Erfitt að ráða í stjórnendastöður á leikskólum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2019 21:45 Leikskólar Reykjavíkur standa frammi fyrir mönnunarvanda þegar kemur að ráðningum í stjórnendastöður. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hefur áhyggjur af stöðunni, borgin sé að rýna í málið. Samræma þurfi kröfur til stjórnenda í skólakerfinu til að auðvelda starfið. Nýlega voru auglýstar tvær leikskólastjórastöður við leikskóla í Reykjavík en aðeins ein umsókn barst. Leikskólastjórar hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Frá árinu 2015 hefur verið hreyfing á 22 leikskólastjórastöðum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði leikskólastjóri þetta mikið áhyggjuefni og að einnig sé erfitt að fá deildarstjóra og sérkennara. Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs, tekur undir þessar áhyggjur og segir ýmsar ástæður að baki. „Bæði að það sé flóknara rekstrarumhverfi heldur en á árum áður. Svo eru ýmsar opinberar kröfur sem hafa verið að aukast á skólana, svo má líka segja að fagumhverfið sé breytt, þar sem það er að fækka í hópi leikskólakennara í leikskólum. Svo eru blikur á lofti varðandi grunnskólanna líka varðandi þetta. Þá mæðir meira á stjórnendum,“ segir hann. Einsog staðan er í dag eru 113 stöðugildi ómönnuð í leikskólunum, staðan er þó talin betri en oft áður. Leikskólastjórar benda á að lítil sem engin endurnýjun sé í faginu, þeir sem fara í námið séu oftar enn ekki nú þegar að vinna á leikskólum. Einnig fækki hratt á gólfinu því leikskólakennarar séu settir tímabundið í stjórnendastöður til að mæta vandanum. Helgi segir að vinnuhópar séu að rýna í starfsumhverfið. „Til þess að greina betur álagsþætti og líka um leið til að finna hvað við getum gert til þess að gera þetta mikilvæga starf ákjósanlegra til þess að fleiri sæki um,“ segir hann. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Leikskólar Reykjavíkur standa frammi fyrir mönnunarvanda þegar kemur að ráðningum í stjórnendastöður. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hefur áhyggjur af stöðunni, borgin sé að rýna í málið. Samræma þurfi kröfur til stjórnenda í skólakerfinu til að auðvelda starfið. Nýlega voru auglýstar tvær leikskólastjórastöður við leikskóla í Reykjavík en aðeins ein umsókn barst. Leikskólastjórar hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Frá árinu 2015 hefur verið hreyfing á 22 leikskólastjórastöðum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði leikskólastjóri þetta mikið áhyggjuefni og að einnig sé erfitt að fá deildarstjóra og sérkennara. Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs, tekur undir þessar áhyggjur og segir ýmsar ástæður að baki. „Bæði að það sé flóknara rekstrarumhverfi heldur en á árum áður. Svo eru ýmsar opinberar kröfur sem hafa verið að aukast á skólana, svo má líka segja að fagumhverfið sé breytt, þar sem það er að fækka í hópi leikskólakennara í leikskólum. Svo eru blikur á lofti varðandi grunnskólanna líka varðandi þetta. Þá mæðir meira á stjórnendum,“ segir hann. Einsog staðan er í dag eru 113 stöðugildi ómönnuð í leikskólunum, staðan er þó talin betri en oft áður. Leikskólastjórar benda á að lítil sem engin endurnýjun sé í faginu, þeir sem fara í námið séu oftar enn ekki nú þegar að vinna á leikskólum. Einnig fækki hratt á gólfinu því leikskólakennarar séu settir tímabundið í stjórnendastöður til að mæta vandanum. Helgi segir að vinnuhópar séu að rýna í starfsumhverfið. „Til þess að greina betur álagsþætti og líka um leið til að finna hvað við getum gert til þess að gera þetta mikilvæga starf ákjósanlegra til þess að fleiri sæki um,“ segir hann.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira