Rigndi á Vök Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 26. júní 2019 10:00 Hljómsveitin hitaði upp fyrir Duran Duran í Laugardalshöll í gærkvöldi. Mynd/Sigga Ella Hljómsveitin Vök hefur átt góðu gengi að fagna fyrir utan landsteinana síðustu árin og fylgdi nýjustu breiðskífu sinni, In the Dark, eftir með stórum Evróputúr. „Við spiluðum í byrjun júní í kjallaranum á Hard Rock. Það voru fyrstu tónleikarnir okkar hérna á Íslandi frá því í byrjun mars, en þá vorum við með útgáfutónleika í Iðnó og á Græna hattinum,“ segir Margrét, söngkona Vakar.Aðdáendur á öllum aldri Hljómsveitin er skipuð þeim Margréti Rán, Andra Má og Einari. Þau tvö fyrrnefndu stofnuðu sveitina til þess að taka þátt í Músíktilraunum 2013, þar sem þau sigruðu. Nokkur af myndböndum sveitarinnar hafa verið spiluð í um og yfir milljón skipti á myndbandamiðlinum YouTube. Vök var valin til að hita upp fyrir eina stærstu sveit níunda áratugarins, Duran Duran, og söngkonuna Patti Smith á Secret Solstice-tóleikahátíðinni. Margrét segir það ekki hafa komið henni sérstaklega að óvart að þau skyldu hafa verið valin til að hita upp fyrir Smith og Duran Duran. „Mér fannst það alveg ganga upp, eða ég sé í það minnsta hvernig tónlistin okkar passar ágætlega saman við þeirra. Við höfum líka tekið eftir því sérstaklega að við eigum breiðan hóp aðdáenda, bæði þegar það kemur að aldri og týpum. Ég myndi segja að megnið af okkar hlustendum sé á aldrinum 25-60 ára. “Væta á Vök Tónleikarnir með Patti Smith voru um síðastliðna helgi. „Ég verð bara að segja eins og er að ég veit ekki nákvæmlega samt hvernig það kom til að við vorum valin til að spila á undan henni. Hvort hún eða hennar teymi hafi haft einhverja aðkomu að því, um það get ég lítið sagt,“ svarar Margrét glaðbeitt, en þegar blaðamaður náði tali af henni var hún mætt ásamt restinni af hljómsveitinni að stilla upp hljóðfærunum í Laugardalshöll. Margrét segir að það hafi gengið ágætlega á Secret Solstice en kaldhæðni örlaganna var sú að nánast eini tíminn þar sem eitthvað rigndi yfir hátíðina var þegar hljómsveit nefnd Vök steig á svið. „Það var búin að vera sól alla helgina en svo einmitt þegar við stígum á svið þá byrjar að rigna, sem var ákveðinn skellur,“ segir Margrét hlæjandi.Náði að kasta kveðju á Smith Sveitin spilaði á sunnudeginum og því eflaust komin smá þreyta í áhorfendur. „Það rættist samt úr mætingunni, þannig að þetta var eins gott og það gat verið í ljósi aðstæðna.“ Margrét heldur upp á Smith og hefur lesið megnið af bókunum sem hún hefur gefið út. „Já, ég myndi segja að ég væri aðdáandi. Við náðum samt ekki að hitta hana neitt þannig, en ég þakkaði henni fyrir tónleikana þegar ég stóð í stutta stund við hliðina á henni. Hvort hún hafi áttað sig á að ég væri í hljómsveitinni sem hitaði upp fyrir hana er ég ekki viss um.“ Hljómsveitin mun nú taka það aðeins rólegar og spila meira hér heima á næstu misserum. „Við höfum mest verið að spila úti undanfarið og eiginlega á þrotlausu tónleikaferðalagi undanfarin ár. Þess vegna finnst okkur öllum alveg frábært að vera að spila mest heima núna á næstunni, ef undan er skilið G! Festival í Færeyjum, en þangað er stutt að fara. Við munum svo spila á Bræðslunni og svo á Í hjarta Hafnarfjarðar,“ segir Margrét að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
Hljómsveitin Vök hefur átt góðu gengi að fagna fyrir utan landsteinana síðustu árin og fylgdi nýjustu breiðskífu sinni, In the Dark, eftir með stórum Evróputúr. „Við spiluðum í byrjun júní í kjallaranum á Hard Rock. Það voru fyrstu tónleikarnir okkar hérna á Íslandi frá því í byrjun mars, en þá vorum við með útgáfutónleika í Iðnó og á Græna hattinum,“ segir Margrét, söngkona Vakar.Aðdáendur á öllum aldri Hljómsveitin er skipuð þeim Margréti Rán, Andra Má og Einari. Þau tvö fyrrnefndu stofnuðu sveitina til þess að taka þátt í Músíktilraunum 2013, þar sem þau sigruðu. Nokkur af myndböndum sveitarinnar hafa verið spiluð í um og yfir milljón skipti á myndbandamiðlinum YouTube. Vök var valin til að hita upp fyrir eina stærstu sveit níunda áratugarins, Duran Duran, og söngkonuna Patti Smith á Secret Solstice-tóleikahátíðinni. Margrét segir það ekki hafa komið henni sérstaklega að óvart að þau skyldu hafa verið valin til að hita upp fyrir Smith og Duran Duran. „Mér fannst það alveg ganga upp, eða ég sé í það minnsta hvernig tónlistin okkar passar ágætlega saman við þeirra. Við höfum líka tekið eftir því sérstaklega að við eigum breiðan hóp aðdáenda, bæði þegar það kemur að aldri og týpum. Ég myndi segja að megnið af okkar hlustendum sé á aldrinum 25-60 ára. “Væta á Vök Tónleikarnir með Patti Smith voru um síðastliðna helgi. „Ég verð bara að segja eins og er að ég veit ekki nákvæmlega samt hvernig það kom til að við vorum valin til að spila á undan henni. Hvort hún eða hennar teymi hafi haft einhverja aðkomu að því, um það get ég lítið sagt,“ svarar Margrét glaðbeitt, en þegar blaðamaður náði tali af henni var hún mætt ásamt restinni af hljómsveitinni að stilla upp hljóðfærunum í Laugardalshöll. Margrét segir að það hafi gengið ágætlega á Secret Solstice en kaldhæðni örlaganna var sú að nánast eini tíminn þar sem eitthvað rigndi yfir hátíðina var þegar hljómsveit nefnd Vök steig á svið. „Það var búin að vera sól alla helgina en svo einmitt þegar við stígum á svið þá byrjar að rigna, sem var ákveðinn skellur,“ segir Margrét hlæjandi.Náði að kasta kveðju á Smith Sveitin spilaði á sunnudeginum og því eflaust komin smá þreyta í áhorfendur. „Það rættist samt úr mætingunni, þannig að þetta var eins gott og það gat verið í ljósi aðstæðna.“ Margrét heldur upp á Smith og hefur lesið megnið af bókunum sem hún hefur gefið út. „Já, ég myndi segja að ég væri aðdáandi. Við náðum samt ekki að hitta hana neitt þannig, en ég þakkaði henni fyrir tónleikana þegar ég stóð í stutta stund við hliðina á henni. Hvort hún hafi áttað sig á að ég væri í hljómsveitinni sem hitaði upp fyrir hana er ég ekki viss um.“ Hljómsveitin mun nú taka það aðeins rólegar og spila meira hér heima á næstu misserum. „Við höfum mest verið að spila úti undanfarið og eiginlega á þrotlausu tónleikaferðalagi undanfarin ár. Þess vegna finnst okkur öllum alveg frábært að vera að spila mest heima núna á næstunni, ef undan er skilið G! Festival í Færeyjum, en þangað er stutt að fara. Við munum svo spila á Bræðslunni og svo á Í hjarta Hafnarfjarðar,“ segir Margrét að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira