúdíói og þegar þú ert búinn að spila þetta inn þá segirðu: „Æ, eigum við að láta þetta fara með?“ og ég sagði „Hvað? Auðvitað!“ Og svo í dag er þetta þjóðsöngur Íslendinga!“ Bubbi skefur ekki af mikilvægi aðkomu þess að hafa góðan upptökumann. „Þú leyfðir hlutunum svolítið að fara sína leið. Ísbjarnarblús er í rauninni jafn mikið þér að þakka og mér að þakka. Þetta var svo mikið sjokk þegar við fórum að taka upp plötu númer tvö sem var Geislavirkir. Þar kom einhver Breti sem eiginlega skar undan okkur. Við vorum svo mikill kraftur live en þegar við komum inn í stúdíóið hugsaði ég að þetta væri ekki nærri því jafn skemmtilegt og á Ísbjarnarblús.“ Hægt er að hlusta á fyrstu tvo þætti hlaðvarpsins á vef Fréttablaðsins. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
„Það var ekkert algengt á þessum tíma að fólk væri að tala svona beinskeytt um hlutina. Ég hugsaði að þetta væri gæi sem ætti framtíðina fyrir sér,“ segir Sigurður Árnason, upptökumaður og bassaleikari, um fyrstu kynni sín af Bubba Morthens í öðrum þætti hlaðvarpsins Sögur af plötum. Í þættinum rekja þeir félagar söguna að baki fyrstu plötu Bubba, Ísbjarnarblús. „Hlutirnir fóru að gerast. Alltaf var góður fílingur, alltaf vorum við í góðu skapi, alltaf var nóg af grasi. Þegar maður slappaði af og hlustaði á árangurinn fékk maður sér alltaf reyk. Þetta voru alveg stórkostlegir tímar,“ segir Sigurður sem minnist tímanna vel. Platan var tekin upp hjá útgáfufyrirtækinu SG-hljómplötum sem var í eigu tónlistar- og útvarpsmannsins Svavars Gests. Bubbi og Sigurður lýsa því hversu erfitt gat verið að vinna með Svavari. „Mín upplifun af honum var að hann var svo leiðinlegur. Rosalega þurr,“ segir Bubbi og þakkar Sigurði fyrir að hafa „lagað Excel-skjalið“, en tökur í stúdíóinu stóðu yfir mun lengur en það sem skrásettur tímafjöldi sagði til um. Sigurður segir svo frá því hvernig þekktasta lag Bubba komst næstum því ekki á plötuna. „Þegar þú tókst Stál og hnífur þá vorum við bara tveir uppi í stúdíói og þegar þú ert búinn að spila þetta inn þá segirðu: „Æ, eigum við að láta þetta fara með?“ og ég sagði „Hvað? Auðvitað!“ Og svo í dag er þetta þjóðsöngur Íslendinga!“ Bubbi skefur ekki af mikilvægi aðkomu þess að hafa góðan upptökumann. „Þú leyfðir hlutunum svolítið að fara sína leið. Ísbjarnarblús er í rauninni jafn mikið þér að þakka og mér að þakka. Þetta var svo mikið sjokk þegar við fórum að taka upp plötu númer tvö sem var Geislavirkir. Þar kom einhver Breti sem eiginlega skar undan okkur. Við vorum svo mikill kraftur live en þegar við komum inn í stúdíóið hugsaði ég að þetta væri ekki nærri því jafn skemmtilegt og á Ísbjarnarblús.“ Hægt er að hlusta á fyrstu tvo þætti hlaðvarpsins á vef Fréttablaðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira