Lífið

Pamela Ander­­son sakar kærastann um fram­hjá­hald: „Líkam­­leg og and­­leg pynting“

Sylvía Hall skrifar
Á meðan allt lék í lyndi.
Á meðan allt lék í lyndi. Vísir/Getty
Leikkonan Pamela Anderson birti í dag Instagram-færslu þar sem hún sakar kærasta sinn, franska fótboltamanninn Adil Rami, um framhjáhald. Hún segir síðustu ár hafa verið blekkingu og að hann hafi lifað tvöföldu lífi.

Anderson og Rami fóru að stinga saman nefjum árið 2017 og flutti hún til Frakklands snemma árs 2018. Rami, sem er átján árum yngri en leikkonan, spilar með Marseille þar sem þau hafa búið saman. Nú hyggst hún flytja þaðan.





„Það er erfitt að sætta sig við þetta. Síðustu tvö ár ævi minnar hafa verið ein stór lygi. Ég var blekkt, látin trúa því að við værum yfir okkur ástfangin. Ég er niðurbrotin að hafa komist að því síðustu daga að hann væri að lifa tvöföldu lífi,“ skrifar Anderson á Instagram.

Hún segir Rami hafa grínast með aðra leikmenn sem áttu kærustur í sömu götu og þeir bjuggu í með eiginkonum sínum og kallað þá skrímsli.

„Þetta er þó verra. Hann laug að öllum. Hvernig er það hægt að stjórna hug og hjörtum tveggja kvenna svona. Ég er sannfærð um að þær séu fleiri,“ skrifar Anderson og bætir við að hann sé skrímsli.



Hjálpaði öðrum en gat ekki hjálpað sjálfri sér 

Anderson hefur starfað sem sjálfboðaliði fyrir samtök sem berjast gegn heimilisofbeldi og verið ötull talsmaður gegn kynbundnu ofbeldi. Hún segist ekki skilja hvernig hún gat hjálpað svo mörgum en ekki verið „nógu vitur“ til þess að hjálpa sjálfri sér þegar svo margir vöruðu hana við honum, meira að segja ljósmyndarinn David LaChapelle.

„Sjálfsdýrkendur breytast ekki. Siðblindir breytast ekki. Ég mun hlaupa eins og fætur toga, ég hef alltaf barist fyrir sannleikanum og réttlæti,“ skrifar Anderson og segir þetta vera sínu verstu martröð.

Hún segir þetta vera sársaukafullan tíma. Hún hafi aldrei verið afbrýðisson manneskja áður en hún kynntist Rami en það hafi fljótt breyst. Hún sé þó ánægð að hafa komist að sannleikanum, þó að hann sé sársaukafullur.

„Hann ætti ekki að vera andlit þess að vernda konur frá heimilisofbeldi eða tala um að vernda þær yfirhöfuð. Hann gerði þetta einungis til þess að bæta ímynd sína. Hann ber enga virðingu fyrir konum nema móður sinni, og hann lýgur að henni líka – þeir ljúga allir.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.