NASA ætlar að senda þyrludróna til Títans Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2019 14:15 Teikning af lendingu Drekaflugunnar við Shangri-La-sandöldurnar við miðbaug Títans. AP/NASA Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti í gær að þyrludróni sem sendur verður til Títans, stærsta tungls Satúrnusar, verði næsti stóri könnunarleiðangur hennar í sólkerfinu. Drekaflugu-leiðangurinn svonefndi varð fyrir valinu fram yfir geimfar sem lagt var til að senda til sömu halastjörnunnar og Rosettuleiðangurinn evrópski heimsótti. Mikil gleði braust út á meðal vísindamanna sem hafa rannsakað Títan því Drekaflugan verður aðeins annað geimfarið til að heimsækja tunglið sem er það eina í sólkerfinu með þykkan lofthjúp. Huygens-lendingarfarið sveif niður í gegnum skýjahulu Títans árið 2005 og ekkert geimfar hefur verið við Satúrnus frá því að Cassini-leiðangrinum lauk árið 2017. Vísindamennirnir þurfa þó að bíða enn um sinn. Ekki stendur til að skjóta Drekaflugunni út í geim fyrr en árið 2026. Geimfarið á að koma að Títan árið 2034. Leiðangurinn á að standa yfir rúm tvö og hálft ár. Á þeim tíma á þyrludróninn að fljúga um 175 kílómetra, um það bil tvöfalt lengra en allir könnunarjeppar sem sendir hafa verið til Mars hafa keyrt samanlagt. Drekafluguleiðangurinn er einstakur því þetta verður í fyrsta skipti sem geimfar verður sent á annan hnött sem getur lent og flogið á milli nokkurra staða. Þéttur lofthjúpur Títans og lítill þyngdarkraftur gera það að verkum að hægt verðu að nota þyrla til að fljúga á milli álitlegra lendingarstaða á ístunglinu. Flygildið verður kjarnorkuknúið og sjálfstýrt.Aðstæður sem líkjast jörðinni í fyrndinni Títan er næststærsta tungl sólkerfisins, stærra en reikistjarnan Merkúríus. Aðeins Ganýmedes, tungl Júpíters er stærra. Satúrnus er um 1,4 milljörðum kílómetra frá sólinni og yfirborðshitinn á Títan er því aðeins í kringum -179°C. Loftþrýstingurinn við yfirborð Títans er um helmingi meiri en á jörðinni. Ístunglið þykir einstaklega forvitnilegt til rannsókna fyrir margar sakir. Lofthjúpurinn, sem er fjórfalt þykkari en jarðarinnar, er að mestu leyti úr köfnunarefni eins og lofthjúpur jarðarinnar. Þar myndast aftur á móti ský og úrkoma úr metani og önnur lífræn efnasambönd falla út úr lofthjúpnum sem nokkurs konar snjókoma. Á yfirborðinu er einnig að finna vötn fljótandi metans eða etans. Títan er eini hnötturinn í sólkerfinu fyrir utan jörðina þar sem vökva er að finna á yfirborðinu. Undir yfirborðinu er talið felast úthaf fljótandi vatns eins og í nokkrum öðrum íshnöttum í sólkerfinu. Fljótandi vatni gæti gosið upp á yfirborðið. Þegar sólarljós bætist við lífræn efnasamband sem gætu komist í samband við fljótandi vatn á yfirborðinu telja vísindamenn að efnafræðilegar aðstæður á Títan nú geti líkst verulega þeim sem voru til staðar á jörðinni þegar líf myndaðist hér í fyrndinni. „Við erum með öll þessi innihaldsefni lífsins eins og við þekkjum það og þau sitja bara þarna við efnafræðitilraunir á yfirborði Títans. Þess vegna viljum við senda lendingarfar þangað,“ segir Elizabeth Turtle sem verður aðalvísindamaður leiðangursins. Drekaflugan á einnig að rannsaka lofthjúpinn, sem er fjórum sinnum þéttari en jarðarinnar, yfirborðið og lón fljótandi efnis undir því, að því er segir í tilkynningu á vef NASA. Þá á geimfarið einnig að leita að vísbendingum um líf sem gæti hafa kviknað á Títan.New York Times segir að ætlunin sé að myndavél verði um borð í Drekaflugunni sem streymi myndum frá yfirborði Títans til jarðar. „Við tökum myndir bæði með myndavélum sem vísa niður á yfirborðið fyrir neðan Drekafluguna þegar við fljúgum yfir það og einnig myndavélum sem snúa fram á við þannig að við getum horft fram á sjóndeildarhringinn,“ segir Turtle. Geimurinn Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32 Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30 Merki um vatn á einu tungla Satúrnusar Þýskir vísindamenn telja sig hafa fundið merki um vatn og hugsanlega líf á einu af tunglum Satúrnusar. 26. júní 2009 08:15 Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters. 14. maí 2018 16:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti í gær að þyrludróni sem sendur verður til Títans, stærsta tungls Satúrnusar, verði næsti stóri könnunarleiðangur hennar í sólkerfinu. Drekaflugu-leiðangurinn svonefndi varð fyrir valinu fram yfir geimfar sem lagt var til að senda til sömu halastjörnunnar og Rosettuleiðangurinn evrópski heimsótti. Mikil gleði braust út á meðal vísindamanna sem hafa rannsakað Títan því Drekaflugan verður aðeins annað geimfarið til að heimsækja tunglið sem er það eina í sólkerfinu með þykkan lofthjúp. Huygens-lendingarfarið sveif niður í gegnum skýjahulu Títans árið 2005 og ekkert geimfar hefur verið við Satúrnus frá því að Cassini-leiðangrinum lauk árið 2017. Vísindamennirnir þurfa þó að bíða enn um sinn. Ekki stendur til að skjóta Drekaflugunni út í geim fyrr en árið 2026. Geimfarið á að koma að Títan árið 2034. Leiðangurinn á að standa yfir rúm tvö og hálft ár. Á þeim tíma á þyrludróninn að fljúga um 175 kílómetra, um það bil tvöfalt lengra en allir könnunarjeppar sem sendir hafa verið til Mars hafa keyrt samanlagt. Drekafluguleiðangurinn er einstakur því þetta verður í fyrsta skipti sem geimfar verður sent á annan hnött sem getur lent og flogið á milli nokkurra staða. Þéttur lofthjúpur Títans og lítill þyngdarkraftur gera það að verkum að hægt verðu að nota þyrla til að fljúga á milli álitlegra lendingarstaða á ístunglinu. Flygildið verður kjarnorkuknúið og sjálfstýrt.Aðstæður sem líkjast jörðinni í fyrndinni Títan er næststærsta tungl sólkerfisins, stærra en reikistjarnan Merkúríus. Aðeins Ganýmedes, tungl Júpíters er stærra. Satúrnus er um 1,4 milljörðum kílómetra frá sólinni og yfirborðshitinn á Títan er því aðeins í kringum -179°C. Loftþrýstingurinn við yfirborð Títans er um helmingi meiri en á jörðinni. Ístunglið þykir einstaklega forvitnilegt til rannsókna fyrir margar sakir. Lofthjúpurinn, sem er fjórfalt þykkari en jarðarinnar, er að mestu leyti úr köfnunarefni eins og lofthjúpur jarðarinnar. Þar myndast aftur á móti ský og úrkoma úr metani og önnur lífræn efnasambönd falla út úr lofthjúpnum sem nokkurs konar snjókoma. Á yfirborðinu er einnig að finna vötn fljótandi metans eða etans. Títan er eini hnötturinn í sólkerfinu fyrir utan jörðina þar sem vökva er að finna á yfirborðinu. Undir yfirborðinu er talið felast úthaf fljótandi vatns eins og í nokkrum öðrum íshnöttum í sólkerfinu. Fljótandi vatni gæti gosið upp á yfirborðið. Þegar sólarljós bætist við lífræn efnasamband sem gætu komist í samband við fljótandi vatn á yfirborðinu telja vísindamenn að efnafræðilegar aðstæður á Títan nú geti líkst verulega þeim sem voru til staðar á jörðinni þegar líf myndaðist hér í fyrndinni. „Við erum með öll þessi innihaldsefni lífsins eins og við þekkjum það og þau sitja bara þarna við efnafræðitilraunir á yfirborði Títans. Þess vegna viljum við senda lendingarfar þangað,“ segir Elizabeth Turtle sem verður aðalvísindamaður leiðangursins. Drekaflugan á einnig að rannsaka lofthjúpinn, sem er fjórum sinnum þéttari en jarðarinnar, yfirborðið og lón fljótandi efnis undir því, að því er segir í tilkynningu á vef NASA. Þá á geimfarið einnig að leita að vísbendingum um líf sem gæti hafa kviknað á Títan.New York Times segir að ætlunin sé að myndavél verði um borð í Drekaflugunni sem streymi myndum frá yfirborði Títans til jarðar. „Við tökum myndir bæði með myndavélum sem vísa niður á yfirborðið fyrir neðan Drekafluguna þegar við fljúgum yfir það og einnig myndavélum sem snúa fram á við þannig að við getum horft fram á sjóndeildarhringinn,“ segir Turtle.
Geimurinn Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32 Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30 Merki um vatn á einu tungla Satúrnusar Þýskir vísindamenn telja sig hafa fundið merki um vatn og hugsanlega líf á einu af tunglum Satúrnusar. 26. júní 2009 08:15 Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters. 14. maí 2018 16:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32
Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30
Merki um vatn á einu tungla Satúrnusar Þýskir vísindamenn telja sig hafa fundið merki um vatn og hugsanlega líf á einu af tunglum Satúrnusar. 26. júní 2009 08:15
Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters. 14. maí 2018 16:45