Miklu betra en að sitja heima í sófa og láta sér leiðast UMFÍ kynnir 27. júní 2019 13:45 Ásthildur nældi sér í silfurverðlaun á Landsmóti UMFÍ 50+ á síðasta ári, hafandi aldrei áður skotið af boga. UMFÍ „Stemmingin er mjög skemmtileg á landsmóti. Þarna kynnist fólk úr öðrum félögum og það myndast vinasambönd. Það er gaman að sjá hvað mörg félög eru með góðan félagsanda. Við hjónin höfum keppt hér og þar á nokkrum mótum gegnum tíðina og þá hittist fólk aftur og aftur. Við kepptum síðast á landsmótinu á Hvammstanga,“ segir Ásthildur Einarsdóttir, grasalæknir en hún tekur þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ sem fram fer á Neskaupstað nú um helgina ásamt manni sínum, Jóhanni Inga Jóhannssyni. Þau hjónin munu meðal annars keppa í pútti sem þau æfa stíft yfir sumarið, helst á hverjum degi og þá skipa þau eitt þriggja boccia-liða úr Garðabæ. Boccia hópurinn æfir reglulega yfir vetrartímann. Ásthildur segir félagsskapinn frábæran og hreyfingin geri öllum gott. „Maðurinn minn byrjaði í boccia og var svo ánægður. Hann hvatti mig til að koma líka. Þetta er þriðja árið okkar núna og ég myndi ekki vilja missa af einni einustu æfingu,“ segir Ásthildur og vill endilega fá fleiri til þess að tileinka sér þetta sport. „Það virðast margir vera feimnir við að prófa boccia og halda kannski að þessi íþrótt sé eingöngu fyrir hreyfihamlaða. Margir hafa heldur aldrei verið neitt í íþróttum og leggja ekki í þetta þess vegna. En ég hvet fólk til þess að prófa. Það er virkilega gaman að hittast og leika sér aðeins tvisvar í viku, rabba saman og fá sér kaffi. Miklu betra en að sitja heima í sófa og láta sér leiðast.“ Garðabæjarhópnum hefur gengið vel í keppnum og oftar en ekki hefur eitt liðanna þriggja komið heim með silfurverðlaun. Sjálf segist Ásthildur ekki hafa landað silfri í boccia ennþá en á þó silfurverðlaun frá síðasta landsmóti. Þau verðlaun fékk hún fyrir bogfimi. „Ég vissi ekki einu sinni að það væri keppt í þeirri íþrótt á mótinu þegar ég sá fólk æfa sig á skotsvæðinu. Það vakti áhuga minn svo ég skráði mig bara, án þess að hafa nokkurntíma skotið af boga,“ segir hún hress. „Ég er svolítið hittin, er mér sagt, og þetta var virkilega gaman. Því miður verður ekki keppt í bogfimi á mótinu í Neskaupstað. Ég er reyndar að hugsa um að keppa í skák en á eftir að skrá mig,“ segir Ásthildur. Það sé um að gera að prófa hlutina, fólk geti komið sjálfu sér á óvart. En stefnir boccia-hópurinn á sigur um helgina? „Það er ekki aðalmarkmiðið en við reynum auðvitað. silfurliðið okkar hlýtur þó að ná gullinu núna. Það liggur í loftinu.“ Landsmót UMFÍ 50+ fer fram dagana 28. til 30. júní á Neskaupstað. Þessi kynning er unnin í samstarfi við UMFÍ. Heilsa Íþróttir Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira
„Stemmingin er mjög skemmtileg á landsmóti. Þarna kynnist fólk úr öðrum félögum og það myndast vinasambönd. Það er gaman að sjá hvað mörg félög eru með góðan félagsanda. Við hjónin höfum keppt hér og þar á nokkrum mótum gegnum tíðina og þá hittist fólk aftur og aftur. Við kepptum síðast á landsmótinu á Hvammstanga,“ segir Ásthildur Einarsdóttir, grasalæknir en hún tekur þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ sem fram fer á Neskaupstað nú um helgina ásamt manni sínum, Jóhanni Inga Jóhannssyni. Þau hjónin munu meðal annars keppa í pútti sem þau æfa stíft yfir sumarið, helst á hverjum degi og þá skipa þau eitt þriggja boccia-liða úr Garðabæ. Boccia hópurinn æfir reglulega yfir vetrartímann. Ásthildur segir félagsskapinn frábæran og hreyfingin geri öllum gott. „Maðurinn minn byrjaði í boccia og var svo ánægður. Hann hvatti mig til að koma líka. Þetta er þriðja árið okkar núna og ég myndi ekki vilja missa af einni einustu æfingu,“ segir Ásthildur og vill endilega fá fleiri til þess að tileinka sér þetta sport. „Það virðast margir vera feimnir við að prófa boccia og halda kannski að þessi íþrótt sé eingöngu fyrir hreyfihamlaða. Margir hafa heldur aldrei verið neitt í íþróttum og leggja ekki í þetta þess vegna. En ég hvet fólk til þess að prófa. Það er virkilega gaman að hittast og leika sér aðeins tvisvar í viku, rabba saman og fá sér kaffi. Miklu betra en að sitja heima í sófa og láta sér leiðast.“ Garðabæjarhópnum hefur gengið vel í keppnum og oftar en ekki hefur eitt liðanna þriggja komið heim með silfurverðlaun. Sjálf segist Ásthildur ekki hafa landað silfri í boccia ennþá en á þó silfurverðlaun frá síðasta landsmóti. Þau verðlaun fékk hún fyrir bogfimi. „Ég vissi ekki einu sinni að það væri keppt í þeirri íþrótt á mótinu þegar ég sá fólk æfa sig á skotsvæðinu. Það vakti áhuga minn svo ég skráði mig bara, án þess að hafa nokkurntíma skotið af boga,“ segir hún hress. „Ég er svolítið hittin, er mér sagt, og þetta var virkilega gaman. Því miður verður ekki keppt í bogfimi á mótinu í Neskaupstað. Ég er reyndar að hugsa um að keppa í skák en á eftir að skrá mig,“ segir Ásthildur. Það sé um að gera að prófa hlutina, fólk geti komið sjálfu sér á óvart. En stefnir boccia-hópurinn á sigur um helgina? „Það er ekki aðalmarkmiðið en við reynum auðvitað. silfurliðið okkar hlýtur þó að ná gullinu núna. Það liggur í loftinu.“ Landsmót UMFÍ 50+ fer fram dagana 28. til 30. júní á Neskaupstað. Þessi kynning er unnin í samstarfi við UMFÍ.
Heilsa Íþróttir Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira