Þessi frábæra frammistaða íslenska vinstra hornamannsins skilaði honum sæti í úrvalsliði undankeppni EM 2020 en það var birt á Twitter-síðu keppninnar eins og sjá má hér fyrir neðan.
Enjoy the best selection of players at the Men’s #ehfeuro2020 Qualifiers!
Genty @FRAHandball
Elisson @hsi_iceland
Pehlivan @Hentbol_Fed
Schmid @HandballSchweiz
Kristopans Latvia
Tziras @HellenicHandbal
Petrovsky Czech Republic#dreamwinrememberpic.twitter.com/jUYn9MtSDe
— EHF EURO (@EHFEURO) June 25, 2019
Bjarki Már sat á bekknum í fyrri hálfleik en fékk tækifæri frá Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara í þeim síðari og nýtti það afar vel.
Bjarki skoraði ellefu mörk og var langmarkahæsti leikmaður íslenska liðsins í leiknum.
Það er ljóst að við Íslendingar erum vel staddir þegar kemur að vinstri hornamönnum því Guðjón Valur Sigurðsson byrjaði þennan leik og Stefan Rafn Sigurmannsson komst ekki í hópinn.
Bjarki Már Elísson sýndi líka og sannaði hvað leikmann TBV Lemgo er að fá og hvaða leikmann Füchse Berlin er missa. Bjarki hefur spilað sinn síðasta leik með Füchse Berlin en hann hefur samið við Lemgo og spilar með því gamla Íslendingaliði á næsta tímabili.