Fordæmi fyrir því að hægt sé að fá ösp nágrannans fellda Andri Eysteinsson skrifar 28. júní 2019 22:05 Hver veit nema einhverjar nágranna erjur stafi vegna þessa trjáa. Vísir/Vilhelm Trjágróður á það til að spretta upp og sums staðar úr hófi, á einhverjum stöðum má sjá garðeigendur hamast við að grisja gróðurinn í garðinum en hvenær eru tré orðin of há? Hvenær eru tré farin að valda skemmdum eða spilla sólartíma nágranna? Þessum spurningum veltu Þorgeir, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis fyrir sér og fengu til sín formann Húseigendafélagsins Sigurð Helga Guðjónsson til að svara þeim spurningum sem brunnu á. Sigurður Helgi segir slík mál koma nær daglega á borð húseigendafélagsins að sumri til, málin séu oft mjög illvíg og hatrömm enda séu miklar tilfinningar að baki. „Það er í raun tvöfalt reglukerfi sem gildir um þetta, annars vegar byggingarlöggjöf. Það eru reglur í byggingarreglugerð sem banna að planta hávöxnum trjátegundum á lóðamörkum, ekki nær þeim en fjórir metrar. Ef það er nær mega trén ekki vera meira en 180 sentimetrar á hæð, segir Sigurður Helgi og bætir við upplýsingum um hitt kerfið. „Grenndarréttur og nábýlisréttur, óskráðar reglur sem byggjast á dómafordæmum og fræði kenningum. Meginreglan þar er sú að ekki þurfi að þola meira ónæði en gengur og gerist, mörkin þar á milli eru hárfín og mér finnst hér skorta almenna löggjöf um þessi efni.“ En gæti nágranni, sem finnst ösp í næsta garði skyggja heldur mikið á sig, vísað í reglugerð og fengið hana fellda?„Já, það eru fordæmi fyrir því. Það er gömul saga og ný að svona hávaxin tré geta verið einum til yndis en öðrum til baga og ekki er allt sem vel er grænt. Hávaxin tré geta dagsljósi í dimmu breytt, segir Sigurður.Þá segir Sigurður að málin snúi að mestu leyti að öspum. Aspir eigi ekki heima í þröngum húsagörðum og limgerði eins og tíðkast hér á landi. „Það dettur engum í hug að setja górillu í hamstrabúr,“ segir Sigurður. Hægt er að skjóta málum sem þessum til yfirvalda á grundvelli byggingarreglugerða. Sigurður segir mál af þessum toga hafa farið fyrir dómstóla og aspareigendum gert að fella tré. Þó megi ekki taka lögin í sínar eigin hendur, að fella ösp nágrannans sé brot á almennum hegningarlögum sem kallist gertæki. Grípa verði til lagalegra úrræða í þessum efnum, samkvæmt Sigurði Helga Guðjónssyni, formanni Húseigendafélagsins. Heyra má umræður í Reykjavík síðdegis í spilaranum hér að neðan. Reykjavík síðdegis Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Trjágróður á það til að spretta upp og sums staðar úr hófi, á einhverjum stöðum má sjá garðeigendur hamast við að grisja gróðurinn í garðinum en hvenær eru tré orðin of há? Hvenær eru tré farin að valda skemmdum eða spilla sólartíma nágranna? Þessum spurningum veltu Þorgeir, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis fyrir sér og fengu til sín formann Húseigendafélagsins Sigurð Helga Guðjónsson til að svara þeim spurningum sem brunnu á. Sigurður Helgi segir slík mál koma nær daglega á borð húseigendafélagsins að sumri til, málin séu oft mjög illvíg og hatrömm enda séu miklar tilfinningar að baki. „Það er í raun tvöfalt reglukerfi sem gildir um þetta, annars vegar byggingarlöggjöf. Það eru reglur í byggingarreglugerð sem banna að planta hávöxnum trjátegundum á lóðamörkum, ekki nær þeim en fjórir metrar. Ef það er nær mega trén ekki vera meira en 180 sentimetrar á hæð, segir Sigurður Helgi og bætir við upplýsingum um hitt kerfið. „Grenndarréttur og nábýlisréttur, óskráðar reglur sem byggjast á dómafordæmum og fræði kenningum. Meginreglan þar er sú að ekki þurfi að þola meira ónæði en gengur og gerist, mörkin þar á milli eru hárfín og mér finnst hér skorta almenna löggjöf um þessi efni.“ En gæti nágranni, sem finnst ösp í næsta garði skyggja heldur mikið á sig, vísað í reglugerð og fengið hana fellda?„Já, það eru fordæmi fyrir því. Það er gömul saga og ný að svona hávaxin tré geta verið einum til yndis en öðrum til baga og ekki er allt sem vel er grænt. Hávaxin tré geta dagsljósi í dimmu breytt, segir Sigurður.Þá segir Sigurður að málin snúi að mestu leyti að öspum. Aspir eigi ekki heima í þröngum húsagörðum og limgerði eins og tíðkast hér á landi. „Það dettur engum í hug að setja górillu í hamstrabúr,“ segir Sigurður. Hægt er að skjóta málum sem þessum til yfirvalda á grundvelli byggingarreglugerða. Sigurður segir mál af þessum toga hafa farið fyrir dómstóla og aspareigendum gert að fella tré. Þó megi ekki taka lögin í sínar eigin hendur, að fella ösp nágrannans sé brot á almennum hegningarlögum sem kallist gertæki. Grípa verði til lagalegra úrræða í þessum efnum, samkvæmt Sigurði Helga Guðjónssyni, formanni Húseigendafélagsins. Heyra má umræður í Reykjavík síðdegis í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira