Lýsa stórkostlegum en martraðarkenndum fyrsta degi Íslandsferðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júní 2019 13:45 Skömmu eftir að Mike Korpp uppgötvaði að bíllinn var pikkfastur. Mynd/Skjáskotið Óhætt er að segja að fyrsti dagur bandarísku YouTube-ferðalanganna Megan og Michael Korpp hér á Íslandi hafi verið viðburðarmikill. Týndu þau dróna við Seljalandsfoss auk þess sem að þau festu húsbíl sinn í mýri á tjaldsvæði á Suðurlandi. Myndband þeirra af deginum gefur merkilega innsýn inn í þankagang ferðamanna sem sækja Ísland heim í fyrsta skipti. Megan og Michael reka vinsæla YouTube-rás með yfir 200 þúsund fylgjendum þar sem þau skrásetja líf sitt og ferðalög fjölskyldunnar. Fjölskyldan er í stærra lagi enda telur hún ellefu manns. Þau voru þó bara þrjú á ferð um Ísland en með í för var elsti sonur þeirra, Elijah. Ævintýrið á Íslandi fór reyndar ekki vel af stað þar sem flugvél þeirra bilaði á flugvelli í New York og varð töluverð töf á fluginu til Íslands á meðan viðgerðum stóð. Þau komust þó fyrr en síðar til Íslands. Hér á landi ferðast þau um á húsbíl og er ætlunin að vera hér á landi næstu daga. Myndbandið sem þau birta á YouTube var birt í morgun og stefna þau á að birta nokkur myndbönd um Íslandsdvölina.Festu dróna á klettabelti við Seljalandsfoss Eftir að hafa verslað í Costco héldu þau af stað áleiðis að Seljalandsfossi þar sem þau virtust njóta þess mjög að geta komist fyrir aftan fossinn. Það var hins vegar við Seljalandsfoss þar sem vandræði þeirra hófust. Mike reif upp dróna til að ná fallegum mynd af fossinum en hann virðist hafa misreiknað sig á flugi sem varð til þess að hann hrapaði til jarðar í klettabelti við fossinn, eins og sjá má á myndbandinu.Augnablikið áður en dróninn rakst í klettavegginn.Mynd/Skjáskot„Jæja, megi dróninn hvíla í friði. Það er ómögulegt að finna hann uppi á klettabeltinu. Við getum séð staðsetningu hans svona um það bil, eftir að við horfðum á myndefnið. Svæðið er lokað af af góðri ástæðu svo fólk fari ekki að príla þarna og það er ekki hægt að sækja hann. Hann er farinn,“ sagði Mike og virðist sem svo að þau hafi ákveðið að skilja drónann eftir í klettabeltinu við fossinn. Eftir langt og strangt ferðalag ákvað fjölskyldan að stoppa á tjaldsvæði í grennd við Seljalandsfoss til þess að hvíla lúin bein. Sú ákvörðun átti hins vegar eftir að enda með ósköpum. Í myndbandinu má sjá þau vera að leita að rafmagnstengi til þess að tengja rafmagn við húsbílinn. Svo virðist hins vegar sem að Mike hafi fengið vitlausar leiðbeiningar eða hann hafi ekki skilið leiðbeiningarnar sem hann fékk frá tjaldvörðum um hvar finna mætti tengið.Pikkfesti bílinn á tólf sekúndum Keyrðu þau eftir slóða þangað sem þau segja að þeim hafi verið bent að fara. Þar neitaði húsbíllinn hins vegar að fara upp örlitla brekku og eftir að þau sneru við voru þau komin í ákveðnar ógöngur. Þá kom Mike auga á örlítinn slóða sem lá yfir mýri í átt að nærliggjandi bóndabæ. Eftir að hafa kannað aðstæður ákvað hann að keyra eftir slóðanum. Ekki vildi betur til en svo að Mike pikkfesti húsbílinn í mýrinni eftir að hafa keyrt örfáa metra eftir slóðanum. Þar máttu þau dúsa enda ekki hægt að ná í tæki til að losa húsbíllinn fyrr en daginn eftir.Bíllinn var pikkfastur, eins og sjá má.Mynd/Sjáskot.„Þið verðið að muna að við höfum eiginlega ekkert sofið,“ sagði Megan. „Þetta er merkilegt vegna þess að það er svo ótrúlega fallegt hérna. Við erum í Eden en við erum samt föst á einhverju túni á Íslandi.“ „Þetta er gönguslóði sem við erum á, það eiga ekki að vera bílar hérna,“ sagði Mike um upphaflega slóðann sem þau keyrðu eftir, eftir að hann fór og spurði tjaldverði hvort hægt væri að liðsinna þeim í því að koma bílnum úr mýrinni. Í myndbandinu segir hann að þau hafi fengið þær upplýsingar að forsvarsmenn á tjaldstæðinu hafi sagst bera ábyrð á þessum ógöngum þar sem þeim hafi verið sagt að keyra eftir gönguslóðanum í leit að rafmagni. „Þeir ætluðu að redda okkur út en geta ekki aðstoðað okkar fyrr en á morgun þannig að þau sögðu okkur að vera bara hér. Við erum með þennan fallega stað alveg út af fyrir okkur,“ sagði Mike. „Þetta var ótrúlegur dagur, á bæði góðan og slæman veg,“ segir Megan í lok myndbandsins. „Við týndum drónanum og festum okkur en á sama tíma erum við a fallegasta stað sem við nokkurn tímann komið til.“Svaðilför fjölskyldunnar má sjá hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Óhætt er að segja að fyrsti dagur bandarísku YouTube-ferðalanganna Megan og Michael Korpp hér á Íslandi hafi verið viðburðarmikill. Týndu þau dróna við Seljalandsfoss auk þess sem að þau festu húsbíl sinn í mýri á tjaldsvæði á Suðurlandi. Myndband þeirra af deginum gefur merkilega innsýn inn í þankagang ferðamanna sem sækja Ísland heim í fyrsta skipti. Megan og Michael reka vinsæla YouTube-rás með yfir 200 þúsund fylgjendum þar sem þau skrásetja líf sitt og ferðalög fjölskyldunnar. Fjölskyldan er í stærra lagi enda telur hún ellefu manns. Þau voru þó bara þrjú á ferð um Ísland en með í för var elsti sonur þeirra, Elijah. Ævintýrið á Íslandi fór reyndar ekki vel af stað þar sem flugvél þeirra bilaði á flugvelli í New York og varð töluverð töf á fluginu til Íslands á meðan viðgerðum stóð. Þau komust þó fyrr en síðar til Íslands. Hér á landi ferðast þau um á húsbíl og er ætlunin að vera hér á landi næstu daga. Myndbandið sem þau birta á YouTube var birt í morgun og stefna þau á að birta nokkur myndbönd um Íslandsdvölina.Festu dróna á klettabelti við Seljalandsfoss Eftir að hafa verslað í Costco héldu þau af stað áleiðis að Seljalandsfossi þar sem þau virtust njóta þess mjög að geta komist fyrir aftan fossinn. Það var hins vegar við Seljalandsfoss þar sem vandræði þeirra hófust. Mike reif upp dróna til að ná fallegum mynd af fossinum en hann virðist hafa misreiknað sig á flugi sem varð til þess að hann hrapaði til jarðar í klettabelti við fossinn, eins og sjá má á myndbandinu.Augnablikið áður en dróninn rakst í klettavegginn.Mynd/Skjáskot„Jæja, megi dróninn hvíla í friði. Það er ómögulegt að finna hann uppi á klettabeltinu. Við getum séð staðsetningu hans svona um það bil, eftir að við horfðum á myndefnið. Svæðið er lokað af af góðri ástæðu svo fólk fari ekki að príla þarna og það er ekki hægt að sækja hann. Hann er farinn,“ sagði Mike og virðist sem svo að þau hafi ákveðið að skilja drónann eftir í klettabeltinu við fossinn. Eftir langt og strangt ferðalag ákvað fjölskyldan að stoppa á tjaldsvæði í grennd við Seljalandsfoss til þess að hvíla lúin bein. Sú ákvörðun átti hins vegar eftir að enda með ósköpum. Í myndbandinu má sjá þau vera að leita að rafmagnstengi til þess að tengja rafmagn við húsbílinn. Svo virðist hins vegar sem að Mike hafi fengið vitlausar leiðbeiningar eða hann hafi ekki skilið leiðbeiningarnar sem hann fékk frá tjaldvörðum um hvar finna mætti tengið.Pikkfesti bílinn á tólf sekúndum Keyrðu þau eftir slóða þangað sem þau segja að þeim hafi verið bent að fara. Þar neitaði húsbíllinn hins vegar að fara upp örlitla brekku og eftir að þau sneru við voru þau komin í ákveðnar ógöngur. Þá kom Mike auga á örlítinn slóða sem lá yfir mýri í átt að nærliggjandi bóndabæ. Eftir að hafa kannað aðstæður ákvað hann að keyra eftir slóðanum. Ekki vildi betur til en svo að Mike pikkfesti húsbílinn í mýrinni eftir að hafa keyrt örfáa metra eftir slóðanum. Þar máttu þau dúsa enda ekki hægt að ná í tæki til að losa húsbíllinn fyrr en daginn eftir.Bíllinn var pikkfastur, eins og sjá má.Mynd/Sjáskot.„Þið verðið að muna að við höfum eiginlega ekkert sofið,“ sagði Megan. „Þetta er merkilegt vegna þess að það er svo ótrúlega fallegt hérna. Við erum í Eden en við erum samt föst á einhverju túni á Íslandi.“ „Þetta er gönguslóði sem við erum á, það eiga ekki að vera bílar hérna,“ sagði Mike um upphaflega slóðann sem þau keyrðu eftir, eftir að hann fór og spurði tjaldverði hvort hægt væri að liðsinna þeim í því að koma bílnum úr mýrinni. Í myndbandinu segir hann að þau hafi fengið þær upplýsingar að forsvarsmenn á tjaldstæðinu hafi sagst bera ábyrð á þessum ógöngum þar sem þeim hafi verið sagt að keyra eftir gönguslóðanum í leit að rafmagni. „Þeir ætluðu að redda okkur út en geta ekki aðstoðað okkar fyrr en á morgun þannig að þau sögðu okkur að vera bara hér. Við erum með þennan fallega stað alveg út af fyrir okkur,“ sagði Mike. „Þetta var ótrúlegur dagur, á bæði góðan og slæman veg,“ segir Megan í lok myndbandsins. „Við týndum drónanum og festum okkur en á sama tíma erum við a fallegasta stað sem við nokkurn tímann komið til.“Svaðilför fjölskyldunnar má sjá hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira