Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Valur 3-2 | Þór/KA henti Valskonum úr leik Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar 29. júní 2019 17:30 Úr leik liðanna fyrr í sumar. vísir/bára Það var boðið upp á hörkuleik í norðanáttinni á Þórsvelli í dag þegar Þór/KA og Valur mættust í 8 liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Bæði lið spiluðu vel en að lokum fór það þó svo að Þór/KA sigraði 3-2 og eru norðankonur því komnar í undanúrslit keppnarinnar. Valskonur fóru örlítið betur af stað og sóttu meira fyrstu tíu mínútur leiksins en heimakonur voru rólegar í tíðinni og leyfðu gestunum að halda boltanum. Það dró hins vegar til tíðinda á 11. mínútu leiksins. Lára Einarsdóttir sendi þá boltann inn fyrir vörn Vals á Söndru Stephany Mayor sem komst ein inn á teig gestanna. Þar braut Guðný Árnadóttir á henni og vítaspyrna réttilega dæmd. Sandra Stephany steig sjálf á punktinn en lét nöfnu sína, Söndru Sigurðardóttur, verja frá sér vítið. Framherjinn var hins vegar fyrst að átta sig og skilaði frákastinu í netið og staðan orðin 1-0 fyrir Þór/KA. Eftir markið var mikið jafnræði með liðunum en á 20. mínútu var dæmd önnur vítaspyrna, nú á hinum enda vallarins. Þar var Hlín Eiríksdóttir sloppin inn fyrir vörn Þór/KA þegar Bryndís Lára, markvörður þeirra, kom út á móti henni og tók hana niður. Aftur benti Arnar Ingi dómari á punktinn. Réttur dómur. Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Það sem eftir lifði af fyrri hálfleik skiptust liðin á að sækja og hefðu hæglega getað bætt við marki en það fór svo að leikar stóðu 1-1 þegar liðin héldu til búningsklefa. Í upphafi síðari hálfleiks voru það gestirnir sem voru sterkari og hefðu hæglega getað komist einu til tveimur mörkum yfir á fyrsta korterinu. Það voru hins vegar heimakonur sem tóku forystuna á 63. mínútu þegar Sandra Stephany skilaði frábærri fyrirgjöf Huldu Bjargar í markið. Leikmenn Vals voru ekki á þeim buxunum að gefast upp og uppskáru jöfnunarmark á 80. mínútu. Dóra María Lárusdóttir sendi þá boltann á fjærstöngina úr aukaspyrnu. Þangað var mætt Lillý Rut Hlynsdóttir, fyrrum leikmaður Þórs/KA, sem skallaði boltann í átt að marki þar sem Elín Metta Jensen kom boltanum í autt markið. Þór/KA var þó ekki lengi að taka forystuna á ný því á 82. mínútu skoraði Lára Kristín Pedersen. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skaut boltanum að marki úr aukaspyrnu. Boltinn hafnaði í stönginni og eftir mikinn darraðadans á markteignum skilaði Lára Kristín boltanum yfir línuna. Valskonur gerðu hvað þær gátu til að ná inn þriðja markinu og þá framlengingu en allt kom fyrir ekki og lið Þórs/KA komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins.Donni: Þetta gekk stórkostlega í dag „Ég er gríðarlega ánægður með stelpurnar. Frábær sigur og virkilega þéttur og góður varnarleikur í dag og skorum þar að auki þrjú góð mörk á lið sem hefur varla fengið á sig mark í sumar. Þannig að það er bara stórkostleg frammistaða held ég,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður þjálfari Þórs/KA, í leikslok. Þór/KA komst þrisvar yfir í leiknum og Donni viðurkennir að þegar Valur jafnaði leikinn í 2-2 hafi aðeins farið um hann. „Já, klárlega eða þannig séð. Við fórum að undirbúa hvernig við myndum nálgast næstu mínútur og jafnvel aðeins inn í framlenginguna en svo kom bara ekkert til þess, sem var bara frábært,“ sagði Donni og bætti því við að hann hafi haft mjög gaman af því að fá sigurmark upp úr aukaspyrnu þar sem hans konur hafa ekki skorað mörg slík mörk. Hann sagði jafnramt að „mörkin öll voru bara geggjuð, sérstaklega annað markið sem var sturlað.“ Þór/KA marði jafntefli gegn botnliði KR í Pepsi Max deildinni í síðustu viku og virkuðu ósannfærandi, að mati blaðamanns, í þeim leik. Allt annað var upp á teningnum í dag og sagði Donni það einfaldlega hafa verið „allt öðruvísi leikur. Það er að segja öðruvísi lið sem við erum að spila á móti. Við gátum leyft okkur að vera aðeins varnarsinnaðri [í leiknum í dag], liggja til baka og sækja hratt á þær. Við spiluðum sama kerfi núna og við spiluðum gegn Wolfsburg og það gekk bara mjög vel.“ Hann ítrekaði að það skipti ekki máli hvernig liðið spilaði í síðustu viku, gegn öðrum mótherjum og bætti við að „þetta er bara annar bikar og þetta gekk stórkostlega í dag.“ Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þór/KA, hefur verið að glíma við bakmeiðsli og þurfti m.a. að fara útaf í hálfleik fyrir viku síðan. Aðspurður sagði Donni stöðuna á Bryndísi ekki góða og að sennilega væri hún mjög verkjuð. „Bryndís er stríðsmaður og mikill leiðtogi í okkar liði og við lítum á hana sem mjög mikilvægan hlekk og eigum við ekki að segja að við neyðum hana til að spila ef hún mögulega getur,“ sagði Donni. „Við eigum frábæran varamarkmann en Bryndís er frábær markmaður og einn sá allra besti í deildinni og stóð sig vel í dag.“ Það hefur vakið athygli að Þór/KA hefur ekki mætt með full mannaða skýrslu í undanförnum leikjum. Iris Acterhof, sem leikið hefur með liðinu, hefur yfirgefið liðið sem og Margrét Árnadóttir sem er farin út til Bandaríkjanna þar sem hún hyggst stunda háskólanám. „Hún (Iris) fékk að skjótast heim. Hún hafði alltaf planað að fara til Englands í skóla og spila með Durham í næst efstu deild þar í landi. Hún ætlaði að fara eftir tímabilið en við ákváðum bara að hún fengi að fara fyrr þar sem að hún stóðst kannski ekki þær væntingar sem við höfðum til hennar og hún bara fann sig ekki,“ sagði Donni. Spurður út í hvers vegna Margrét væri farin svo snemma út til náms sagði hann þjálfara hennar ytra hafa óskað eftir því. „Það er nýr þjálfari og hann vildi fá alla leikmennina út fyrr. Við hefðum svo sem getað sett okkur eitthvað upp á móti því en við viljum vinna með leikmönnunum frekar heldur en hitt. Margrét vildi fara snemma og sanna sig fyrir nýjum þjálfara og nýju liði og við styðjum hana að sjálfsögðu í því.“ Varðandi frekari styrkingu á Þór/KA sagði Donni að það þyrfti bara að koma í ljós. „Það er alls ekkert í gangi, við erum ekkert endilega að leita en vissulega erum við með mjög þunnan hóp og missum fjóra aðra leikmenn í skóla haust og vorum 16 í dag [á skýrslu], þar á meðal ein 3. flokks stelpa þannig að við skulum bara sjá hvernig næstu dagar þróast og meta það,“ sagði Donni að lokum.Arna Sif: Púlsinn fór dálítið upp undir lokin Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, var að vonum ánægð í leikslok. „Ég er bara ógeðslega glöð. Þetta var alvöru sigur og við þurftum virkilega á þessu að halda þannig að við erum ferlega sáttar núna,“ sagði Arna. Mikið jafnræði var með liðunum en Arna sagði þó að hún hefði aldrei haft á tilfinningunni að hennar lið myndi tapa þessum leik. „Ég viðurkenni þó alveg að púlsinn fór dálítið upp þarna undir lokin þegar þær voru fá allar þessar hornspyrnur en þá sá ég bara fyrir mér að ef þær skyldu jafna myndum við bara vinna þær í framlengingu,“ sagði Arna. Í jöfnunarmarki Vals vildu einhverjir meina að um rangstöðu hefði verið að ræða þar sem Bryndís Lára var komin út úr markinu og aðeins einn varnarmaður Þór/KA sjánlega nær markinu en Elín Metta. Arna sagðist nú ekki þora að tjá sig um það þar sem að hún hafi einfaldlega ekki séð hvaðan Elín Metta kom og sagði jafnframt „eigum við ekki bara að treysta dómurunum?“ Gengi Þór/KA hefur ekki verið alveg eins gott í ár og undanfarin sumur og eru þær átta stigum á eftir toppliðunum í Pepsi Max deildinni. Arna sagði það því vera mjög ánægjulegt að vera komin í undanúrslit í Mjólkurbikarnum þetta árið. „Við fórum inn í þetta sumar til að vinna titla og deildin hefur kannski farið af stað eins og við höfum viljað en við erum áfram í þessu og ætlum okkur alla leið,“ sagði Arna Sif að lokum.Margrét Lára: Höfum alltaf trú á því að við getum skorað „Við erum vonsviknar. Við ætluðum okkur lengra í þessari keppni en þetta voru hlutskiptin í dag og bara því miður fyrir okkur,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði Vals. Valur jafnaði leikinn í tvígang og sagðist Margrét allan tímann hafa haft trú á því að Valur gæti klárað leikinn með sigurmarki í stöðunni 2-2. „Við erum bara með gríðarlega sterkt lið og höfum alltaf trú á því að við getum skorað mörk. Fótboltinn hefur nú sýnt það í gegnum tíðina að það tekur bara nokkrar sekúndur að skora mark þannig að við héldum ró okkar og héldum áfram að halda pressunni og því miður datt þetta ekki með okkur í dag,“ sagði Margrét Lára. Næsti leikur Vals er á miðvikudaginn kemur gegn Breiðablik og því ekki úr vegi að spyrja hvort að hugurinn sé kominn á þann leik? „Já hann verður farinn að leita þangað þegar maður dettur inn á Reykjavíkurflugvöll á eftir en eigum við ekki að leyfa þessum leik að salla aðeins inn og tilfinningunum að koma út og svona. En það er rétt, næsti leikur á miðvikudaginn og það er bara gaman,“ sagði Margrét Lára að lokum.Pétur Pétursson: Þetta eru bara þrjú stig Pétur Pétursson, þjálfari Vals, sagði leikinn gegn Þór/KA hafa verið mikinn baráttuleik. „Mörkin gátu svo sem fallið okkar megin líka en Þór/KA kláraði þetta bara vel og við óskum þeim bara til hamingju með það,“ sagði Pétur. „Í stöðunni 1-1 hefðum við getað komist yfir og Þór/KA í rauninni líka en við nýttum kannski ekki okkar færi í dag miðað við þau færi sem við fengum. Þegar upp er staðið er þér refsað fyrir það í svona leik.“ Pétur sagði að undirbúningur fyrir Blikaleikinn myndi hefjast strax á morgun. Hann sagði að sá leikur yrði hörkuleikur eins og allir leikir hafi verið hingað til. Einhverjir hafa stillt leiknum upp sem nokkurs konar úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn en Pétur segir svo ekki vera. „Nei nei, þetta eru bara þrjú stig og það eru búnar átta umferðir,“ sagði Pétur að lokum. Pepsi Max-deild kvenna
Það var boðið upp á hörkuleik í norðanáttinni á Þórsvelli í dag þegar Þór/KA og Valur mættust í 8 liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Bæði lið spiluðu vel en að lokum fór það þó svo að Þór/KA sigraði 3-2 og eru norðankonur því komnar í undanúrslit keppnarinnar. Valskonur fóru örlítið betur af stað og sóttu meira fyrstu tíu mínútur leiksins en heimakonur voru rólegar í tíðinni og leyfðu gestunum að halda boltanum. Það dró hins vegar til tíðinda á 11. mínútu leiksins. Lára Einarsdóttir sendi þá boltann inn fyrir vörn Vals á Söndru Stephany Mayor sem komst ein inn á teig gestanna. Þar braut Guðný Árnadóttir á henni og vítaspyrna réttilega dæmd. Sandra Stephany steig sjálf á punktinn en lét nöfnu sína, Söndru Sigurðardóttur, verja frá sér vítið. Framherjinn var hins vegar fyrst að átta sig og skilaði frákastinu í netið og staðan orðin 1-0 fyrir Þór/KA. Eftir markið var mikið jafnræði með liðunum en á 20. mínútu var dæmd önnur vítaspyrna, nú á hinum enda vallarins. Þar var Hlín Eiríksdóttir sloppin inn fyrir vörn Þór/KA þegar Bryndís Lára, markvörður þeirra, kom út á móti henni og tók hana niður. Aftur benti Arnar Ingi dómari á punktinn. Réttur dómur. Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Það sem eftir lifði af fyrri hálfleik skiptust liðin á að sækja og hefðu hæglega getað bætt við marki en það fór svo að leikar stóðu 1-1 þegar liðin héldu til búningsklefa. Í upphafi síðari hálfleiks voru það gestirnir sem voru sterkari og hefðu hæglega getað komist einu til tveimur mörkum yfir á fyrsta korterinu. Það voru hins vegar heimakonur sem tóku forystuna á 63. mínútu þegar Sandra Stephany skilaði frábærri fyrirgjöf Huldu Bjargar í markið. Leikmenn Vals voru ekki á þeim buxunum að gefast upp og uppskáru jöfnunarmark á 80. mínútu. Dóra María Lárusdóttir sendi þá boltann á fjærstöngina úr aukaspyrnu. Þangað var mætt Lillý Rut Hlynsdóttir, fyrrum leikmaður Þórs/KA, sem skallaði boltann í átt að marki þar sem Elín Metta Jensen kom boltanum í autt markið. Þór/KA var þó ekki lengi að taka forystuna á ný því á 82. mínútu skoraði Lára Kristín Pedersen. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skaut boltanum að marki úr aukaspyrnu. Boltinn hafnaði í stönginni og eftir mikinn darraðadans á markteignum skilaði Lára Kristín boltanum yfir línuna. Valskonur gerðu hvað þær gátu til að ná inn þriðja markinu og þá framlengingu en allt kom fyrir ekki og lið Þórs/KA komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins.Donni: Þetta gekk stórkostlega í dag „Ég er gríðarlega ánægður með stelpurnar. Frábær sigur og virkilega þéttur og góður varnarleikur í dag og skorum þar að auki þrjú góð mörk á lið sem hefur varla fengið á sig mark í sumar. Þannig að það er bara stórkostleg frammistaða held ég,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður þjálfari Þórs/KA, í leikslok. Þór/KA komst þrisvar yfir í leiknum og Donni viðurkennir að þegar Valur jafnaði leikinn í 2-2 hafi aðeins farið um hann. „Já, klárlega eða þannig séð. Við fórum að undirbúa hvernig við myndum nálgast næstu mínútur og jafnvel aðeins inn í framlenginguna en svo kom bara ekkert til þess, sem var bara frábært,“ sagði Donni og bætti því við að hann hafi haft mjög gaman af því að fá sigurmark upp úr aukaspyrnu þar sem hans konur hafa ekki skorað mörg slík mörk. Hann sagði jafnramt að „mörkin öll voru bara geggjuð, sérstaklega annað markið sem var sturlað.“ Þór/KA marði jafntefli gegn botnliði KR í Pepsi Max deildinni í síðustu viku og virkuðu ósannfærandi, að mati blaðamanns, í þeim leik. Allt annað var upp á teningnum í dag og sagði Donni það einfaldlega hafa verið „allt öðruvísi leikur. Það er að segja öðruvísi lið sem við erum að spila á móti. Við gátum leyft okkur að vera aðeins varnarsinnaðri [í leiknum í dag], liggja til baka og sækja hratt á þær. Við spiluðum sama kerfi núna og við spiluðum gegn Wolfsburg og það gekk bara mjög vel.“ Hann ítrekaði að það skipti ekki máli hvernig liðið spilaði í síðustu viku, gegn öðrum mótherjum og bætti við að „þetta er bara annar bikar og þetta gekk stórkostlega í dag.“ Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þór/KA, hefur verið að glíma við bakmeiðsli og þurfti m.a. að fara útaf í hálfleik fyrir viku síðan. Aðspurður sagði Donni stöðuna á Bryndísi ekki góða og að sennilega væri hún mjög verkjuð. „Bryndís er stríðsmaður og mikill leiðtogi í okkar liði og við lítum á hana sem mjög mikilvægan hlekk og eigum við ekki að segja að við neyðum hana til að spila ef hún mögulega getur,“ sagði Donni. „Við eigum frábæran varamarkmann en Bryndís er frábær markmaður og einn sá allra besti í deildinni og stóð sig vel í dag.“ Það hefur vakið athygli að Þór/KA hefur ekki mætt með full mannaða skýrslu í undanförnum leikjum. Iris Acterhof, sem leikið hefur með liðinu, hefur yfirgefið liðið sem og Margrét Árnadóttir sem er farin út til Bandaríkjanna þar sem hún hyggst stunda háskólanám. „Hún (Iris) fékk að skjótast heim. Hún hafði alltaf planað að fara til Englands í skóla og spila með Durham í næst efstu deild þar í landi. Hún ætlaði að fara eftir tímabilið en við ákváðum bara að hún fengi að fara fyrr þar sem að hún stóðst kannski ekki þær væntingar sem við höfðum til hennar og hún bara fann sig ekki,“ sagði Donni. Spurður út í hvers vegna Margrét væri farin svo snemma út til náms sagði hann þjálfara hennar ytra hafa óskað eftir því. „Það er nýr þjálfari og hann vildi fá alla leikmennina út fyrr. Við hefðum svo sem getað sett okkur eitthvað upp á móti því en við viljum vinna með leikmönnunum frekar heldur en hitt. Margrét vildi fara snemma og sanna sig fyrir nýjum þjálfara og nýju liði og við styðjum hana að sjálfsögðu í því.“ Varðandi frekari styrkingu á Þór/KA sagði Donni að það þyrfti bara að koma í ljós. „Það er alls ekkert í gangi, við erum ekkert endilega að leita en vissulega erum við með mjög þunnan hóp og missum fjóra aðra leikmenn í skóla haust og vorum 16 í dag [á skýrslu], þar á meðal ein 3. flokks stelpa þannig að við skulum bara sjá hvernig næstu dagar þróast og meta það,“ sagði Donni að lokum.Arna Sif: Púlsinn fór dálítið upp undir lokin Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, var að vonum ánægð í leikslok. „Ég er bara ógeðslega glöð. Þetta var alvöru sigur og við þurftum virkilega á þessu að halda þannig að við erum ferlega sáttar núna,“ sagði Arna. Mikið jafnræði var með liðunum en Arna sagði þó að hún hefði aldrei haft á tilfinningunni að hennar lið myndi tapa þessum leik. „Ég viðurkenni þó alveg að púlsinn fór dálítið upp þarna undir lokin þegar þær voru fá allar þessar hornspyrnur en þá sá ég bara fyrir mér að ef þær skyldu jafna myndum við bara vinna þær í framlengingu,“ sagði Arna. Í jöfnunarmarki Vals vildu einhverjir meina að um rangstöðu hefði verið að ræða þar sem Bryndís Lára var komin út úr markinu og aðeins einn varnarmaður Þór/KA sjánlega nær markinu en Elín Metta. Arna sagðist nú ekki þora að tjá sig um það þar sem að hún hafi einfaldlega ekki séð hvaðan Elín Metta kom og sagði jafnframt „eigum við ekki bara að treysta dómurunum?“ Gengi Þór/KA hefur ekki verið alveg eins gott í ár og undanfarin sumur og eru þær átta stigum á eftir toppliðunum í Pepsi Max deildinni. Arna sagði það því vera mjög ánægjulegt að vera komin í undanúrslit í Mjólkurbikarnum þetta árið. „Við fórum inn í þetta sumar til að vinna titla og deildin hefur kannski farið af stað eins og við höfum viljað en við erum áfram í þessu og ætlum okkur alla leið,“ sagði Arna Sif að lokum.Margrét Lára: Höfum alltaf trú á því að við getum skorað „Við erum vonsviknar. Við ætluðum okkur lengra í þessari keppni en þetta voru hlutskiptin í dag og bara því miður fyrir okkur,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði Vals. Valur jafnaði leikinn í tvígang og sagðist Margrét allan tímann hafa haft trú á því að Valur gæti klárað leikinn með sigurmarki í stöðunni 2-2. „Við erum bara með gríðarlega sterkt lið og höfum alltaf trú á því að við getum skorað mörk. Fótboltinn hefur nú sýnt það í gegnum tíðina að það tekur bara nokkrar sekúndur að skora mark þannig að við héldum ró okkar og héldum áfram að halda pressunni og því miður datt þetta ekki með okkur í dag,“ sagði Margrét Lára. Næsti leikur Vals er á miðvikudaginn kemur gegn Breiðablik og því ekki úr vegi að spyrja hvort að hugurinn sé kominn á þann leik? „Já hann verður farinn að leita þangað þegar maður dettur inn á Reykjavíkurflugvöll á eftir en eigum við ekki að leyfa þessum leik að salla aðeins inn og tilfinningunum að koma út og svona. En það er rétt, næsti leikur á miðvikudaginn og það er bara gaman,“ sagði Margrét Lára að lokum.Pétur Pétursson: Þetta eru bara þrjú stig Pétur Pétursson, þjálfari Vals, sagði leikinn gegn Þór/KA hafa verið mikinn baráttuleik. „Mörkin gátu svo sem fallið okkar megin líka en Þór/KA kláraði þetta bara vel og við óskum þeim bara til hamingju með það,“ sagði Pétur. „Í stöðunni 1-1 hefðum við getað komist yfir og Þór/KA í rauninni líka en við nýttum kannski ekki okkar færi í dag miðað við þau færi sem við fengum. Þegar upp er staðið er þér refsað fyrir það í svona leik.“ Pétur sagði að undirbúningur fyrir Blikaleikinn myndi hefjast strax á morgun. Hann sagði að sá leikur yrði hörkuleikur eins og allir leikir hafi verið hingað til. Einhverjir hafa stillt leiknum upp sem nokkurs konar úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn en Pétur segir svo ekki vera. „Nei nei, þetta eru bara þrjú stig og það eru búnar átta umferðir,“ sagði Pétur að lokum.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti