Meira um lokanir á bráðalegudeildum í sumar Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 24. júní 2019 22:16 Landspítalinn þarf að loka allt að hundrað og fjörutíu legurýmum í sumar en um er að ræða hefðbundnar sumarlokanir og lokanir vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Það er fjölgun um tuttugu legurými milli ára og meira er um lokanir á bráðalegudeildum. Stjórnendur telja að það muni ekki hafa mikil áhrif á sjúklinga en Landspítalinn standi vörð um öryggishlutverk sitt. Landspítalinn þarf að loka fleiri legurýmum í sumar en í fyrra á sama tíma en mestu lokanirnar verða í júlí þegar 140 legurými verða lokuð. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona forstjóra spítalans, segir helstu breytinguna vera að nú þarf að loka fleiri bráðalegurýmum. „Við gerum ráð fyrir að geta staðið undir allri þjónustu þrátt fyrir þetta. Höfum gert það áður. Landspítalinn sinnir sínu öryggishlutverki burtséð frá rúmafjölda þannig ég á ekki von á því að þetta hafi nein meiriháttar áhrif á sjúklingana okkar.“ Hins vegar megi gera ráð fyrir að álag á starfsfólk verði meira. „Þetta hefur talsverð áhrif á starfsemina en fyrst og síðast á þá sem starfa á deildunum sem þurfa að draga saman því álagið á deildunum er engu að síður mikið,“ segir Anna. Anna segir að ástæðan fyrir lokunum í sumar sé skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum en einnig vegna hefðbundinna lokanna. En nú vanti um hundrað til tvö hundruð hjúkrunarfræðinga en ekki sé komin greining á hversu marga sjúkraliða skorti. „Stóra myndin er sú að skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum er heimsvandamál, alls staðar í heiminum er skortur á þessum starfsstéttum og við förum ekki í neinar grafgötur með það að sá vandi er hérna líka en það er ekkert óeðlilegt við það í sjálfu sér, við erum bara hluti af þessum heimi þar sem okkur skortir hjúkrunarfræðinga eins og alla aðra,“ segir Anna og bætir við að umræddar stéttir séu mjög eftirsóttar. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Landspítalinn þarf að loka allt að hundrað og fjörutíu legurýmum í sumar en um er að ræða hefðbundnar sumarlokanir og lokanir vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Það er fjölgun um tuttugu legurými milli ára og meira er um lokanir á bráðalegudeildum. Stjórnendur telja að það muni ekki hafa mikil áhrif á sjúklinga en Landspítalinn standi vörð um öryggishlutverk sitt. Landspítalinn þarf að loka fleiri legurýmum í sumar en í fyrra á sama tíma en mestu lokanirnar verða í júlí þegar 140 legurými verða lokuð. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona forstjóra spítalans, segir helstu breytinguna vera að nú þarf að loka fleiri bráðalegurýmum. „Við gerum ráð fyrir að geta staðið undir allri þjónustu þrátt fyrir þetta. Höfum gert það áður. Landspítalinn sinnir sínu öryggishlutverki burtséð frá rúmafjölda þannig ég á ekki von á því að þetta hafi nein meiriháttar áhrif á sjúklingana okkar.“ Hins vegar megi gera ráð fyrir að álag á starfsfólk verði meira. „Þetta hefur talsverð áhrif á starfsemina en fyrst og síðast á þá sem starfa á deildunum sem þurfa að draga saman því álagið á deildunum er engu að síður mikið,“ segir Anna. Anna segir að ástæðan fyrir lokunum í sumar sé skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum en einnig vegna hefðbundinna lokanna. En nú vanti um hundrað til tvö hundruð hjúkrunarfræðinga en ekki sé komin greining á hversu marga sjúkraliða skorti. „Stóra myndin er sú að skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum er heimsvandamál, alls staðar í heiminum er skortur á þessum starfsstéttum og við förum ekki í neinar grafgötur með það að sá vandi er hérna líka en það er ekkert óeðlilegt við það í sjálfu sér, við erum bara hluti af þessum heimi þar sem okkur skortir hjúkrunarfræðinga eins og alla aðra,“ segir Anna og bætir við að umræddar stéttir séu mjög eftirsóttar.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira