Prófgráðan komin í leitirnar þremur dögum eftir að hún gleymdist ofan á bíl Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. júní 2019 13:00 Katie Beard með börnin tvö og prófgráðuna góðu, áður en hún týndist. Mynd/Katie Beard. Ætla má að prófgráða hinnar bandarísku Katie Beard hafi farið í mikla svaðilför eftir að Katie fékk hana í hendurnar við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll á laugardaginn. Á leið heim frá athöfninni setti Katie umslagið upp á þak fjölskyldubílsins, setti son sinn í bílinn og svo var brunað af stað. Um fimm mínútum síðar uppgötvaði Katie hins vegar að prófskírteinið varð eftir upp á þakinu og þegar hún og maður hennar stoppuðu bílinn var prófgráðan fokin út í veður og vind. „Þetta var ömurleg tilfinning,“ segir Katie í samtali við Vísi en hún útskrifaðist með Masters-gráðu í Norræni trú eftir tveggja ára nám við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands útskrifaði nemendur á laugardaginn og það var þá sem skírteinið glataðist.„Ég var að setja son minn í bílinn og setti umslagið upp á þak,“ en Katie og maður hennar eignuðust nýverið son auk þess sem þau eiga fimm ára stelpu. Eftir að fjölskyldan var komin í bílinn og þau lögð af stað frá bílastæðinu frá Laugardalshöll ákvað Katie að opna umslagið.„Ég var ekki búinn að opna umslagið en hugsaði með mér að ég gæti alveg eins og opnað það í bílnum. Ég hélt það væri hjá mér en ég leit niður og mundi þá að ég hafði gleymt því á þakinu,“ segir Katie.Skilaboðin sem Katie sendi út í alheiminn í von um skírteinið kæmi í leitirnar.Leituðu og leituðu en ekkert fannst Sneru þau við um hæl en Katie telur að um fimm mínútur hafi liðið frá því að þau lögðu af stað og þangað til hún uppgötvaði að hún hafði gleymt umslaginu á bílnum.„Við snerum strax við og ég hélt að það væri kannski einhvers staðar þarna. Við leituðum þarna út um og allt, í kannski klukkutíma. Við leituðum alls staðar án árangurs. Þá hugsaði ég mér að einhver væri með það eða það væri bara týnt,“ segir Katie.„Ég kenni barninu mínu um,“ segir Katie hlæjandi. „Nei, ég kenni sjálfri mér um.“Beið hún til morguns þangað til hún setti færslur hinn á hina ýmsu hópa þar sem hún auglýsti eftir skírteininu. Það var svo skömmu eftir að blaðamaður hafði samband við hana að hún fékk póst frá Háskóla Íslands um að skírteinið hafi komist í leitirnar, og reiknar Katie því að hún muni fá það í hendurnar fyrr en seinna.„Mér er bara ótrúlega létt,“ segir Katie enda sá hún fram á töluvert umstang ef skírteinið hefði ekki skilað sér. Fékk hún þær upplýsingar að ef skírteinið væri ekki komið í leitirnar fyrir föstudag myndi hún fá aðstoð við að hefja ferli til að fá útgefið nýtt prófskírteini. Nú sleppur hún við það.Katie og fjölskylda hennar er nýflutt til Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, þar sem maður hennar vinnur. Hún sjálf er í fæðingarorlofi en hyggur á doktorsnám. Hún segir veruna á Íslandi hafa verið æðislega.„Við erum búin að vera í Washington í aðeins einn dag og við söknum Íslands strax. ég hef ekkert nema frábæra hluti að segja um ísland og okkur leið frábærlega hérna.“ Íslandsvinir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Ætla má að prófgráða hinnar bandarísku Katie Beard hafi farið í mikla svaðilför eftir að Katie fékk hana í hendurnar við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll á laugardaginn. Á leið heim frá athöfninni setti Katie umslagið upp á þak fjölskyldubílsins, setti son sinn í bílinn og svo var brunað af stað. Um fimm mínútum síðar uppgötvaði Katie hins vegar að prófskírteinið varð eftir upp á þakinu og þegar hún og maður hennar stoppuðu bílinn var prófgráðan fokin út í veður og vind. „Þetta var ömurleg tilfinning,“ segir Katie í samtali við Vísi en hún útskrifaðist með Masters-gráðu í Norræni trú eftir tveggja ára nám við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands útskrifaði nemendur á laugardaginn og það var þá sem skírteinið glataðist.„Ég var að setja son minn í bílinn og setti umslagið upp á þak,“ en Katie og maður hennar eignuðust nýverið son auk þess sem þau eiga fimm ára stelpu. Eftir að fjölskyldan var komin í bílinn og þau lögð af stað frá bílastæðinu frá Laugardalshöll ákvað Katie að opna umslagið.„Ég var ekki búinn að opna umslagið en hugsaði með mér að ég gæti alveg eins og opnað það í bílnum. Ég hélt það væri hjá mér en ég leit niður og mundi þá að ég hafði gleymt því á þakinu,“ segir Katie.Skilaboðin sem Katie sendi út í alheiminn í von um skírteinið kæmi í leitirnar.Leituðu og leituðu en ekkert fannst Sneru þau við um hæl en Katie telur að um fimm mínútur hafi liðið frá því að þau lögðu af stað og þangað til hún uppgötvaði að hún hafði gleymt umslaginu á bílnum.„Við snerum strax við og ég hélt að það væri kannski einhvers staðar þarna. Við leituðum þarna út um og allt, í kannski klukkutíma. Við leituðum alls staðar án árangurs. Þá hugsaði ég mér að einhver væri með það eða það væri bara týnt,“ segir Katie.„Ég kenni barninu mínu um,“ segir Katie hlæjandi. „Nei, ég kenni sjálfri mér um.“Beið hún til morguns þangað til hún setti færslur hinn á hina ýmsu hópa þar sem hún auglýsti eftir skírteininu. Það var svo skömmu eftir að blaðamaður hafði samband við hana að hún fékk póst frá Háskóla Íslands um að skírteinið hafi komist í leitirnar, og reiknar Katie því að hún muni fá það í hendurnar fyrr en seinna.„Mér er bara ótrúlega létt,“ segir Katie enda sá hún fram á töluvert umstang ef skírteinið hefði ekki skilað sér. Fékk hún þær upplýsingar að ef skírteinið væri ekki komið í leitirnar fyrir föstudag myndi hún fá aðstoð við að hefja ferli til að fá útgefið nýtt prófskírteini. Nú sleppur hún við það.Katie og fjölskylda hennar er nýflutt til Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, þar sem maður hennar vinnur. Hún sjálf er í fæðingarorlofi en hyggur á doktorsnám. Hún segir veruna á Íslandi hafa verið æðislega.„Við erum búin að vera í Washington í aðeins einn dag og við söknum Íslands strax. ég hef ekkert nema frábæra hluti að segja um ísland og okkur leið frábærlega hérna.“
Íslandsvinir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira