Dæmdur fyrir að grípa um „flott“ brjóst konu á sjómannadaginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2019 14:32 Héraðsdómur Vestfjarða á Ísafirði dæmdi manninn í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Vísir/pjetur Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni með því að grípa um brjóst nær ókunnugrar konu á dansleik á sjómannadaginn í fyrra. Héraðsdómur Vestfjarða kvað upp dóm sinn á dögunum. Lýsing hins dæmda karlmanns og konunnar á atvikum var æði ólík. Karlinn sagðist hafa komið að hjónum aftan frá og knúsað karlinn. Það væri kveðja sem hann framkvæmdi oft en hann þekkti hann. Konan hafi spurt hvort hún fengi ekki viðlíka kveðju og hann varð við því. Knúsaði hann hana aftan frá og hafi tilgangurinn verið allt annar en kynferðislegur. Hann útilokaði ekki að hafa tekið utan um bæði brjóst konunnar með lófum sínum. Konan hafi hins vegar tekið í fingur hans og spurt hvort hún ætti að fingurbrjóta hann. Hún hefði verið æst og það hefði honum þótt leiðinlegt og beðist afsökunar.Því hún var með svo flott brjóst Framburður konunnar, eiginmanns hennar og annarra vitna var á annan veg. Konan lýsti því hvernig hún hefði staðið og horft á sviðið með manni sínum þegar einhver kom að henni aftan frá, greip um bæði brjóst hennar og þrýsti sér upp að henni svo hann hélt henni fastri. Tókst henni að losa sig og spurði karlinn hvers vegna hann hefði gert þetta. Svarið hefði verið að hún væri með svo flott brjóst. Þá hefði hinn dæmdi ekki knúsað karl hennar og hún kannaðist ekkert við að hafa beðið um faðmlag. Framburður eiginmannsins var á sama veg og konunnar. Framburður konunnar um atvik fyrir dómi var að mati dómsins trúverðugur og studdist við framburð vitna. Frásögn hennar fær líka stoð í læknisvottorði sem er meðal gagna málsins. Þá báru bæði vitni og ákærði að konan hefði brugðist illa við framkomu karlsins og verið brugðið. Þá kannaðist eiginmaðurinn ekki við að ákærði hefði faðmað sig með þeim hætti sem ákærði hélt fram. Í skýrslutöku hjá lögreglu, tveimur mánuðum eftir atvikið, bar hinn dæmdi að brotaþoli hefði tekið svo fast á fingri sér, þegar hann tók utan um hana, að hann væri enn þá bólginn. Að mati dómsins renndi það stoðum undir fullyrðingar konunnar að hún hefði þurft að beita hörku til að losa sig. Faðmlagið hefði því verið óumbeðið. Í niðurstöðu dómsins segir að karlinum hefði mátt gera sér ljóst að háttsemin væri í óþökk konunnar. Það gæti valdið henni ótta.Brjóst mjög tengd kynlífi „Slík háttsemi geti ekki talist eðlileg í samskiptum fólks sem ekki er vel til vina. Brjóst eru líkamshlutar sem mjög eru tengd kynlífi og þá kynfrelsi fólks, sjálfsákvörðunarrétti og frelsi og friðhelgi einstaklings á sviði kynlífs, sem ákvæði 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1040 er ætlað að standa vörð um,“ segir í dómnum. Sömuleiðis gildi í samskiptum manna reglur, siðir og venjur um samskiptahætti þegar í hlut eiga nefndir líkamshlutar. „Það að ákærði hafi tamið sér slíka háttsemi sem málið varðar eða viðhafi við sérstakar aðstæður, eins og á sjómannadaginn, getur að mati dómsins ekki leyst hann undan sök.“ Var karlinn dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og til að greiða konunni rúmlega 300 þúsund krónur auk sakarkostnaðar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni með því að grípa um brjóst nær ókunnugrar konu á dansleik á sjómannadaginn í fyrra. Héraðsdómur Vestfjarða kvað upp dóm sinn á dögunum. Lýsing hins dæmda karlmanns og konunnar á atvikum var æði ólík. Karlinn sagðist hafa komið að hjónum aftan frá og knúsað karlinn. Það væri kveðja sem hann framkvæmdi oft en hann þekkti hann. Konan hafi spurt hvort hún fengi ekki viðlíka kveðju og hann varð við því. Knúsaði hann hana aftan frá og hafi tilgangurinn verið allt annar en kynferðislegur. Hann útilokaði ekki að hafa tekið utan um bæði brjóst konunnar með lófum sínum. Konan hafi hins vegar tekið í fingur hans og spurt hvort hún ætti að fingurbrjóta hann. Hún hefði verið æst og það hefði honum þótt leiðinlegt og beðist afsökunar.Því hún var með svo flott brjóst Framburður konunnar, eiginmanns hennar og annarra vitna var á annan veg. Konan lýsti því hvernig hún hefði staðið og horft á sviðið með manni sínum þegar einhver kom að henni aftan frá, greip um bæði brjóst hennar og þrýsti sér upp að henni svo hann hélt henni fastri. Tókst henni að losa sig og spurði karlinn hvers vegna hann hefði gert þetta. Svarið hefði verið að hún væri með svo flott brjóst. Þá hefði hinn dæmdi ekki knúsað karl hennar og hún kannaðist ekkert við að hafa beðið um faðmlag. Framburður eiginmannsins var á sama veg og konunnar. Framburður konunnar um atvik fyrir dómi var að mati dómsins trúverðugur og studdist við framburð vitna. Frásögn hennar fær líka stoð í læknisvottorði sem er meðal gagna málsins. Þá báru bæði vitni og ákærði að konan hefði brugðist illa við framkomu karlsins og verið brugðið. Þá kannaðist eiginmaðurinn ekki við að ákærði hefði faðmað sig með þeim hætti sem ákærði hélt fram. Í skýrslutöku hjá lögreglu, tveimur mánuðum eftir atvikið, bar hinn dæmdi að brotaþoli hefði tekið svo fast á fingri sér, þegar hann tók utan um hana, að hann væri enn þá bólginn. Að mati dómsins renndi það stoðum undir fullyrðingar konunnar að hún hefði þurft að beita hörku til að losa sig. Faðmlagið hefði því verið óumbeðið. Í niðurstöðu dómsins segir að karlinum hefði mátt gera sér ljóst að háttsemin væri í óþökk konunnar. Það gæti valdið henni ótta.Brjóst mjög tengd kynlífi „Slík háttsemi geti ekki talist eðlileg í samskiptum fólks sem ekki er vel til vina. Brjóst eru líkamshlutar sem mjög eru tengd kynlífi og þá kynfrelsi fólks, sjálfsákvörðunarrétti og frelsi og friðhelgi einstaklings á sviði kynlífs, sem ákvæði 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1040 er ætlað að standa vörð um,“ segir í dómnum. Sömuleiðis gildi í samskiptum manna reglur, siðir og venjur um samskiptahætti þegar í hlut eiga nefndir líkamshlutar. „Það að ákærði hafi tamið sér slíka háttsemi sem málið varðar eða viðhafi við sérstakar aðstæður, eins og á sjómannadaginn, getur að mati dómsins ekki leyst hann undan sök.“ Var karlinn dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og til að greiða konunni rúmlega 300 þúsund krónur auk sakarkostnaðar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira