„Viele Leute haben gestorben hier“ Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2019 15:20 Kristinn vissi ekki fyrr en miðaldra karl reif sig skyndilega úr fötunum og gerði sig líklegan til að henda sér í öldurótið. Svo virðist sem Kristni R. Ólafssyni, útvarpsmanni og Spánarvini, hafi með naumindum tekist að forða Þjóðverja frá því að stinga sér til sunds í Reynisfjöru. Kristinn telur víst að hann hafi forðað manninum frá bráðum bana. „Í gær forðaði ég eflaust þýskum ferðamanni frá því að drekkja sjálfum sér í briminu við Reynisfjöru. Miðaldra karlinn reif sig skyndilega úr fötunum og stóð allt í einu á sundskýlunni. Hljóp síðan í sjó fram og átti eftir nokkur skref þegar ég stökk til og skipaði honum með bendingum og óðum að koma sér hið bráðasta á þurrt aftur. „You wanna drown your self! Get out of the water!“ Kristinn R. Ólafsson, sem ekki síst er þekktur fyrir vinsæla útvarpspistla sína frá Spáni í gegnum tíðina, greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni nú fyrir skemmstu. Og kann að segja frá atvikinu. „Ég hafði staðið og fylgst með hópi Spánverja sem ég hef verið með í hringferð - að þeir færu sér ekki að voða. Þetta og rauður stakkur minn gerðu mig svolítið strandvarðarlega. Þjóðverjinn hefur eflaust talið mig yfirvald á staðnum og hlýddi mér umyrðalaust.“ Það fylgir sögunni að Kristinn hafi gleymt að taka mynd af Þjóðverjanum á skýlunni. En hann spurði hvaðan maðurinn væri og ítrekaði við hann hversu hættulegt athæfi hans hefði verið. „Skil ekki hvernig einhver menntaskólaþýska, úr dýpstu hugarfylgsnum hrökk uppúr mér: „Viele Leute haben gestorben hier“.“ Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Varað við óvenjuháum öldum í Reynisfjöru Spáð er allt að sex til sjö metra háum öldum í Reynisfjöru og nágrenni á morgun. Veðurfræðingur segir ástæðu til að vara við sjóganginum og mögulega loka fjörunum fyrir umferð. 31. ágúst 2018 15:09 Ferðamaður féll í klettum við Reynisfjöru Ferðamaður féll í klettum við Reynisfjöru síðdegis í dag. 22. júní 2019 17:38 Viðvörunarkerfi fyrir hættulegar öldur við Reynisfjöru enn á tilraunastigi Ferðamenn voru hætt komnir í fjörunni á laugardag er þeir hættu sér of nálægt briminu en viðvörunarkerfinu er ætlað að vara fólk við þegar öldugangur á svæðinu fer yfir ákveðinn hættustuðul. 7. nóvember 2018 23:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Svo virðist sem Kristni R. Ólafssyni, útvarpsmanni og Spánarvini, hafi með naumindum tekist að forða Þjóðverja frá því að stinga sér til sunds í Reynisfjöru. Kristinn telur víst að hann hafi forðað manninum frá bráðum bana. „Í gær forðaði ég eflaust þýskum ferðamanni frá því að drekkja sjálfum sér í briminu við Reynisfjöru. Miðaldra karlinn reif sig skyndilega úr fötunum og stóð allt í einu á sundskýlunni. Hljóp síðan í sjó fram og átti eftir nokkur skref þegar ég stökk til og skipaði honum með bendingum og óðum að koma sér hið bráðasta á þurrt aftur. „You wanna drown your self! Get out of the water!“ Kristinn R. Ólafsson, sem ekki síst er þekktur fyrir vinsæla útvarpspistla sína frá Spáni í gegnum tíðina, greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni nú fyrir skemmstu. Og kann að segja frá atvikinu. „Ég hafði staðið og fylgst með hópi Spánverja sem ég hef verið með í hringferð - að þeir færu sér ekki að voða. Þetta og rauður stakkur minn gerðu mig svolítið strandvarðarlega. Þjóðverjinn hefur eflaust talið mig yfirvald á staðnum og hlýddi mér umyrðalaust.“ Það fylgir sögunni að Kristinn hafi gleymt að taka mynd af Þjóðverjanum á skýlunni. En hann spurði hvaðan maðurinn væri og ítrekaði við hann hversu hættulegt athæfi hans hefði verið. „Skil ekki hvernig einhver menntaskólaþýska, úr dýpstu hugarfylgsnum hrökk uppúr mér: „Viele Leute haben gestorben hier“.“
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Varað við óvenjuháum öldum í Reynisfjöru Spáð er allt að sex til sjö metra háum öldum í Reynisfjöru og nágrenni á morgun. Veðurfræðingur segir ástæðu til að vara við sjóganginum og mögulega loka fjörunum fyrir umferð. 31. ágúst 2018 15:09 Ferðamaður féll í klettum við Reynisfjöru Ferðamaður féll í klettum við Reynisfjöru síðdegis í dag. 22. júní 2019 17:38 Viðvörunarkerfi fyrir hættulegar öldur við Reynisfjöru enn á tilraunastigi Ferðamenn voru hætt komnir í fjörunni á laugardag er þeir hættu sér of nálægt briminu en viðvörunarkerfinu er ætlað að vara fólk við þegar öldugangur á svæðinu fer yfir ákveðinn hættustuðul. 7. nóvember 2018 23:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Varað við óvenjuháum öldum í Reynisfjöru Spáð er allt að sex til sjö metra háum öldum í Reynisfjöru og nágrenni á morgun. Veðurfræðingur segir ástæðu til að vara við sjóganginum og mögulega loka fjörunum fyrir umferð. 31. ágúst 2018 15:09
Ferðamaður féll í klettum við Reynisfjöru Ferðamaður féll í klettum við Reynisfjöru síðdegis í dag. 22. júní 2019 17:38
Viðvörunarkerfi fyrir hættulegar öldur við Reynisfjöru enn á tilraunastigi Ferðamenn voru hætt komnir í fjörunni á laugardag er þeir hættu sér of nálægt briminu en viðvörunarkerfinu er ætlað að vara fólk við þegar öldugangur á svæðinu fer yfir ákveðinn hættustuðul. 7. nóvember 2018 23:00