Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Norrköping sem vann 2-0 sigur á AIK í stórleik í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Guðmundur nældi sér í gult spjald á 24. mínútu en Christoffer Nyman kom Norrköping yfir einni mínútu fyrir lok fyrri hálfleiks.
Á 55. mínútu fékk Panajotis Dimitriadis beint rautt spjald og það nýttu gestirnir frá Norrköping sér. Nyman skoraði annað mark sitt á 63. mínútu og lokatölur 2-0.
Selfyssingurinn lék allan leikinn á miðjunni fyrir Norrköping en þeir eru í sjötta sæti deildarinnar.
Kolbeinn Sigþórsson var ekki í leikmannahópi AIK sem er í þriðja sætinu, þremur stigum á undan Norrköping.
