Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 3-0 │KR-ingar þægilega í undanúrslitin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. júní 2019 22:15 vísir/bára KR spilar til úrslita í Mjólkurbikar karla í fótbolta eftir nokkuð þægilegan 3-0 sigur á Njarðvík í úrhellisrigningu í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Það var ljóst fyrir leikinn að gestirnir ættu erfitt verkefni fyrir höndum, þeir í fallbaráttu í Inkassodeildinni og höfðu ekki unnið leik síðan í 16-liða úrslitum bikarsins að spila við efsta lið Pepsi Max deildarinnar og eitt heitasta lið landsins. Njarðvíkingar áttu hins vegar stórhættuleg færi strax í upphafi. Þeir fengu hornspyrnu og upp úr henni hörkuskot í átt að marki sem Beitir Ólafsson þurfti að hafa sig allan við að verja í horn. Sú hornspyrna skilaði nær sömu uppskrift og KR-ingar ljónheppnir að lenda ekki undir strax í upphafi. Eftir það náðu KR-ingar stjórn á leiknum og upp úr einni af fjölmörgum hornspyrnum sem Pablo Punyed þurfti að taka í leiknum skoraði Ægir Jarl Jónasson eftir mikinn darraðadans. Ægir tvöfaldaði svo forystu KR fjórum mínútum seinna og verkefni Njarðvíkinga orðið mun erfiðara. KR átti fyrri hálfleikinn nokkuð þægilega, boltinn var mest allan tímann á vallarhelmingi gestanna. Grænir, sem þó í dag spiluðu í bláu, gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn ágætlega og áttu fína spilkafla án þess þó að ná að skapa sér almennileg færi. KR svaraði svo með því að skora þriðja markið og klára leikinn algjörlega. Síðustu mínúturnar snerust um að spila niður klukkuna, Njarðvíkingar gátu lítið komið sér í færi, það var helst þegar pollarnir á rennblautum vellinum þvældust fyrir sem þeir náðu að komast í skyndisóknir en KR-ingarnir í stúkunni þurftu lítið að óttast óvænta endurkomu á lokamínútunum. Svo fór að leiknum lauk með 3-0 sigri KR. Verðskuldaður sigur Vesturbæinga en Njarðvíkingar geta þó gengið með höfuðið þokkalega hátt frá borði.Af hverju vann KR? Það er einfaldlega gæðamunur á þessum liðum og ástæða fyrir því að annað liðið situr í efsta sæti efstu deildar og hitt í fallsæti í næst efstu deild. Mörkin tvö frá Ægi snemma leiks gáfu KR-ingum þægilegt andrými. Þeir gátu misstígið sig, sem þeir þó gerðu ekki, án þess að koma sér í vonda stöðu. Tölfræðin úr þessum leik mun líklega sýna að KR hafi verið með boltann einhver 80-90 prósent og Beitir Ólafsson svitnaði líklega ekki mikið í markinu fyrir utan fyrstu fimm mínúturnar.Hverjir stóðu upp úr? Óskar Örn Hauksson heldur áfram að sýna það að hann er frábær leikmaður. Hann var frábær í undirbúningi annars marks Ægis Jarls og nær alltaf þegar hann kemur við boltann þá gerist eitthvað gott. Ægir Jarl nýtti tækifærið í byrjunarliðinu mjög vel og var hungraður fram á við eins og Ástbjörn Þórðarson. Sóknarmenn Njarðvíkinga fengu ekki úr miklu að moða en allt Njarðvíkurliðið sinnti varnarvinnunni vel og barðist hetjulega. Það stóð enginn sérstaklega upp úr né var áberandi slakari en aðrir, gestirnir skiluðu góðri liðsframmistöðu í þessum leik.Hvað gekk illa? Njarðvík gekk illa að koma sér í færi og fá að hafa boltann að einhverju ráði innan síns liðs. Þegar þeir fengu boltann hins vegar þá reyndu þeir að spila boltanum sín á milli og voru ekki bara í því að negla fram. Það er í raun fátt út á frammistöðu þeirra að setja heilt yfir í leiknum, gæðin eru bara einfaldlega þó nokkrum þrepum meiri í liði KR.Hvað gerist næst? Bikarævintýri Njarðvíkinga er búið. Þetta var besti árangur þeirra í bikarnum í sögu félagsins og á endanum var það lið sem margir segja verða Íslandsmeistara í haust sem varð Njarðvíkingum að falli. Þeir fara nú að einbeita sér að Inkassodeildinni. KR verður í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin á mánudag. Þann sama dag mæta þeir svo Breiðabliki í toppslag í Pepsi Max deild karla hér á Meistaravöllum.Rúnar: Vanmátum ekki andstæðinginn á einn eða neinn hátt „100 prósent fókus leikmanna á verkefnið,“ var lykillinn að sigri KR að mati Rúnars Kristinssonar þjálfara í leikslok. „Þetta var erfitt eins og við bjuggumst við.“ „Njarðvíkingar voru vel skipulagðir og þeir fengu fyrstu tvö, þrjú færin í þessum leik og hefðu getað komist yfir. En við skorum tvö fín mörk í fyrri hálfleik og það gefur okkur væna og góða stöðu að fara með inn í hálfleikinn.“ Hvað fannst Rúnari KR-ingar gera best í þessum leik? „Menn unnu vinnuna sína. Voru ekki værukærir, við vorum ekki að vanmeta andstæðinginn á einn eða neinn hátt. Fórum inn í leikinn á 100 prósent keyrslu og svoleiðis þarf til, annars hefðum við lent í bullandi veseni.“ „Þó við höfum verið meira með boltann þá voru þeir alltaf hættulegir í skyndisóknum.“ Einhverjir KR-ingar í stúkunni hefðu mögulega viljað sjá Rúnar fara fyrr í að gera skiptingar í ljósi þess að fram undan er stórleikur við Blika og KR var með þennan leik í höndum sér. „Menn þurftu bara að hlaupa og hafa fyrir þessu. Við erum ekkert að hvíla menn allt of mikið, menn þurfa bara að vinna sína vinnu og það vilja allir spila.“ „Ég er virkilega ánægður með strákana sem spiluðu leikinn.“Rafn: Spiluðum vel þegar við fengum boltann og í heildina sáttir með frammistöðuna „Við byrjuðum leikinn ágætlega og fengum tvö, þrjú dauðafæri þar sem við hefðum getað sett hann, en í heildina þá voru þeir bara með mikil gæði sem skópu þennan sigur,“ sagði Rafn Markús Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkur, í leikslok. „Við vorum samt sem áður óheppnir að skora ekki í byrjun, ég hefði viljað mark til að sjá hvernig þeir hefðu brugðist við því.“ Njarðvíkingar áttu samt góða kafla inn á milli þegar þeir komust í boltann. „Við lögðum upp með það að vera þéttir til baka og passa upp á bakverði þeirra, gerðum það vel. En það er svekkjandi að fá á sig mark upp úr hornspyrnu. Við spiluðum vel þegar við fengum boltann, vorum hættulegir og bjuggum til möguleika til þess að gera eitthvað og í heild sinni erum við sáttir með frammistöðu liðsins.“ „Ég held í heild sinni að þá fari leikmenn og allir í kringum félagið sáttir frá borði.“ Njarðvík hefur verið í frjálsu falli í Inkassodeildinni og tapað síðustu fimm leikjum. Það er ágætt veganesti inn í næstu leiki að hafa staðið þokkalega í einu besta liði landsins. „Við þurfum að nýta leikinn okkar í dag, við vorum að gera vel eins og við höfum gert marg oft og kunnum vel en hefur vantað aðeins undan farið. Þetta er eitthvað sem við þurfum að nýta okkur og rífa okkur upp töfluna.“Ægir: Aldrei spilað í jafn mikilli rigningu á ævinni „Þetta var geggjað að fá loksins að byrja leik aftur og ná að sanna mig,“ sagði Ægir Jarl Jónasson í leikslok. „Liðið var flott í heildina og öruggur sigur. Við skorum tvö mörk fljótlega og drepum eiginlega bara leikinn. Síðan var þetta nokkuð öruggt hjá okkur fannst mér. Við bætum einu marki við og fannst þeir aldrei líklegir.“ Það var eins og hellt væri úr fötu ofan á Meistaravelli allan leikinn sem gerði leikmönnum nokkuð erfitt fyrir. „Heldur betur. Þetta var þvílíkt, ég hef aldrei spilað í jafn mikilli rigningu á ævi minni, en þetta var virkilega hressandi.“ Hvern vill Ægir svo fá í undanúrslitunum? „Það skiptir engu máli, bara spenntir að vera komnir þangað og svo sjáum við hvað Bjarni dregur upp úr hattinum.“Andri: Töluvert skref upp á við frá síðustu leikjuma „Ef við hefðum skorað í byrjun þá hefði þetta kannski verið öðruvísi leikur en við erum bara að spila á móti betra liði en við erum. Þetta var bara erfitt, en ágætis leikur svo sem og ég var stoltur af strákunum,“ sagði Andri Fannar Freysson fyrirliði Njarðvíkur. „Við erum búnir að vera frekar slappir í síðustu leikjum og mér fannst þetta töluvert skref upp á við miðað við síðustu leiki.“ „Við eigum Gróttu í næsta leik og við tökum bara það jákvæða úr þessum leik og vonandi getum við spilað ágætlega á móti Gróttu og tekið einhver stig.“ Veðrið lét finna fyrir sér í dag en Andri Fannar gaf þó lítið fyrir að það hafi valdið vandræðum. „Þetta er besti völlur landsins, sem ég hef spilað á allavega, og grasið var frábært þannig að það er lítið hægt að kvarta. En það voru kannski pollar inn á milli sem gerðu þetta svolítið erfitt.“ Mjólkurbikarinn
KR spilar til úrslita í Mjólkurbikar karla í fótbolta eftir nokkuð þægilegan 3-0 sigur á Njarðvík í úrhellisrigningu í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Það var ljóst fyrir leikinn að gestirnir ættu erfitt verkefni fyrir höndum, þeir í fallbaráttu í Inkassodeildinni og höfðu ekki unnið leik síðan í 16-liða úrslitum bikarsins að spila við efsta lið Pepsi Max deildarinnar og eitt heitasta lið landsins. Njarðvíkingar áttu hins vegar stórhættuleg færi strax í upphafi. Þeir fengu hornspyrnu og upp úr henni hörkuskot í átt að marki sem Beitir Ólafsson þurfti að hafa sig allan við að verja í horn. Sú hornspyrna skilaði nær sömu uppskrift og KR-ingar ljónheppnir að lenda ekki undir strax í upphafi. Eftir það náðu KR-ingar stjórn á leiknum og upp úr einni af fjölmörgum hornspyrnum sem Pablo Punyed þurfti að taka í leiknum skoraði Ægir Jarl Jónasson eftir mikinn darraðadans. Ægir tvöfaldaði svo forystu KR fjórum mínútum seinna og verkefni Njarðvíkinga orðið mun erfiðara. KR átti fyrri hálfleikinn nokkuð þægilega, boltinn var mest allan tímann á vallarhelmingi gestanna. Grænir, sem þó í dag spiluðu í bláu, gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn ágætlega og áttu fína spilkafla án þess þó að ná að skapa sér almennileg færi. KR svaraði svo með því að skora þriðja markið og klára leikinn algjörlega. Síðustu mínúturnar snerust um að spila niður klukkuna, Njarðvíkingar gátu lítið komið sér í færi, það var helst þegar pollarnir á rennblautum vellinum þvældust fyrir sem þeir náðu að komast í skyndisóknir en KR-ingarnir í stúkunni þurftu lítið að óttast óvænta endurkomu á lokamínútunum. Svo fór að leiknum lauk með 3-0 sigri KR. Verðskuldaður sigur Vesturbæinga en Njarðvíkingar geta þó gengið með höfuðið þokkalega hátt frá borði.Af hverju vann KR? Það er einfaldlega gæðamunur á þessum liðum og ástæða fyrir því að annað liðið situr í efsta sæti efstu deildar og hitt í fallsæti í næst efstu deild. Mörkin tvö frá Ægi snemma leiks gáfu KR-ingum þægilegt andrými. Þeir gátu misstígið sig, sem þeir þó gerðu ekki, án þess að koma sér í vonda stöðu. Tölfræðin úr þessum leik mun líklega sýna að KR hafi verið með boltann einhver 80-90 prósent og Beitir Ólafsson svitnaði líklega ekki mikið í markinu fyrir utan fyrstu fimm mínúturnar.Hverjir stóðu upp úr? Óskar Örn Hauksson heldur áfram að sýna það að hann er frábær leikmaður. Hann var frábær í undirbúningi annars marks Ægis Jarls og nær alltaf þegar hann kemur við boltann þá gerist eitthvað gott. Ægir Jarl nýtti tækifærið í byrjunarliðinu mjög vel og var hungraður fram á við eins og Ástbjörn Þórðarson. Sóknarmenn Njarðvíkinga fengu ekki úr miklu að moða en allt Njarðvíkurliðið sinnti varnarvinnunni vel og barðist hetjulega. Það stóð enginn sérstaklega upp úr né var áberandi slakari en aðrir, gestirnir skiluðu góðri liðsframmistöðu í þessum leik.Hvað gekk illa? Njarðvík gekk illa að koma sér í færi og fá að hafa boltann að einhverju ráði innan síns liðs. Þegar þeir fengu boltann hins vegar þá reyndu þeir að spila boltanum sín á milli og voru ekki bara í því að negla fram. Það er í raun fátt út á frammistöðu þeirra að setja heilt yfir í leiknum, gæðin eru bara einfaldlega þó nokkrum þrepum meiri í liði KR.Hvað gerist næst? Bikarævintýri Njarðvíkinga er búið. Þetta var besti árangur þeirra í bikarnum í sögu félagsins og á endanum var það lið sem margir segja verða Íslandsmeistara í haust sem varð Njarðvíkingum að falli. Þeir fara nú að einbeita sér að Inkassodeildinni. KR verður í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin á mánudag. Þann sama dag mæta þeir svo Breiðabliki í toppslag í Pepsi Max deild karla hér á Meistaravöllum.Rúnar: Vanmátum ekki andstæðinginn á einn eða neinn hátt „100 prósent fókus leikmanna á verkefnið,“ var lykillinn að sigri KR að mati Rúnars Kristinssonar þjálfara í leikslok. „Þetta var erfitt eins og við bjuggumst við.“ „Njarðvíkingar voru vel skipulagðir og þeir fengu fyrstu tvö, þrjú færin í þessum leik og hefðu getað komist yfir. En við skorum tvö fín mörk í fyrri hálfleik og það gefur okkur væna og góða stöðu að fara með inn í hálfleikinn.“ Hvað fannst Rúnari KR-ingar gera best í þessum leik? „Menn unnu vinnuna sína. Voru ekki værukærir, við vorum ekki að vanmeta andstæðinginn á einn eða neinn hátt. Fórum inn í leikinn á 100 prósent keyrslu og svoleiðis þarf til, annars hefðum við lent í bullandi veseni.“ „Þó við höfum verið meira með boltann þá voru þeir alltaf hættulegir í skyndisóknum.“ Einhverjir KR-ingar í stúkunni hefðu mögulega viljað sjá Rúnar fara fyrr í að gera skiptingar í ljósi þess að fram undan er stórleikur við Blika og KR var með þennan leik í höndum sér. „Menn þurftu bara að hlaupa og hafa fyrir þessu. Við erum ekkert að hvíla menn allt of mikið, menn þurfa bara að vinna sína vinnu og það vilja allir spila.“ „Ég er virkilega ánægður með strákana sem spiluðu leikinn.“Rafn: Spiluðum vel þegar við fengum boltann og í heildina sáttir með frammistöðuna „Við byrjuðum leikinn ágætlega og fengum tvö, þrjú dauðafæri þar sem við hefðum getað sett hann, en í heildina þá voru þeir bara með mikil gæði sem skópu þennan sigur,“ sagði Rafn Markús Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkur, í leikslok. „Við vorum samt sem áður óheppnir að skora ekki í byrjun, ég hefði viljað mark til að sjá hvernig þeir hefðu brugðist við því.“ Njarðvíkingar áttu samt góða kafla inn á milli þegar þeir komust í boltann. „Við lögðum upp með það að vera þéttir til baka og passa upp á bakverði þeirra, gerðum það vel. En það er svekkjandi að fá á sig mark upp úr hornspyrnu. Við spiluðum vel þegar við fengum boltann, vorum hættulegir og bjuggum til möguleika til þess að gera eitthvað og í heild sinni erum við sáttir með frammistöðu liðsins.“ „Ég held í heild sinni að þá fari leikmenn og allir í kringum félagið sáttir frá borði.“ Njarðvík hefur verið í frjálsu falli í Inkassodeildinni og tapað síðustu fimm leikjum. Það er ágætt veganesti inn í næstu leiki að hafa staðið þokkalega í einu besta liði landsins. „Við þurfum að nýta leikinn okkar í dag, við vorum að gera vel eins og við höfum gert marg oft og kunnum vel en hefur vantað aðeins undan farið. Þetta er eitthvað sem við þurfum að nýta okkur og rífa okkur upp töfluna.“Ægir: Aldrei spilað í jafn mikilli rigningu á ævinni „Þetta var geggjað að fá loksins að byrja leik aftur og ná að sanna mig,“ sagði Ægir Jarl Jónasson í leikslok. „Liðið var flott í heildina og öruggur sigur. Við skorum tvö mörk fljótlega og drepum eiginlega bara leikinn. Síðan var þetta nokkuð öruggt hjá okkur fannst mér. Við bætum einu marki við og fannst þeir aldrei líklegir.“ Það var eins og hellt væri úr fötu ofan á Meistaravelli allan leikinn sem gerði leikmönnum nokkuð erfitt fyrir. „Heldur betur. Þetta var þvílíkt, ég hef aldrei spilað í jafn mikilli rigningu á ævi minni, en þetta var virkilega hressandi.“ Hvern vill Ægir svo fá í undanúrslitunum? „Það skiptir engu máli, bara spenntir að vera komnir þangað og svo sjáum við hvað Bjarni dregur upp úr hattinum.“Andri: Töluvert skref upp á við frá síðustu leikjuma „Ef við hefðum skorað í byrjun þá hefði þetta kannski verið öðruvísi leikur en við erum bara að spila á móti betra liði en við erum. Þetta var bara erfitt, en ágætis leikur svo sem og ég var stoltur af strákunum,“ sagði Andri Fannar Freysson fyrirliði Njarðvíkur. „Við erum búnir að vera frekar slappir í síðustu leikjum og mér fannst þetta töluvert skref upp á við miðað við síðustu leiki.“ „Við eigum Gróttu í næsta leik og við tökum bara það jákvæða úr þessum leik og vonandi getum við spilað ágætlega á móti Gróttu og tekið einhver stig.“ Veðrið lét finna fyrir sér í dag en Andri Fannar gaf þó lítið fyrir að það hafi valdið vandræðum. „Þetta er besti völlur landsins, sem ég hef spilað á allavega, og grasið var frábært þannig að það er lítið hægt að kvarta. En það voru kannski pollar inn á milli sem gerðu þetta svolítið erfitt.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti