Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - KA 3-2 | Endurkoma í lautinni Skúli Arnarson skrifar 30. júní 2019 20:00 Helgi Valur Daníelsson, miðjumaður Fylkis. vísir/daníel þór Fylkir unnu frábæran 3-2 sigur á KA í Pepsi Max deild karla í kvöld. Leikurinn var liður í 11 umferð deildarinnar. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í fimmta og sjötta sæti deildarinnar með 12 stig. Það var ljóst fyrir leik að leikurinn yrði erfiður fyrir Fylki sem féllu úr Mjólkurbikarnum í 120 mínútna leik síðastliðinn fimmtudag. Þrátt fyrir það komust Fylkir yfir þegar Valdimar Þór skoraði á níundu mínútu eftir góðan undirbúning frá Hákoni Inga. Fylkismenn urðu hinsvegar fyrir áfalli þegar fyrirliði Fylkis, Ólafur Ingi Skúlason og Andrés Már Jóhannesson meiddust og Fylkir þurfti að gera tvöfalda skiptingu á 27.mínútu. Á fertugustu mínútu kastaði Sam Hewson sér í ansi glæfralega tæklingu innan vítateigs og tók Ými Má niður og Egill Arnar, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu. Hallgrímur Mar steig á punktinn og jafnaði leikinn fyrir KA. Þannig var staðan þegar flautað var til hálfleiks. KA komust yfir snemma seinni hálfleiks þegar Hallgrímur Mar nýtti sér slæm mistök Arons í marki Fylkis sem meiddist í kjölfarið og þurfti að fara útaf stuttu seinna. Hallgrímur kominn með tvennu og KA komið í 1-2. Fylkismenn gáfust þó ekki upp og Valdimar Þór skoraði sitt annað mark á 79.mínútu þegar hann átti skot að marki KA sem Torfi í vörn KA náði ekki að bjarga af marklínunni og staðan orðin 2-2. Það var svo í uppbótatíma sem Kolbeinn Birgir átti frábæra fyrirgjöf sem rataði beint til Geoffrey Castillion sem skallaði boltann á fjærstöngina þar sem Hákon Ingi tæklaði boltann í netið og tryggði Fylki sigurinn. Eftir leikinn er Fylkir í fimmta sæti með 15 stig og KA í sjötta sæti með 12 stig.Hversvegna vann Fylkir? Fylkismenn sýndu mikinn karakter og náðu að kreista fram einhverja orku til að stela þessum sigri í kvöld. Leikmenn KA slökuðu einfaldlega og mikið á eftir að þeir komust yfir og því fór sem fór.Hverjir stóðu upp úr? Valdimar Þór Ingimundarson var flottur í liði Fylkis í dag ásamt Hákoni Inga. Í liði KA var Hallgrímur Mar bestur.Hvað gekk illa? Þetta var ekki góður dagur fyrir meiðslalista Fylkis þar sem þrír leikmenn sem alla jafna eru í byrjunarliðinu meiddust. KA hljóta að vera mjög svekktir að hafa ekki tekið þrjú stig hérna í kvöld þar sem Fylkir voru vængbrotnir.Hvað gerist næst? KA eiga leik gegn Val á Hlíðarenda næstkomandi fimmtudag á meðan Fylkir heimsækja ÍA á laugardaginn.Ólafur Stefán: Förum að vera einhverja forystu „Ég er hundfúll. Við settum þetta upp í hendurnar á þeim þegar mér fannst við vera með frábær tök á leiknum í síðari hálfleik. Við gerum grunnmistök og það er bara þannig hjá okkur núna að þegar við erum að gera mistök þá er okkur refsað. Við þurfum bara að fækka þeim,” sagði Ólafur Stefán Flóventsson strax eftir leik. „Mér fannst við verða værukærir eftir að við komumst yfir og ætlum að fara að verja einhverja sem var að sjálfsögðu ekki komið. Ég er agalega súr að við séum að klikka á grunnatriðum sem við venjulega erum sterkir í. Við erum að fá á okkur sjö mörk í síðustu tveimur leikjum sem er að sjálfsögðu skelfilegt. ” KA mæta Val í næsta leik. Ólafur var ekkert farinn að hugsa um þann leik. „Ég ætla að klára að greina hvað fer úrskeðis í dag og svo förum við að hugsa um næsta leik.”Helgi: Stoltur af strákunum „Ég er bara hrikalega stoltur af stráknunum. Við lendum í þessum áföllum, töpum ósanngjarnt á móti Blikunum á fimmtdaginn, lendum í þessum meiðslum snemma leiks og missum mikilvæga menn útaf. Svo missum við markmanninn útaf líka en mennirnir sem komu inn stóðu sig vel og voru tilbúnir að berjast. Við fundum einhvern aukakraft til að klára þetta og ég bara gæti ekki verið stoltari af strákunum,” sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis. Fylkir spiluðu við Breiðablik í Mjólkurbikarnum á fimmtudaginn þar sem þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit þar sem Breiðablik unnu að lokum 4-2 sigur. Það var nokkuð ljóst að sá leikur sat í Fylkismönnum sem þurftu að gera tvöfalda skiptingu um miðjan fyrri hálfleik vegna meiðsla. „Leikurinn við Blika sat í okkur, við vissum það alveg. Við ákváðum samt að vera ekkert að tala um það. Ef maður talar mikið um það þá getur það haft áhrif og menn jafnvel orðið ennþá þreyttari. Ég talaði um það við mína menn í hálfleik að við þyrftum bara að halda áfram og sýna úr hverju við erum gerðir. Við töluðum um það fyrir mót að vera með sterkan heimavöll og að vinna svona leiki er bara einn liður í því.” Kolbeinn Birgir Finnsson hefur verið gífurlega öflugur fyrir Fylki í sumar en hann er á láni frá Brentford í Englandi. Lánssamningur hans rennur út 1.júlí og ljóst er að Fylkir vill reyna að halda honum lengur. Helgi segist ekkert vita hvort að það takist. „Hann var mögulega að leika sinn síðasta leik. Það er ekkert meira að segja við því. Við vonum auðvitað að hann verði áfram. Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur og vonandi heldur hann áfram. Ég get því miður ekki sagt að hann verði klár fyrir okkur en við erum með fleiri stráka klára og ef hann fer þá erum við með nóg af mönnum til að taka við.” Næsti leikur Fylkis er gegn ÍA. Helgi segir að nú taki við kærkomin hvíld. „Nú nýtum við kærkomna hvíld. Auðvitað er betra að fara inn í hvíldina með sigur á bakinu. Við vitum það að hver leikur í þessari deild er erfiður og við þurfum að sýna jafn mikinn karakter ef ekki meiri út á Skaga í næstu umferð.” Pepsi Max-deild karla
Fylkir unnu frábæran 3-2 sigur á KA í Pepsi Max deild karla í kvöld. Leikurinn var liður í 11 umferð deildarinnar. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í fimmta og sjötta sæti deildarinnar með 12 stig. Það var ljóst fyrir leik að leikurinn yrði erfiður fyrir Fylki sem féllu úr Mjólkurbikarnum í 120 mínútna leik síðastliðinn fimmtudag. Þrátt fyrir það komust Fylkir yfir þegar Valdimar Þór skoraði á níundu mínútu eftir góðan undirbúning frá Hákoni Inga. Fylkismenn urðu hinsvegar fyrir áfalli þegar fyrirliði Fylkis, Ólafur Ingi Skúlason og Andrés Már Jóhannesson meiddust og Fylkir þurfti að gera tvöfalda skiptingu á 27.mínútu. Á fertugustu mínútu kastaði Sam Hewson sér í ansi glæfralega tæklingu innan vítateigs og tók Ými Má niður og Egill Arnar, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu. Hallgrímur Mar steig á punktinn og jafnaði leikinn fyrir KA. Þannig var staðan þegar flautað var til hálfleiks. KA komust yfir snemma seinni hálfleiks þegar Hallgrímur Mar nýtti sér slæm mistök Arons í marki Fylkis sem meiddist í kjölfarið og þurfti að fara útaf stuttu seinna. Hallgrímur kominn með tvennu og KA komið í 1-2. Fylkismenn gáfust þó ekki upp og Valdimar Þór skoraði sitt annað mark á 79.mínútu þegar hann átti skot að marki KA sem Torfi í vörn KA náði ekki að bjarga af marklínunni og staðan orðin 2-2. Það var svo í uppbótatíma sem Kolbeinn Birgir átti frábæra fyrirgjöf sem rataði beint til Geoffrey Castillion sem skallaði boltann á fjærstöngina þar sem Hákon Ingi tæklaði boltann í netið og tryggði Fylki sigurinn. Eftir leikinn er Fylkir í fimmta sæti með 15 stig og KA í sjötta sæti með 12 stig.Hversvegna vann Fylkir? Fylkismenn sýndu mikinn karakter og náðu að kreista fram einhverja orku til að stela þessum sigri í kvöld. Leikmenn KA slökuðu einfaldlega og mikið á eftir að þeir komust yfir og því fór sem fór.Hverjir stóðu upp úr? Valdimar Þór Ingimundarson var flottur í liði Fylkis í dag ásamt Hákoni Inga. Í liði KA var Hallgrímur Mar bestur.Hvað gekk illa? Þetta var ekki góður dagur fyrir meiðslalista Fylkis þar sem þrír leikmenn sem alla jafna eru í byrjunarliðinu meiddust. KA hljóta að vera mjög svekktir að hafa ekki tekið þrjú stig hérna í kvöld þar sem Fylkir voru vængbrotnir.Hvað gerist næst? KA eiga leik gegn Val á Hlíðarenda næstkomandi fimmtudag á meðan Fylkir heimsækja ÍA á laugardaginn.Ólafur Stefán: Förum að vera einhverja forystu „Ég er hundfúll. Við settum þetta upp í hendurnar á þeim þegar mér fannst við vera með frábær tök á leiknum í síðari hálfleik. Við gerum grunnmistök og það er bara þannig hjá okkur núna að þegar við erum að gera mistök þá er okkur refsað. Við þurfum bara að fækka þeim,” sagði Ólafur Stefán Flóventsson strax eftir leik. „Mér fannst við verða værukærir eftir að við komumst yfir og ætlum að fara að verja einhverja sem var að sjálfsögðu ekki komið. Ég er agalega súr að við séum að klikka á grunnatriðum sem við venjulega erum sterkir í. Við erum að fá á okkur sjö mörk í síðustu tveimur leikjum sem er að sjálfsögðu skelfilegt. ” KA mæta Val í næsta leik. Ólafur var ekkert farinn að hugsa um þann leik. „Ég ætla að klára að greina hvað fer úrskeðis í dag og svo förum við að hugsa um næsta leik.”Helgi: Stoltur af strákunum „Ég er bara hrikalega stoltur af stráknunum. Við lendum í þessum áföllum, töpum ósanngjarnt á móti Blikunum á fimmtdaginn, lendum í þessum meiðslum snemma leiks og missum mikilvæga menn útaf. Svo missum við markmanninn útaf líka en mennirnir sem komu inn stóðu sig vel og voru tilbúnir að berjast. Við fundum einhvern aukakraft til að klára þetta og ég bara gæti ekki verið stoltari af strákunum,” sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis. Fylkir spiluðu við Breiðablik í Mjólkurbikarnum á fimmtudaginn þar sem þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit þar sem Breiðablik unnu að lokum 4-2 sigur. Það var nokkuð ljóst að sá leikur sat í Fylkismönnum sem þurftu að gera tvöfalda skiptingu um miðjan fyrri hálfleik vegna meiðsla. „Leikurinn við Blika sat í okkur, við vissum það alveg. Við ákváðum samt að vera ekkert að tala um það. Ef maður talar mikið um það þá getur það haft áhrif og menn jafnvel orðið ennþá þreyttari. Ég talaði um það við mína menn í hálfleik að við þyrftum bara að halda áfram og sýna úr hverju við erum gerðir. Við töluðum um það fyrir mót að vera með sterkan heimavöll og að vinna svona leiki er bara einn liður í því.” Kolbeinn Birgir Finnsson hefur verið gífurlega öflugur fyrir Fylki í sumar en hann er á láni frá Brentford í Englandi. Lánssamningur hans rennur út 1.júlí og ljóst er að Fylkir vill reyna að halda honum lengur. Helgi segist ekkert vita hvort að það takist. „Hann var mögulega að leika sinn síðasta leik. Það er ekkert meira að segja við því. Við vonum auðvitað að hann verði áfram. Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur og vonandi heldur hann áfram. Ég get því miður ekki sagt að hann verði klár fyrir okkur en við erum með fleiri stráka klára og ef hann fer þá erum við með nóg af mönnum til að taka við.” Næsti leikur Fylkis er gegn ÍA. Helgi segir að nú taki við kærkomin hvíld. „Nú nýtum við kærkomna hvíld. Auðvitað er betra að fara inn í hvíldina með sigur á bakinu. Við vitum það að hver leikur í þessari deild er erfiður og við þurfum að sýna jafn mikinn karakter ef ekki meiri út á Skaga í næstu umferð.”
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti